Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2988 svör fundust

category-iconVerkfræði og tækni

Af hverju er oft sagt að Rómverjar hafi unnið ýmis verkfræðiafrek?

Svarið er einfalt, það er vegna þess að mörg af mannvirkjum þeirra geta vart talist annað en verkfræðiafrek, ekki síst þegar haft er í huga að Rómverjar bjuggu ekki yfir sömu tækni og við: engir byggingarkranar, engar jarðýtur eða aðrar vinnuvélar og þar fram eftir götunum. Samt gátu þeir reist stórfengleg mannvir...

category-iconHeimspeki

Berum við ábyrgð á eigin gerðum ef hægt er að spá fyrir um þær?

Til að svara þessari spurningu skulum við fyrst hugsa okkur einfalt dæmi: Maður ekur á ofsahraða niður brekku en neðst í brekkunni er kröpp beygja. Vegna þess hvað maðurinn ekur hratt er fyrirsjáanlegt af öllum kringumstæðum að hann muni ekki ná beygjunni; með öðrum orðum er hægt að spá fyrir um að hann muni aka ú...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er saga myndbandavæðingarinnar og hverju breytti hún?

Ampex-fyrirtækið setti fyrsta myndbandstækið á markað árið 1956 og byggði á þegar rúmlega hálfrar aldar gamalli uppfinningu danska vísindamannsins Valdemars Poulsens (1869-1942). Í upphafi voru myndbandstæki eingöngu notuð af sjónvarpsstöðvum og í kvikmyndaiðnaðinum en fyrir daga þeirra voru allir sjónvarpsþættir ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Gregor Mendel og fyrir hvað er hann frægur?

Johann Gregor Mendel er oft nefndur faðir erfðafræðinnar, en hann sýndi fyrstur manna fram á með tilraunum hvernig einkenni gætu erfst á milli kynslóða og setti fram kenninguna um erfðaefnið. Mendel fæddist 22. júlí árið 1822 í Heinzendorf í Moravíu, sem nú heitir Tékkland. Þetta svæði var þá hluti af austurrís...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á því að vera kiðfættur og hjólbeinóttur?

Í stuttu máli má segja að annað sé að hafa göngulag sem líkist göngulagi kiðlings og hitt að ganga eins og kúreki. Sá sem er kiðfættur eða refbeinóttur gengur með hnén þéttar saman en ökklana, ökklarnir vísa út miðað við hnén. Það að vera hjólbeinóttur, hjólfættur eða kringilklofa er öfugt við það að vera kiðfæ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju kemur skugginn?

Spurningunni Af hverju er myrkur? hefur þegar verið svarað hér á Vísindavefnum. Í því svari er útskýrt að myrkur er ekkert annað en skortur á ljósi. Þegar við lýsum á litla styttu sem stendur fyrir framan vegg finnst okkur eins og hún varpi skugga á vegginn. Í rauninni hefur veggurinn verið lýstur upp en minna ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið „kerlingareldur“?

Orðið kerlingareldur er annað heiti á físisvepp. Þegar físisveppur er ungur er hann hvítur og mjúkur og kallaður merarostur, sjaldnar merareldur. Ekki hefur hann fengið nafn af ásókn mera í hann því að hross sniðganga hann í túni. Með aldrinum dökknar físisveppurinn og þornar og sé komið við hann dreifist frá ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er ilmbjörk auðveld til ræktunar á melum landsins?

Svarið við spurningunni er já. Hins vegar er birki í eðli sínu nokkuð þurftafrek tegund hvað varðar næringarefni í jarðvegi ef hún á að ná sæmilegum vexti og melar eru yfirleitt mjög rýrir. Það er því líklegt að birki verði bæði seinvaxið og smávaxið á melum ef ekkert annað kemur til. Nauðsynlegt er því að nota á...

category-iconFélagsvísindi

Er munur á alþjóðafyrirtæki og fjölþjóðafyrirtæki?

Þessi orð eru notuð jöfnum höndum og vart hægt að segja að munur sé á merkingu þeirra eða að annað sé réttara en hitt. Reyndar er merking beggja orðanna nokkuð loðin; það er ekki ljóst hvenær fyrirtæki telst alþjóða- eða fjölþjóðafyrirtæki og hvenær ekki. Er til dæmis nóg að fyrirtækið eigi viðskipti við aðila ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fara húsflugur að því að lifa veturinn af?

Húsflugur lifa sem lirfur innandyra yfir veturinn, undir gólflistum, í sprungum og á milli gólffjala. Lirfur geta líka lifað inni í skápum og annars staðar þar sem þær ná í fæðu, til dæmis brauðmylsnu eða annað sem fellur til við venjuleg heimilisstörf. Einnig lifa lirfurnar í útihúsum þar sem hlýtt er yfir vetur...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er Ísland stórt (að flatarmáli)?

Ísland er 103.000 km2 (ferkílómetrar) að flatarmáli. Hægt er að sjá stærðir einstakra hluta landsins, sem og annarra landa og heimsálfa, með því að smella á efnisorðin neðst í svarinu. Mynd: norden. (Sótt 4.3.2003). Annað kort af Íslandi er að finna hér: Detailed Road Map of Iceland. (Skoðað 25.03.2015)...

category-iconHugvísindi

Ég var að grúska í gamalli símaskrá frá 1941 og þar er mikið talað um símnefni, hvað er það?

Símnefni var stytt nafn eða sérstök nafnmynd fyrirtækis notuð til sparnaðar í símskeytum. Greiða þurfti fyrir hvert orð og kom sér þá vel að geta notað styttinguna. Í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er til dæmis þetta dæmi úr tímaritinu Ægi frá 1914:Símnefni Jakobs Gunnlögssonar í Khöfn er: Starfsemi, Köbenhavn. ...

category-iconSálfræði

Eru tölvuleikir vanabindandi?

Fyrst þarf aðeins að líta á merkingu orðsins „vanabindandi“. Það er yfirleitt notað um tilteknar afleiðingar sem fylgja neyslu sumra efna, til dæmis tóbaks, áfengis, heróíns og jafnvel koffíns. Efnin vekja lífeðlisfræðileg viðbrögð sem notandi efnisins sækir í og myndar þol við, þannig að smátt og smátt þarf hann ...

category-iconHeimspeki

Er veröldin bara hugsanir okkar og erum við bara hugsanir hvers annars?

Seinni spurningunni, hvort við séum bara hugsanir eða hugarfóstur hvert annars, er auðsvarað þar sem hún felur í sér mótsögn ef hún er tekin bókstaflega. Ef ég er hugarfóstur þitt getur þú ekki samtímis verið hugarfóstur mitt. Hugarfóstur getur ekki haft hugsanir sjálft. Að minnsta kosti annað okkar hlýtur því að ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er geðveiki?

Þegar talað er um geðveiki er oftast átt við geðklofa og geðhvarfasýki. Einkenni geðveiki eru alvarlegar andlegar truflanir, svo sem ranghugmyndir eða ofskynjanir og skert raunveruleikaskyn. Þetta er nær alltaf svo alvarlegt að hinn sjúki getur ekki lifað eðlilegu lífi og þarf því að dveljast á geðdeild í mislanga...

Fleiri niðurstöður