Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða spendýrategund telur flesta einstaklinga?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvaða spendýrategund telur flesta einstaklinga, og hvað er talið að til séu mörg dýr af þeirri tegund? Þar sem nákvæm stofnstærð flestra spendýrategunda á heimsvísu er ekki kunn, sérstaklega hjá smærri spendýrum eins og nagdýrum (rodentia), er svarið ekki að fullu ljóst. Eit...

category-iconUnga fólkið svarar

Er einhver með heimsmet í að lesa?

Sett hafa verið nokkur heimsmet í lestri. Í bænum Tifton í Tift-sýslu í Bandaríkjunum voru til dæmis sett tvö met þann 15. nóvember árið 2000. Þar komu saman 7.500 manns og lásu fyrst í hljóði bók að eigin vali í eina mínútu. Seinna metið fólst í því að sami fjöldi las upphátt kafla úr bókinni Kötturinn með höttin...

category-iconUnga fólkið svarar

Eru hundar með sex skilningarvit?

Vanalega er talað um að skilningarvit dýra séu fimm. Þau eru sjón, heyrn, þefskyn, bragðskyn og snertiskyn. Fæstir efast líklega um að hundar hafi þessi fimm skilningarvit. Í sumum fræðum eru skilningarvitin talin vera sex, en að vísu er það sjötta ekki alltaf það sama. Í íþróttasálfræði er til dæmis talað um a...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna er það siður að „gabba“ fólk fyrsta apríl?

Fyrsti apríl er haldinn „hátíðlegur“ víða um heim með tilheyrandi glettum og hrekkjum. Upprunann má að öllum líkindum rekja til miðalda en þá tíðkaðist í Evrópu að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. Fyrsti apríl var áttundi og síðasti dagurinn í nýárshátíðinni, en samkvæmt fornri hefð Rómverja og Gyð...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna fær fólk hrukkur?

Húð okkar er gerð úr þremur lögum. Ysta lagið, það sem við horfum á, nefnist húðþekja (e. epidermis), þar fyrir innan er leðurhúðin (e. dermis) og innsta lagið nefnist undirhúð (e. subcutaneous layer). Öll vinna þessi lög saman að því að halda húð okkur í góðu ástandi. Eins og lesa má um í svari Stefáns B. S...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða skóli er stærsti skóli á Íslandi? Hvað eru margir krakkar í honum?

Stærsti grunnskóli á Íslandi er Rimaskóli, í honum eru 820 nemendur veturinn 2002-2003. Hann var stofnaður árið 1993. Næst stærsti grunnskóli landsins er Árbæjarskóli, í honum eru 805 nemendur. Stærsti skóli landsins er hinsvegar Háskóli Íslands en þar stunda 8.818 nemendur nám veturinn 2002-2003. Heimil...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á vefsíðuheitunum: .asp , .htm , .html, .php o.s.frv.?

Þegar vafrað er um netið sendir vafrinn fyrirspurn til netþjóns (e. webserver) sem túlkar fyrirspurnina, vinnur úr henni og sendir niðurstöðu til baka til vafrans, venjulega á HTML-formi. HTML (Hyper Text Markup Language) er samsafn skipana um hvernig vafrinn eigi að birta heimasíðuna, til dæmis hvar, hvernig og h...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru álver byggð svona löng og mjó?

Í álveri fer framleiðsla álsins fram í rafgreiningarkerum þar sem sterkur rafstraumur fer frá forskauti til bakskauts um tiltölulega þunnt lag tiltekinnar efnabráðar sem við köllum raflausn, en í henni er hráefnið súrál leyst upp. Þegar rafstraumur fer um raflausnina klofnar súrálið í frumefni sín, ál og súrefni. ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig flyst koltvíoxíð frá vefjum til lungna?

Hér er einnig svar við spurningunni:Hvernig flyst koltvíoxíð með blóði til öndunarfæra? CO2 eða koltvíoxíð er lokaafurð í efnaskiptum vefja. Þetta efni myndast við bruna í frumum (sjá svar sama höfundar um innri öndun) og berst með einföldu flæði frá frumunum sem mynda það í blóðið í nálægum æðum, það er að segja...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á sprengigosi og seigfljótandi gosi?

Sprengigos einkennast af mikilli gosgufu og gosmöl en í flæðigosum (hraungosum) kemur nær eingöngu upp hraun. Það fer svo eftir efnasamsetningu kvikunnar hversu þunn- eða seigfljótandi hún er. Í flestum tilfellum er þó um að ræða blönduð gos þar sem gosefnin eru bæði gjóska og hraun. Sprengigos einkennast af...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er það satt að kolkrabbar séu ekki með rautt blóð?

Í blóði hryggdýra og fjölda hryggleysingja er það sameindin blóðrauði (hemóglóbín) sem miðlar súrefni til fruma líkamans. Bygging blóðrauðans er raunar breytileg milli þessara hópa en þeir eiga það sameiginlegt að blóðið í þeim er rautt þegar það er súrefnisríkt. Blóðrauða er að finna í blóðfrumum og hann hefur að...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta uglur orðið gamlar? Í hvaða löndum lifa uglur?

Uglur heyra undir flokk einsleits hóps fugla sem nefnist Strigiformes á fræðimáli. Þær eru ránfuglar og veiða aðallega þegar skyggja tekur. Alls eru þekktar um 334 tegundir í 48 ættkvíslum. Uglur finnast á öllum meginlöndunum nema Suðurheimskautslandinu. Þær finnast ennfremur á fjölda eyja í Suður-Kyrrahafinu. Ugl...

category-iconStjórnmálafræði

Hver er munurinn á stjórnmálaflokki og stjórnmálahreyfingu?

Stjórnmálaflokkar eru ólíkir öðrum samtökum að því leyti að þeir bjóða fram í almennum kosningum. Þeir hafa líka oftast nær það yfirlýsta markmið að vilja stjórna ríkisvaldinu. Í þessari merkingu eru hugtökin stjórnmálaflokkur og stjórnmálahreyfing notuð á víxl yfir það sama. Þegar talað er um stjórnmálahreyfingar...

category-iconMálvísindi: almennt

Fyrir hvað stendur g-ið í g-strengs nærbuxum?

Það sem heimildum okkar ber saman um í þessum efnum er að uppruni orðsins G-string í ensku er óviss. Ef það vefst fyrir einhverjum hvers konar klæðaplagg er um að ræða þá er hér átt við nærbuxur sem eru örmjóar að aftan og hylja ekki rasskinnarnar. Seint á 19. öld var orðið G-string eða geestring haft um lendas...

category-iconHeimspeki

Hvað er þetta?

Orðið þetta er ábendingarfornafn. Tilgangur þess er að benda á hlut eða fyrirbæri og merkingin hverju sinni ræðst af samhenginu. Eins og orðið núna sem fjallað er nánar um í þessu svari er orðið þetta svokallað ábendingarorð. Merking ábendingarorða ræðst af samhengi og aðstæðum hverju sinni. Ef ég segi "Sjáðu þ...

Fleiri niðurstöður