- Fólasín verður að vera nægilegt vegna stöðugrar endurnýjunar á húðinni. Fólasín er í lifur, spergli, ávöxtum, grænu laufgrænmeti, öðru grænmeti og baunum. Þó fólasín sé í miklum styrk í lifur, er besta uppspretta fólasíns grænmeti og ávextir. Þetta er vegna þess að hvorki er æskilegt né raunhæft að mæla með mikilli neyslu á lifur en aftur á móti er af nokkrum mismunadi ástæðum nauðsynlegt að neyta grænmetis og ávaxta í meiri mæli en Íslendingar gera til dæmis. Hérlendis borðum við of lítið af grænmeti og ávöxtum, og of lítið er af fólasíni í kostinum, sérstaklega meðal ákveðinna hópa.
- C- og E-vítamín eru sérstaklega ráðlögð fyrir þá sórasjúklinga sem fá ljósameðferð eða eru í mikilli sól. C-vítamín er í öllum ávöxtum og grænmeti en E-vítamín finnst helst í grænmetisolíum.
- D-vítamín, sérstaklega D3-afleiða, hefur reynst leiða til þess að einkenni sóra geti horfið eða batnað að einhverju leyti meðal 60-70% þeirra sjúklinga sem hafa tekið þátt í rannsóknum með D-vítamín. D-vítamín finnst fyrst og fremst í feitum fiski og lýsi og auk þess er fjörmjólk bætt með D-vítamíni.
- Omega-3 fitusýrur eru taldar minnka bólgusvörun líkamans. Hefur verið sýnt fram á að omega-3 fitusýrur geta haft mjög góð áhrif á sóra hjá mörgum sjúklingum. Omega-3 fitusýrur eru í lýsi, feitum fiski, fiskiafurðum, hnetum (t.d hnetusmjöri), Plús-3 viðbiti og sojabaunum.
Hver eru áhrif mismunandi fæðutegunda á húðsjúkdóminn sóra (psoriasis)?
Útgáfudagur
2.4.2000
Spyrjandi
Ritstjórn
Tilvísun
Ólöf Guðný Geirsdóttir. „Hver eru áhrif mismunandi fæðutegunda á húðsjúkdóminn sóra (psoriasis)?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2000. Sótt 8. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=312.
Ólöf Guðný Geirsdóttir. (2000, 2. apríl). Hver eru áhrif mismunandi fæðutegunda á húðsjúkdóminn sóra (psoriasis)? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=312
Ólöf Guðný Geirsdóttir. „Hver eru áhrif mismunandi fæðutegunda á húðsjúkdóminn sóra (psoriasis)?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2000. Vefsíða. 8. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=312>.