Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5294 svör fundust
Hvað eru til margar tegundir sela í heiminum?
Til eru tvær ættir sela, eiginlegir selir (Phocidae) og eyrnaselir (Otariidae). Eyrnaselir greinast í tvær undirættir, loðseli (Arctocephalinae) og sæljón (Otariinae). Af eiginlegum selum eru þekktar 19 tegundir, þar af er ein úttdauð, en 16 tegundir tilheyra eyrnaselum, þar af ein útdauð. Alls eru tegundir núlifa...
Hver var Thomas Kuhn og hvert var hans framlag til vísindanna?
Thomas Samuel Kuhn (1922–1996) var bandarískur vísindasagnfræðingur og vísindaheimspekingur, þekktastur fyrir bók sína Vísindabyltingar (e. The Structure of Scientific Revolutions) og hugtök á borð við viðmið (e. paradigm) og ósammælanleika (e. incommensurability). Kuhn stundaði nám í eðlisfræði við Harvardhásk...
Hver eru árslaun forseta Íslands og hvaða fríðindi fylgja starfinu?
Þegar þetta svar er skrifað, í júní 2016, eru mánaðarlaun forseta Íslands rétt rúmlega 2,3 milljónir kr. sem gera 27,6 milljónir í árslaun. Laun forseta Íslands voru síðast ákvörðuð með úrskurði kjararáðs 17. nóvember 2015. Þá hækkuðu þau afturvirkt um 9,3% og hækkunin gilti frá og með 1. mars 2015. Sú launahækkun...
Hvað eru nifteindastjörnur og hvernig uppgötvuðust þær?
Nifteindastjarna er leif af sprengistjörnu en þegar stjarna deyr og þeytir burt sínum ytri lögum getur leifin fallið í einn af þremur eftirfarandi flokkum: Leif Massi (sólmassar) Massi móðurstjörnu Hvítur dvergur 0,1 - 1,4 Msól innan við 8 Msól Nifteindastjarna 1,4 - 3 Msól 8 - 2...
Er sólkerfið TRAPPIST-1 einstakt eða halda vísindamenn að til séu fleiri svoleiðis kerfi?
Sólkerfið sem nefnt er TRAPPIST-1 er enn sem komið er einstakt. Það er í tæplega 40 ljósára fjarlægð frá Jörðu og sólstjarnan þar er lítil af stjörnu að vera, heldur stærri að þvermáli en Júpíter en rúmlega 80 sinnum meiri að massa. Stjarnan er köld dvergstjarna af litrófsflokki M. Árið 2016 tilkynntu stjörnufr...
Hvaða aðferðir þekktust fyrr á öldum til að koma í veg fyrir þungun?
Löngu áður en núverandi hormónagetnaðarvarnir komu til sögunnar reyndi fólk að koma í veg fyrir barneign með ýmsu móti. Notaðar voru rofnar samfarir og ýmsar útgáfur af sæðisdrepandi efnum sem komið var fyrir í leggöngum konunnar. Einnig voru smokkar, hettur, lykkjur og ýmislegt fleira notað til getnaðarvarna. ...
Hverjar voru meginástæður vesturferðanna?
Vesturferðir Íslendinga voru mestar á tímabilinu 1870-1914 þegar um 15.000 manns settust að í Norður-Ameríku. Þær voru hluti af stórfelldum þjóðflutningum sem áttu sér stað frá Evrópu til Ameríku en talið er að um 52 milljónir hafi flust yfir hafið frá 1846 til 1914. Ástæður vesturferða Evrópumanna voru margar, sv...
Hver var Mary Wollstonecraft og hvernig barðist hún fyrir réttindum kvenna?
Enski heimspekingurinn og rithöfundurinn Mary Wollstonecraft var uppi á seinni hluta 18. aldar. Hún aðhylltist upplýsingarhugsjónina um mátt skynseminnar, var lýðræðissinni og barðist fyrir jöfnum réttindum öllum til handa, konum þar meðtöldum. Wollstonecraft fæddist í London 27. apríl 1759, önnur í röð sjö systki...
Er salt krydd?
Til þess að geta svarað þessari spurningu er nauðsynlegt að fara yfir það hvað salt er og hvað er krydd. Salt Saltið sem við notum í matinn okkar er steinefni, natrínklóríð NaCl, og hefur verið notað við matargerð allt síðan á steinöld. Samkvæmt Íslenskri orðabók er salt "efni (natrínklóríð) með sérkennilegt ...
Af hverju verða svona margir jarðskjálftar við Grímsey?
Í svari Steinunnar S. Jakobsdóttur við spurningunni Hvað veldur jarðskjálftum? kemur fram að ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, eins og til dæmis á Suðurlands- og Tjörnesbrotabeltunum, ýtast hvor frá öðrum, þan...
Hefur myndast lítið kvikuhólf fyrir ofan gamla kvikuhólfið í Heklu?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Síðan 1970 hefur Hekla gosið á 10 ára fresti og hafa gosin verið lítil miðað við fyrri gos. Ég tel mig hafa lesið einhvers staðar að það gæti hafa myndast lítið kvikuhólf fyrir ofan gamla kvikuhólfið í Heklu. Ef þetta er rétt, hversu miklar líkur eru á því að gosið gæti úr g...
Er hægt að klóna látin gæludýr hjá einhverjum stofnunum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Eru til stofnanir sem klóna látin heimilisdýr? Svarið við þessari spurningu fer dálítið eftir því hverrar tegundar gæludýrið er. Í raun er afar einfalt að klóna klófroska og kindur, hundar og kettir eru viðráðanlegir en ómögulegt er að klóna skjaldbökur og ranabjöllur. ...
Af hverju vildu dönsk yfirvöld veita Íslendingum fullveldi?
Stutta svarið hljómar svona: Danir höfðu blátt áfram engan áhuga lengur á því að ráða yfir Íslandi. Árið 1848 var einveldi afnumið í Danmörku og frá því að þingræði var innleitt árið 1901 höfðu frjálslyndir stjórnmálamenn setið að völdum, menn sem höfðu samúð með sjálfstæðiskröfum Íslendinga. Það getur aldrei þjón...
Hver er besta leiðin til að fá „six pack“?
Margir lesendur Vísindavefsins hafa spurt um kviðvöðvann, sem oft er vísað til með ensku orðunum „six pack“ en kallast á íslensku kviðbeinn. Hér er öllum þessum spurningum svarað lið fyrir lið. Félagi minn er ekki með six pack, hann er með eight pack. Er það eðlilegt? Já, það er eðlilegt. Enska orðið „six pa...
Hvaða dýrategundir lifðu á Íslandi fyrir landnám?
Ekki er vitað fyrir víst hvaða dýr voru hér við landnám, fyrir rúmum 1.000 árum, en sennilega er dýralífið að sumu leyti áþekkt því sem það er í dag, þó dreifing og fjöldi einstaklinga þessara dýrategunda hafi breyst með landnámi manna. Gróðurfar hefur breyst mikið frá landnámi og fræg er lýsing Ara fróða í Ís...