Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9283 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er Tay-Sachs sjúkdómur og hvernig erfist hann?

Tay-Sachs-sjúkdómur er víkjandi erfðasjúkdómur. Hann orsakast af galla sem veldur skorti á ensími sem kallast β-hexoaminídasi A. Þetta ensím finnst í leysikornum (e. lysosomes) en leysikorn eru frumulíffæri sem gegna því hlutverki að brjóta niður sameindir til endurvinnslu fyrir frumuna. Venjulega stuðlar ens...

category-iconOrkumál

Hvað notar meðalheimili á Íslandi mörg vött af rafmagni?

Heimili landsins nota raforku til að knýja hin ýmsu tæki en einnig til lýsingar innan- og utanhúss. Síðan má ekki gleyma því að um 8-9% heimila nota raforku til húshitunar. Á Vísindavefnum er fróðleg grein eftir Þorstein Vilhjálmsson sem hann kallar Orkumenning og orkusaga. Þar fjallar hann meðal annars um hve...

category-iconHagfræði

Hvað getið þið sagt mér um ævi Irvings Fishers?

Irving Fisher er oft sagður vera merkasti hagfræðingur sem komið hefur fram í Ameríku. Hann var afkastamikill fræðimaður, sem kom fram með hugmyndir sem margar hverjar áttu eftir að finna varanlegan sess á hinum ýmsu sviðum hagfræðinnar. Fisher er einnig fyrsti bandaríski hagfræðingurinn sem lagði ríka áherslu á a...

category-iconLæknisfræði

Hvað er magnesínsterat sem virðist vera í mörgum lyfjum?

Magnesínsterat (e. magnesium stearate), einnig kallað magnesínsalt, er algengt sem óvirkt efni í lyfjum. Ein sameind efnisins er mynduð úr einni magnesínkatjón og jafngildi tveggja sterata (anjóna af steratsýru). Efnið hefur sameindaformúluna Mg(C18H35O2)2. Við stofuhita er efnið hvítt, fíngert duft og hefur klíst...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við hvað sýsla menn? Af hverju er sagnorðið dregið?

Í eldra máli var notað kvenkynsorðið sýsl í merkingunni ‛starf, embætti; embættissvæði’. Ásgeir Blöndal Magnússon telur í Íslenskri orðsifjabók (1989:1012) að sögnin að sýsla ‛annast, starfa, fást við’ sé leidd af því orði fremur en kvenkynsorðinu sýsla. Samsvarandi sagnir finnast í grannmálunum, saman...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað hefði gerst ef Evrópusambandið hefði ekki verið stofnað?

Síðla árs 2012 hlaut Evrópusambandið friðarverðlaun Nóbels. Það val vakti víða undrun. Ekki hafði sambandinu tekist að stilla til friðar á Balkanskaga, í eigin bakgarði, þegar blóðug átök blossuðu þar upp eftir hrun kommúnismans 1989. Ekki hafði sambandið haft úrslitaáhrif um þau straumhvörf, þegar helmingur Evróp...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Grímsvatnagosið árið 2011?

Öflugt gos hófst í Grímsvötnum þann 21. maí 2011 klukkan sjö um kvöld. Vísindamenn höfðu búist við gosi í nokkurn tíma, því að mælingar á landrisi í Eystri-Svíahnúk sýndu að kvikuhólfið undir vötnunum var komið í svipaða stöðu og fyrir eldsumbrotin í nóvember 2004. Þá hafði jarðskjálftavirkni heldur aukist misseri...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um eldgos undir jökli?

Rúmlega helmingur allra eldgosa á Íslandi á sögumlegum tíma hefur orðið í jöklum, í Kötlu og einkum í Grímsvötnum.1 Flest unnu þau sig upp í gegnum ísinn svo úr urðu sprengigos, oftast surtseysk tætigos. Á jökulskeiðum hafa svo til öll eldgos á Íslandi orðið í jöklum.2 Móbergsfjöllin hafa myndast í slíkum gosum. Á...

category-iconEfnafræði

Hvað getið þið sagt mér um bótúlín og bótox?

Bótúlíneitur (e. botulinum toxin) er taugaeitur sem framleitt er af bakteríunni Clostridium botulinum. Bakterían vex aðeins í súrefnissnauðu umhverfi, en myndar hitaþolin dvalagró við óhagstæðar aðstæður. Bótúlín er eitt af aleitruðustu efnum sem þekkjast, en einungis 1-2 ng/kg sprautað í vöðva eða æð, nægja til a...

category-iconVísindavefurinn

Hvað eru til svör við mörgum spurningum á Vísindavefnum?

Með þessu svari eru svörin á Vísindavefnum orðin 10.092. Sú tala á reyndar ekki við nema stutta stund því innan tíðar hefur svörunum fjölgað um eitt. Ef þetta svar er lesið einhverjum dögum, vikum, mánuðum eða jafnvel árum eftir að það birtist, er staðan síðan orðin öllt önnur! Svarið við þessari spurning breyt...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað varð um Jörund hundadagakonung eftir byltinguna á Íslandi?

Jörgen Jörgensen (1780–1841), betur þekktur sem Jörundur hundadagakonungur, var danskur ævintýramaður sem varð hæstráðandi á Íslandi í átta vikur sumarið 1809 eins og rakið er í svari sama höfundar við spurningunni Hver var Jörundur hundadagakonungur og hvað var hann að gera á Íslandi? Íslandsævintýri Jörgensen...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að spekúlera og hvaðan er það komið?

Sögnin að spekúlera var tekin að láni úr dönsku á 17. öld í merkingunni 'velta fyrir sér; fást við fjármálabrask’. Danska sögnin og sú íslenska eiga rætur að rekja til latínu spekulārī 'skoða’. Sögnin að spekúlera var tekin að láni úr dönsku á 17. öld í merkingunni 'velta fyrir sér; fást við fjár...

category-iconLæknisfræði

Hvað þarf maður að læra til að verða réttarmeinafræðingur?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað þarf maður að læra til að verða réttarmeinafræðingur, hversu margar eru undirgreinar réttarmeinafræðinnar og er boðið upp á nám í réttarmeinafræði á Íslandi? Réttarlæknisfræði eða réttarmeinafræði er ein af sérgreinum læknisfræðinnar. Þeir sem vilja verða rétta...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er kal og hvers vegna skemmir það gras?

Hér er einnig að finna svör við spurningunum: Af hverju hefur ekki verið sett salt á klakann á grasinu, skemmir það grasið? (Árni Gíslason). Hvað má klaki liggja lengi á golfvelli án þess að kal myndist? (Hannes Sveinsson). Kalskemmdir eru skemmdir sem beint eða óbeint má rekja til kulda. Bein áhrif kuldan...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er Bræðralag múslíma og hvenær var það stofnað?

Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er ein elsta, stærsta og áhrifamesta íslamska hreyfing Egyptalands, og þótt víðar væri leitað.[1] Bræðralag múslíma var stofnað árið 1928 af kennaranum Hassan al-Banna en meðlimir bræðralagsins tilheyra súnnítum.[2] Merki Bræðralags múslíma. Al-Banna fæddist ár...

Fleiri niðurstöður