Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað eru þrávirk lífræn efni og hvernig berast þau í dýr?
Þrávirk lífræn efni er samheiti yfir hóp efnasambanda sem eru mjög stöðug bæði í náttúrunni og í lífverum ef þau berast í þær. Um er að ræða efni eins og DDT, PCB og mörg fleiri. Þessi þrávirku efni eru fituleysanleg og geta borist í lífverur með fæðu. Þar safnast þau smám saman fyrir í vefjum enda er helmingunar...
Hvernig lítur stjörnumerkið Fiskarnir út?
Fiskamerkið er líklega tákn um þá mynd sem Heros og Afródíta tóku á sig til að reyna að forðast óvelkomna eftirtekt frá skrímslinu Týfún. Allar stjörnur merkisins eru mjög daufar og merkið því ógreinilegt. Sé hins vegar farið út fyrir borgarljósin er auðvelt að finna útlínur merkisins, sem eru fyrir neðan Andrómed...
Hver eru tíu stærstu vötn Íslands?
Alls þekja stöðuvötn um 2.757 km2 af yfirborði Íslands eða sem samsvarar 2,68% af flatarmáli landsins. Á heimasíðu Landmælinga Íslands er að finna eftirfarandi lista yfir flatarmál helstu stöðuvatna landsins: 1.Þórisvatn (vatnsmiðlun)83-88 km2 2.Þingvallavatn82 km2 3.Lögurinn53 km2 4.Mývatn37 km2 5.Hvítárva...
Tapa lög eða önnur gögn gæðum við geymslu á hörðum diski eða við flutning milli tölva?
Nei, harðir diskar og disklingar eiga að geyma gögnin alveg nákvæmlega eins og þau eru, bita fyrir bita. Sama gildir um flutning gagna yfir net. Gögnin eiga ekki að breytast við að fara á milli tölva. Auðvitað geta komið upp villur, skemmd í diskinum eða truflun á netsambandinu. Slíkar villur koma þó mjög sjald...
Lifa kameljón í eyðimörkinni?
Já, kameljón finnast í eyðimörkum. Heimkynni tegundarinnar Chamaeleo calyptratus, á ensku ‘veiled chameleon’, eða blæjukameljón eins og mætti kalla hana, er í Jemen og suðurhluta Sádi-Arabíu. Í augum flestra tegunda kameljóna er eyðimörkin þó ekki kjörstaður því fætur kameljóna eru sérstaklega lagaðir til að klifr...
Hvað tekur margar mínútur að fara til Úranusar?
Í spurningunni er ekki tekið fram hvernig ferðast skuli til Úranusar, þannig að við skulum skoða nokkra möguleika, fáránlega jafn sem hugsanlega, til þess. Til að stytta ferðalagið verður að stefna á að hitta á Úranus þegar hann er næstur jörðu, en þá er fjarlægðin um 2.721.390.000 km. Ef við ætluðum okkur...
Gefa gíraffar frá sér einhver hljóð?
Já, gíraffar gefa frá sér hljóð. Þau eru hinsvegar lág, mynduð í kokinu, og heyrast varla og því hefur löngum verið haft fyrir satt að gíraffar væru hljóðlausir. Kálfarnar jarma líkt og lömb. Gíraffar eru hæstu dýr jarðarinnar. Karldýrin geta orðið rúmlega 4 metra há (20 fet). Hæðina má þakka löngum fótum gíraf...
Í hvaða skáldsögu koma fyrir flest nöfn á ám eða fljótum?
Það er óhætt að fullyrða að flest nöfn á ám eða fljótum komi fyrir í skáldsögu James Joyce Finnegans Wake. Gagnrýnendur telja að í fjórða og síðasta hluta bókarinnar, svonefndum Anna Livia Plurabelle-kafla, séu á bilinu 800 til 1.100 heiti á ám. Nákvæmasta talningin hljóðar upp á 1.036 fljótanöfn, ef mismunandi he...
Hver fann upp brauðristina?
Forn-Egyptar fundu upp á brauðgerð fyrir um 6.000 árum og listin að rista brauð breiddist út meðal margra menningarhópa eftir það. Rómverjar borðuðu mikið ristað brauð og innleiddu siðinn meðal þjóða sem þeir lögðu undir sig, þar á meðal á Bretlandi þaðan sem siðurinn fann sér leið til Ameríku. Til voru margskonar...
Hvað eru alþingismenn margir?
Alþingismenn eru núna 63 talsins. Forseti Alþingis er Halldór Blöndal en auk hans eru fjórir varaforsetar. Talið er að Alþingi hafi verið stofnað árið 930 á Þingvöllum. Sá atburður markar tilurð þjóðríkis á Íslandi. Þingvellir voru þingstaður Íslendinga til 1798 en miklar breytingar höfðu orðið á þinghaldi á tí...
Hvað er örgjörvi og hvað gerir hann í tölvum?
Örgjörvi (e. processor/CPU) er hjarta tölvunnar. Kannski er réttara að segja að örgvörvinn sé heili tölvunnar, því hann stýrir öllu því sem tölvan gerir. Örgjörvinn „skilur“ ákveðið safn skipana. Skipanirnar eru í minni tölvunnar og örgjörvinn les þær hverja af annari og framkvæmir þær. Þetta eru gjarnan mjög ...
Eru til eitraðir kolkrabbar við Ísland?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað eru margar tegundir kolkrabba hér við Ísland og hversu stórir geta þeir orðið. Eru einhverjir þeirra eitraðir?Sennilegt er að tvær tegundir kolkrabba lifi við Ísland. Önnur tegundin nefnist á ensku ‘lesser octopus’ eða ‘curled octopus’ (Eledone cirrhosa) en hina hefur ...
Hvað er BIOS í tölvum?
Það má líta á BIOS (Basic Input/Output System) eða grunnstýringarkerfi sem mjög einfalt stýrikerfi sem er á öllum PC-tölvum. Það er brennt inn í minni tölvunnar og því er yfirleitt ekki breytt. Helsta hlutverk BIOS forritsins er að keyra tölvuna upp þegar kveikt er á henni. Þegar örgjörvi fær straum eftir að þa...
Hvað er hrafntinna, hvar finnst hún og í hvað hefur hún verið notuð?
Hrafntinna er svart eða dökklitað gler, yfirleitt með samsetningu rhýólíts (líparít, ljósgrýti) en gler er ókristallað fast efni. Berg og steindir eru yfirleitt því smákornóttari sem þau hafa storknað hraðar. Hrafntinna myndast þannig við frekar hraða kælingu kísilríkrar kviku með lágt gasinnihald. Algengast er...
Hvernig flokkið þið pöndu?
Risapandan er ein af átta núlifandi bjarndýrategundum í heiminum. Tegundin hefur lengi átt í vök að verjast en hefur aðeins komið til á síðustu árum. Nú er talið að villti stofninn sé að minnsta kosti 1.800 einstaklingar. Risapanda (Ailuropoda melanoleuca). Dýrafræðingar flokka tegundina með eftirfarandi hæ...