Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:24 • Sest 14:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:18 • Síðdegis: 21:34 í Reykjavík

Hver eru áhrif mismunandi fæðutegunda á húðsjúkdóminn sóra (psoriasis)?

Ólöf Guðný Geirsdóttir

[Við biðjum spyrjanda að hafa samband við okkur því að nafn hans hefur týnst í vinnslunni vegna mistaka eða tæknigalla].

Sóri er langvinnur, síendurtekinn húðsjúkdómur sem er talinn hrjá 2-5% fólks í heiminum. Sjúkdómsferlið getur verið mjög mismunandi, allt frá vægum einkennum til líkamlegrar eða félagslegrar örorku.

Sóri er ekki smitandi en getur verið ættgengur. Talið er að sjúkdómurinn geti verið í erfðamengi sumra einstaklinga en ákveðnir umhverfisþættir geti ýtt undir myndun hans hjá einstaklingi. Sóri getur herjað á alla aldursflokka, en er algengastur hjá einstaklingum á aldrinum 15-40 ára.

Engin ákveðin fæðutegund hefur verið tengd við að sóri versni. Hver einstaklingur verður í raun að finna það út fyrir sig hvort einhver fæða valdi því að sjúkdómurinn versni og útiloki þá viðkomandi fæðutegund.

Engar opinberlegar ráðleggingar eru til um mataræði fyrir fólk með sóra. En rannsóknir eru til um að ákveðnir þættir geti hjálpað til gegn einkennum sjúkdómsins. Eftirfarandi næringarefni skulu sérstaklega nefnd hér:
  • Fólasín verður að vera nægilegt vegna stöðugrar endurnýjunar á húðinni. Fólasín er í lifur, spergli, ávöxtum, grænu laufgrænmeti, öðru grænmeti og baunum. Þó fólasín sé í miklum styrk í lifur, er besta uppspretta fólasíns grænmeti og ávextir. Þetta er vegna þess að hvorki er æskilegt né raunhæft að mæla með mikilli neyslu á lifur en aftur á móti er af nokkrum mismunadi ástæðum nauðsynlegt að neyta grænmetis og ávaxta í meiri mæli en Íslendingar gera til dæmis. Hérlendis borðum við of lítið af grænmeti og ávöxtum, og of lítið er af fólasíni í kostinum, sérstaklega meðal ákveðinna hópa.
  • C- og E-vítamín eru sérstaklega ráðlögð fyrir þá sórasjúklinga sem fá ljósameðferð eða eru í mikilli sól. C-vítamín er í öllum ávöxtum og grænmeti en E-vítamín finnst helst í grænmetisolíum.
  • D-vítamín, sérstaklega D3-afleiða, hefur reynst leiða til þess að einkenni sóra geti horfið eða batnað að einhverju leyti meðal 60-70% þeirra sjúklinga sem hafa tekið þátt í rannsóknum með D-vítamín. D-vítamín finnst fyrst og fremst í feitum fiski og lýsi og auk þess er fjörmjólk bætt með D-vítamíni.
  • Omega-3 fitusýrur eru taldar minnka bólgusvörun líkamans. Hefur verið sýnt fram á að omega-3 fitusýrur geta haft mjög góð áhrif á sóra hjá mörgum sjúklingum. Omega-3 fitusýrur eru í lýsi, feitum fiski, fiskiafurðum, hnetum (t.d hnetusmjöri), Plús-3 viðbiti og sojabaunum.
Margar rannsóknir standa nú yfir á tengslum mataræðis og sóra, til dæmis á áhrifum glúteins á sjúkdóminn, en niðurstöður eru ekki fengnar enn og ekki er hægt að tíunda allar þær hugmyndir sem uppi eru á þessum vettvangi.

Þrátt fyrir að þessi vítamín og bætiefni séu talin geta hjálpað í meðhöndlun á sóra er hver og einn einstaklingur sérstakur og því er aldrei hægt að segja að eitt hjálpi til frekar en annað. Það er aldrei ráðlegt að taka ofurskammta af neinum bætiefnum bæði vegna eitrunaráhrifa og vegna þess að ofurskammtar af einu efni geta haft neikvæð áhrif á upptöku annarra vítamína og steinefna.

Höfundur

Ólöf Guðný Geirsdóttir

prófessor í næringarfræði við HÍ

Útgáfudagur

2.4.2000

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ólöf Guðný Geirsdóttir. „Hver eru áhrif mismunandi fæðutegunda á húðsjúkdóminn sóra (psoriasis)?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2000. Sótt 8. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=312.

Ólöf Guðný Geirsdóttir. (2000, 2. apríl). Hver eru áhrif mismunandi fæðutegunda á húðsjúkdóminn sóra (psoriasis)? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=312

Ólöf Guðný Geirsdóttir. „Hver eru áhrif mismunandi fæðutegunda á húðsjúkdóminn sóra (psoriasis)?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2000. Vefsíða. 8. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=312>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru áhrif mismunandi fæðutegunda á húðsjúkdóminn sóra (psoriasis)?
[Við biðjum spyrjanda að hafa samband við okkur því að nafn hans hefur týnst í vinnslunni vegna mistaka eða tæknigalla].

Sóri er langvinnur, síendurtekinn húðsjúkdómur sem er talinn hrjá 2-5% fólks í heiminum. Sjúkdómsferlið getur verið mjög mismunandi, allt frá vægum einkennum til líkamlegrar eða félagslegrar örorku.

Sóri er ekki smitandi en getur verið ættgengur. Talið er að sjúkdómurinn geti verið í erfðamengi sumra einstaklinga en ákveðnir umhverfisþættir geti ýtt undir myndun hans hjá einstaklingi. Sóri getur herjað á alla aldursflokka, en er algengastur hjá einstaklingum á aldrinum 15-40 ára.

Engin ákveðin fæðutegund hefur verið tengd við að sóri versni. Hver einstaklingur verður í raun að finna það út fyrir sig hvort einhver fæða valdi því að sjúkdómurinn versni og útiloki þá viðkomandi fæðutegund.

Engar opinberlegar ráðleggingar eru til um mataræði fyrir fólk með sóra. En rannsóknir eru til um að ákveðnir þættir geti hjálpað til gegn einkennum sjúkdómsins. Eftirfarandi næringarefni skulu sérstaklega nefnd hér:
  • Fólasín verður að vera nægilegt vegna stöðugrar endurnýjunar á húðinni. Fólasín er í lifur, spergli, ávöxtum, grænu laufgrænmeti, öðru grænmeti og baunum. Þó fólasín sé í miklum styrk í lifur, er besta uppspretta fólasíns grænmeti og ávextir. Þetta er vegna þess að hvorki er æskilegt né raunhæft að mæla með mikilli neyslu á lifur en aftur á móti er af nokkrum mismunadi ástæðum nauðsynlegt að neyta grænmetis og ávaxta í meiri mæli en Íslendingar gera til dæmis. Hérlendis borðum við of lítið af grænmeti og ávöxtum, og of lítið er af fólasíni í kostinum, sérstaklega meðal ákveðinna hópa.
  • C- og E-vítamín eru sérstaklega ráðlögð fyrir þá sórasjúklinga sem fá ljósameðferð eða eru í mikilli sól. C-vítamín er í öllum ávöxtum og grænmeti en E-vítamín finnst helst í grænmetisolíum.
  • D-vítamín, sérstaklega D3-afleiða, hefur reynst leiða til þess að einkenni sóra geti horfið eða batnað að einhverju leyti meðal 60-70% þeirra sjúklinga sem hafa tekið þátt í rannsóknum með D-vítamín. D-vítamín finnst fyrst og fremst í feitum fiski og lýsi og auk þess er fjörmjólk bætt með D-vítamíni.
  • Omega-3 fitusýrur eru taldar minnka bólgusvörun líkamans. Hefur verið sýnt fram á að omega-3 fitusýrur geta haft mjög góð áhrif á sóra hjá mörgum sjúklingum. Omega-3 fitusýrur eru í lýsi, feitum fiski, fiskiafurðum, hnetum (t.d hnetusmjöri), Plús-3 viðbiti og sojabaunum.
Margar rannsóknir standa nú yfir á tengslum mataræðis og sóra, til dæmis á áhrifum glúteins á sjúkdóminn, en niðurstöður eru ekki fengnar enn og ekki er hægt að tíunda allar þær hugmyndir sem uppi eru á þessum vettvangi.

Þrátt fyrir að þessi vítamín og bætiefni séu talin geta hjálpað í meðhöndlun á sóra er hver og einn einstaklingur sérstakur og því er aldrei hægt að segja að eitt hjálpi til frekar en annað. Það er aldrei ráðlegt að taka ofurskammta af neinum bætiefnum bæði vegna eitrunaráhrifa og vegna þess að ofurskammtar af einu efni geta haft neikvæð áhrif á upptöku annarra vítamína og steinefna....