Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3878 svör fundust

category-iconVísindi almennt

Eru skrímsli til?

Fljótt á litið kann einfalda svarið að virðast vera: Nei, skrímsli eru ekki til í raun og veru. Hið rétta er að svarið er flóknara en svo og öllu áhugaverðara. Það er nokkuð á reiki hvaða eiginleikum lífvera þarf að vera búin til að teljast skrímsli því þeir eiginleikar eru breytilegir frá einum tíma til annars...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig var leikhús í Skandinavíu á miðöldum?

Leikhúsbyggingar voru ekki til á Norðurlöndum á miðöldum. Það sama á reyndar við um um flest önnur Evrópulönd á sama tíma (um miðaldaleikhúsið annars staðar, sjá til dæmis Axton 1974; Tydeman 1978; og Wickham 1987). Elstu varðveittu leikrit Norðurlanda eru flest frá síðari hluta 16. aldar (Tobie Comedia (gefið út ...

category-iconHeimspeki

Hvort eru konur eða karlar fremri í heimspeki?

Sennilega er engin leið til að svara þessari spurningu með skýrum hætti, ekki síst vegna þess að hún vekur í raun ótal spurningar sem erfitt er að svara. Hvað gerir eina manneskju fremri annarri í heimspeki? Hvaða mælikvarða á að nota? Og ef flókið er að meta hvað gerir einn einstakling fremri öðrum í heimspeki, h...

category-iconHagfræði

Hvert var framlag Adams Smiths til hagfræðinnar?

Nú á tímum er Adams Smiths einkum minnst fyrir framlag sitt til hagfræðinnar og er Auðlegð þjóðanna (An Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations) oft sögð marka upphaf hagfræðinnar sem vísindagreinar. Auðlegð þjóðanna er löng bók, tæplega eitt þúsund blaðsíður að lengd. Hún er í fimm mislöngum h...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er fjórða iðnbyltingin?

Fjórða iðnbyltingin er hugtak sem vísar til tækniframfara undanfarinn ára og þeirra sem eru í vændum. Þar er aðallega átt við gervigreind, róbótatækni, sjálfkeyrandi bíla, Internet hlutanna (Internet of Things, IoT), sjálfvirknivæðingu og fleira sem mun líklega valda víðtækum samfélagsbreytingum á næstu árum og ár...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru margir metrar í einu gömlu vindstigi?

Í heild hljóðar spurningin svona:Hvað eru margir metrar í einu gömlu vindstigi? Er það eins upp allan skalann eða er einhver stuðull eftir vindstyrk? Veðurhæðar er nú að jafnaði getið í hraðaeiningunni metrar á sekúndu (m/s) enda er hann nú mældur með hraðamælum. Áður var notast við mat sem byggðist á svokölluð...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu oft er veiruerfðaefni magnað upp þegar sjúkdómurinn COVID-19 er greindur í mönnum?

Upprunalega spurningin var: Hver er algengasti afritunarfjöldinn (e. cycle threshold) í kjarnsýrugreiningum á Íslandi vegna veirunnar SARS-CoV-2? Til að svara þessari spurningu þarf fyrst að útskýra hugtakið kjarnsýrumögnun (e. polymerase chain reaction, PCR) og setja það í samhengi við COVID-19 (sem orsaka...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Getið þið sagt mér allt um Flóabardaga?

Flóabardagi er eina sjóorrustan sem háð hefur verið við Íslandsstrendur þar sem Íslendingar skipuðu bæði lið. Orrustan fór fram á Húnaflóa 25. júní árið 1244 og þar mættust lið Þórðar kakala Sighvatssonar og Kolbeins unga Arnórssonar. Þórður kakali var af ættum Sturlunga, sonur Sighvats Sturlusonar og því bróðurso...

category-iconMenntunarfræði

Hvað er læsi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað er læsi? Hér er átt við læsi í sinni víðustu mynd ekki orðabókarskilgreiningu. Orðið læsi í íslensku er notað bæði sem almennt orð og íðorð. Læsi sem almennt orð Sem almennt orð er læsi notað bæði í bókstaflegri merkinu og í yfirfærðri merkingu: Í bóks...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða hvalastofnar eru í mestri útrýmingarhættu?

Af 93 hvalategundum á lista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) eru fimm tegundir taldar í bráðri hættu á aldauða (e. critically endangered – CR) en það þýðir að eindregnar líkur eru á að viðkomandi tegundir deyi út í náinni framtíð samkvæmt tilteknum forsendum. Auk þess telja samtökin að tólf hvalategundir...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að hafa áhrif á sjúkdóminn sóra (psoriasis) með breyttu mataræði?

Sóri (e. psoriasis) er krónískur bólgusjúkdómur og tilheyrir flokki gigtarsjúkdóma. Sjúkdómurinn leggst aðallega á húð einstaklinga en getur þó haft áhrif á hvaða hluta líkamans sem er, en algengast er að hann leggist á höfuðleður, olnboga eða hné. Einkennin lýsa sér sem dökkrauðir eða fjólubláir upphleyptir þurrk...

category-iconHagfræði

Hversu slæm var einokunarverslunin raunverulega fyrir Ísland?

Árið 1602 veitti Danakonungur kaupmönnum í þrem dönskum borgum einkaleyfi til að versla við Íslendinga. Konungur vildi að ágóði af versluninni rynni í vasa Dana en ekki erlendra kaupmanna. Bjóða skyldi landsmönnum nóg af falslausri erlendri vöru á sanngjörnu verði í tilteknum höfnum. Breytingin vakti ekki hrif...

category-iconJarðvísindi

Hvert er hámarksdýpi jarðskjálfta á Íslandi?

Langflestir jarðskjálftar á Íslandi eru tengdir flekaskilunum sem ganga gegnum landið og stafa af spennu í jarðskorpunni sem safnast upp vegna færslu flekanna út frá skilunum.[1] Í efri hluta jarðskorpunnar er brotstyrkur bergsins með þeim hætti að bergið brestur við ákveðin brotmörk, það myndast sprunga eða gömul...

category-iconJarðvísindi

Hversu hratt bráðna jöklar á Íslandi?

Stór hluti Íslandssögunnar er kuldatímabil. Hefur sá hluti sögunnar sem er á milli Sturlungaaldar og 20. aldar með réttu eða röngu oft verið nefndur litla ísöld. Þá stækkuðu jöklar mjög sem sjá má af ýmsum heimildum. Jöklar á Íslandi. Á 20. öld skipti mjög um til hins hlýrra í veðurlagi einkum á öðrum fjórðu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær komu Íslendingasögurnar fyrst út á nútímaíslensku?

Spurningin í heild sinni var: Hvenær komu Íslendingasögurnar fyrst út á nútímaíslensku? Hver réðst í þá útgáfu og af hverju? Íslendingasögurnar hafa líkast til fyrst verið ritaðar á þrettándu og fjórtándu öld. Elstu varðveittu handritin eru frá þrettándu öld, brot úr Egils sögu á AM 162 A θ [þeta] fol....

Fleiri niðurstöður