Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHugvísindi

Kattbelgir eru nefndir meðal íslenskra söluvara á miðöldum. Er vitað til að kettir hafi verið ræktaðir til þess arna?

Kattbelgir og kattarskinn eru nefnd í verðlagsskrá sem hefur verið samþykkt á Alþingi á miðöldum, líklega á 12. öld, og er varðveitt í öðru aðalhandriti lögbókarinnar Grágásar, Konungsbók. Þar er talið upp: „Kattbelgir af fressum gömlum tveir fyrir eyri. Af sumrungum þrír fyrir eyri.“ Með eyri er þarna átt við...

category-iconLögfræði

Hefur maður sem dæmdur var í opinberu máli í héraðsdómi rétt á að fá hljóðupptökur af vitnaleiðslum í dómsal?

Þegar opinbert mál er höfðað gilda um málsmeðferð þess lög um meðferð opinbera mála nr. 19/1991. III kafli laganna fjallar um þinghöld, birtingar og fleira og í 15. gr. er fjallað um hljóðritun í þinghaldi:1. Hljóðrita má framburð eða taka upp á myndband í stað þess að skrá hann í þingbók ef hentugra þykir. Í þing...

category-iconLögfræði

Mér er sagt að sumar húðgatanir á Íslandi séu ólöglegar. Hverjar eru löglegar og hverjar ekki og af hverju?

Ekki er að finna ákvæði í almennum lögum þess efnis að húðgötun sé bönnuð. Einungis er að finna ákvæði um að húðgötun sé starfsleyfisskyld starfsemi samanber 12. tl. 4. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr.7/1998. Spurningunni um það hvaða húðgatanir séu löglegar og hverjar ekki verður því ekki svarað...

category-iconVísindavefurinn

Hvers vegna setjið þið ætíð enska þýðingu á vísindalegum (eða jafnvel óvísindalegum) orðum innan sviga í flestum ykkar svörum?

Við viljum leynt og ljóst hvetja lesendur okkar til að afla sér meiri þekkingar en unnt er að birta í svörum okkar. Þetta gerum við með því að geta heimilda og nefna lesefni þegar svo ber undir, en einnig með því að vísa til annarra svara hjá okkur, ýmist með því að birta aðra spurningu í heild í texta eða þá með ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að fá skalla og svo fá hár á skallann svo að maður verður ekki lengur með skalla?

Erfðir eru algengasta orsök skalla en menn geta einnig fengið skalla vegna streitu eða í kjölfar veikinda. Skallamyndun eftir veikindi eða vegna streitu getur gengið til baka þegar menn eru orðnir frískir. Arfgengur skalli getur það hins vegar ekki nema með sérstökum aðgerðum. Bæði konur og karlar geta fengið skal...

category-iconLandafræði

Hvort á að nota Desjarárdalur eða Dysjarárdalur um dal þann sem verið er að stífla vegna Hálslóns við Kárahnjúk?

Desjarárdalur eða Dysjarárdalur er austan við Ytri-Kárahnjúk á Vesturöræfum. Í sóknarlýsingu Hofteigssóknar eftir sr. Sigfús Finnsson frá 1841 er myndin Dysjará (bls. 62) en Desjará í lýsingu sr. Þorvalds Ásgeirssonar á Hofteigsprestakalli frá 1874 (bls. 82) og Desjarárdalur (bls. 79). Sr. Sigfús var Austfirði...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef allir bílar gengju fyrir vetni hvað þyrfti þá mikla raforku til framleiðslu á vetni fyrir núverandi bílaflota Íslendinga?

Þegar meta á hversu mikla raforku þyrfti til að framleiða vetni fyrir bílaflota Íslendinga er nauðsynlegt að gera sér fyrst grein fyrir hversu mikla orku flotinn er að nota með núverandi tækni. Þá er nærtækast að byggja á tölum orkuspárnefnd Orkustofnunar. Þar kemur fram að árið 2004 hafi 163.294 bílar gengið ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er líklegur aldur landselsurtu sem við krufningu vóg 26,5 kg og var 110 cm á lengd, með hreifum?

Þessi landselsurta hefur líklega ekki verið kynþroska. Nýfæddir landselskópar eru vanalega um 9-11 kg að þyngd og 70-90 cm langir. Undir venjulegum kringumstæðum þyngjast landselskópar um rúmlega helming á fyrsta ári þannig að lauslega á skotið hefur þessi urta verið á öðru til þriðja ári. Landselur © Jón Baldur ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvar er best að sjá norðurljós nálægt höfuðborgarsvæðinu og hvernig er hægt að vita hvenær þau eru á lofti?

Hægt er að sjá norðurljósin hvar sem er á Íslandi að því gefnu að norðurljósakraginn svonefndi sé yfir landinu, himinninn heiðskír og úti sé myrkur. Líkt og við á um stjörnuskoðun er best að fara út fyrir ljósmengað höfuðborgarsvæðið til að njóta norðurljósanna í allri sinni dýrð. Ekki skemmir fyrir ef skjólgott e...

category-iconStærðfræði

Hvernig reiknar maður út hversu miklar líkur séu á því að í hópi vinnufélaga eigi einhverjir tveir sama afmælisdag?

Svarið við þessu fer eftir því hversu margir eru í upprunalega hópnum og hversu líklegt það er að tiltekinn dagur sé afmælisdagur einhverrar manneskju. Við skulum gera ráð fyrir að allir dagar ársins séu jafn líklegir sem afmælisdagar, því annars verður spurningin fljótt of flókin til að hægt sé að svara henni í s...

category-iconStærðfræði

Hversu miklu munar á að ferðast umhverfis jörðina eftir yfirborði hennar og í flugvél, ef farið er um miðbaug?

Miðbaugur er mjög nærri því að vera hringur með geislann $6.378,1370$ kílómetra, eins og sýnt er á myndinni að neðan. Til að finna vegalengd ferðalags umhverfis jörðina eftir yfirborði hennar um miðbaug nægir að reikna ummál þessa hrings. Þekkt er að ummál hrings má reikna með því að margfalda saman þvermál hans ...

category-iconStærðfræði

Hversu miklar líkur eru á að þessari spurningu verði svarað rétt? A: 25%, B: 50%, C: 75%, D: 25%

Þessi spurning er ein þeirra fjölmörgu sem skýtur annað slagið upp kollinum í netheimum og víðar og virðast til þess fallnar að valda þrætum. Hún birtist líka í öðrum myndum, til dæmis þar sem svarmöguleikarnir eru gefnir sem 25%, 50%, 0% og 25%. Ef til vill er sú mynd jafnvel áhugaverðari en hún verður skoðuð neð...

category-iconFöstudagssvar

Hvað gerist ef ég tek smurða brauðsneið, festi hana við bakið á ketti og kasta honum upp í loft?

Lesendur Vísindavefsins hefur vafalaust rennt í grun að ritstjórnin sé skipuð fólki sem dreymdi einu sinni um að vinna Nóbelsverðlaun fyrir framlag sitt til vísindanna. Það er líka alveg rétt. Hitt er svo einnig augljóst að fyrst þau vinna á Vísindavefnum er lítil von til að þessi draumur rætist. Annar raunhæfari ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað var franska byltingin og hefur hún enn einhver áhrif á samfélagsmál í Evrópu og annars staðar í heiminum?

Þekkt saga segir af því þegar forsætisráðherra Kína var spurður í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar út í áhrif frönsku byltingarinnar. Hann á að hafa svarað því til að sagan ætti eftir að leiða í ljós hver þau yrðu. Sumum hefur þótt svarið vera til marks um að Kínverjar væru framsýnni en aðrar þjóðir en vel m...

category-iconMálvísindi: íslensk

Það hefur myndast togstreita á milli mín og mannsins mín, því ég nota orðið ristavél. Er orðið ekki til?

Spurningin frá Hlín hljóðaði svona í fullri lengd:Á mínu heimili hefur myndast smá togstreita á milli mín og mannsins míns en ég nota iðulega orðið ristavél en hann tekur það ekki gott og gilt og notar orðið brauðrist. Því spyr ég: Er orðið ristavél ekki til? Margir spyrjendur hafa spurt Vísindavefinn sambærilegra...

Fleiri niðurstöður