Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9412 svör fundust
Af hverju heyrist garnagaul?
Stuttlega er fjallað um garnagaul í svari Jónasar Magnússonar við spurningunni Hvers vegna heyrast stundum hljóð úr innyflum manna, til dæmis þegar fólk er svangt? Þar kemur fram að þegar garnirnar dragast saman, hreyfist loft sem er í þeim til og við það getur framkallast hljóð sem við köllum garnagaul. Á ens...
Hvað þýðir orðið nörd?
Merking orðsins nörd (eða njörður/nörður) er nokkuð á reiki. Stundum hefur það verið notað í niðrandi merkingu um hallærislegt fólk sem kýs tæki og tól umfram mannleg samskipti. 'Nördar' eiga því ýmislegt sameiginlegt með bæði 'lúðum' og 'proffum', en þykja oft gáfaðri en lúðarnir og ef til vill hallærislegri en p...
Hver fann upp golf?
Margir halda að golf hafi verið fundið upp í Skotlandi. Ástæðu þess má rekja aftur til ársins 1457, en þá sendi skoska þingið frá sér ályktun þess efnis að banna ætti bæði fótbolta og golf (futbawe and ye golf) sökum þess að slíkar íþróttir væru til einskis nýtar. Nú eru menn farnir að efast um að ofangreind þi...
Af hverju vantar nefið á sfinxinn?
Egypski sfinxinn er forn goðsagnavera sem hefur líkama ljóns og mannshaus. Langþekktust er stóra sfinx-styttan sem enn stendur í Giza í Egyptalandi. Styttan er ein stærsta steinstytta í heimi; hún er 57 metra löng, 6 metra breið og 20 metra há. Hausinn er sagður vera gerður eftir mynd egypska faraósins Khaf-Ra. Pí...
Hvaða plöntur eru tvíkímblöðungar?
Tvíkímblöðungar tilheyra fylkingu dulfrævinga (Anthophyta) eða blómstrandi plantna. Í klassískri flokkunarfræði plantna er dulfrævingum skipt í þrjá undirflokka: magnólíta (Magnoliids), einkímblöðunga (Monocotyledones) og tvíkímblöðunga (Eudicotyledones). Aðeins 3% dulfrævinga tilheyra magnólítum, en þeir eru ta...
Hvaðan er komin sú mýta að konungborið fólk sé með blátt blóð í æðum?
Eftir því sem næst verður komist á þessi vésögn rót að rekja til spænska aðalsins í lok miðalda. Elstu og að eigin dómi göfugustu ættirnar vildu aðskilja sig frá samlöndum sínum, hinum arabísku Márum og ekki síður gyðingum. Litarháttur þeirra fyrst nefndu var ljósari og bláæðarnar því meira áberandi en hjá hinum þ...
Hvar verpa uglur á Íslandi?
Aðeins ein uglutegund verpir reglulega hér á landi en það er branduglan (Asio flammeus). Tvær aðrar uglutegundir hafa þó einnig fundist hér; snæuglan (Bubo scandiacus) er hér tíður en óreglulegur gestur og verpir ekki að staðaldri og hreiður eyruglu (Asio otus) hefur fundist að minnsta kosti einu sinni, í skógrækt...
Hvað gerist ef sólin hverfur?
Fyrst er rétt að nefna það að sólin er alls ekki að fara að hverfa! Sólin brennir vetnisforða sínum á mjög löngum tíma, líklega á um 10 milljörðum ára. Sólin er þess vegna rétt miðaldra núna. Hægt er að lesa meira um þetta í stuttu svari Þorsteins Þorsteinssonar við spurningunni Ef sólin myndi hverfa skyndilega, h...
Hvað er heimurinn stór í metrum?
Um stærð heimsins hefur nokkrum sinnum verið fjallað á Vísindavefnum, til dæmis í svari við spurningunni: Hvar endar alheimurinn og hvað er hann stór? Þar kemur ýmislegt fram um stærð alheimsins. Meðal annars það að alheimurinn getur bæði verið endanlegur og endalaus. Af því leiðir að lítið er hægt að segja um ...
Hvað er langt þangað til ísinn á Norðurpólnum bráðnar?
Í næstum 30 ár hafa vísindamenn notað myndir frá gervitunglum til þess að fylgjast með ísbreiðunni á Norðurpólnum og hvernig hún breytist á milli árstíða og ára. Ísbreiðan er minnst á haustin eftir bráðnun sumarsins. Í september 2007 mældist hún minni en nokkurn tíma áður, 4,1 milljón km2 og sló þar með fyrra ...
Hvernig myndaðist Meðalfellsvatn í Kjós?
Stöðuvötn eru vatnsfylltar dældir sem ná niður fyrir grunnvatnsflöt eða myndast þar sem einhver þröskuldur girðir fyrir vatnsrennsli á yfirborði eða grunnvatnsrennsli. Jöklar hafa leikið stórt hlutverk við myndun stöðuvatna á Íslandi og má skipta jökulmynduðum vötnum í nokkra flokka. Nánar er fjallað um myndun stö...
Hver fann upp keiluíþróttina, hvenær var það og hvernig gerðist það?
Eins og við á um margar spurningar um uppruna fyrirbæra, eru skýr og klár svör ekki alveg á hreinu. Þetta geta menn til dæmis séð ef þeir lesa svar við spurningunni Hver fann upp fótboltann?. Þar kemur fram að hægt er að rekja sögu fótbolta eins og við þekkjum hann langt aftur, eftir ýmsum leiðum. Til dæmis til kí...
Eru lífrænar tölvur draumur eða veruleiki?
Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvernig við skiljum hugtakið tölva. Ef tölva er fyrirbæri sem tekur inn upplýsingar, vinnur úr þeim og bregst við þeim á einhvern hátt þá má líta á allar lífverur og jafnvel stakar frumur sem lífrænar tölvur. Vísindamenn hafa tengt hefðbundnar tölvur við skynfæri og heil...
Af hverju titrar rófan á köttum stundum?
Rófan á köttum titrar við ýmsar aðstæður eða tilefni. Til dæmis titrar hún stundum af sælu þegar kettir ganga til eiganda síns eða einhvers sem þeim þykir vænt um eða á meðan verið er að klappa þeim. Um leið fylgir oftast mal og augun eru hálfopin. Stundum titrar hún einnig af spenningi við að hitta eigandann. ...
Hvenær og hvernig verður heimsendir?
Vísindavefnum berast oft spurningar um heimsendi. Nýlega höfðu til að mynda margir áhyggjur af heimsendi sem ætti að verða árið 2012 vegna þess að þá tekur dagatal Maya enda. Ýmsar kenningar eru í gangi um hver konar heimsendir væri þá í vændum og í svari við spurningunni Verður heimsendir árið 2012? segir meðal a...