Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvernig getur það staðist að nú sé magn aflandskróna að aukast?
Það er ekki beinlínis svo að magn aflandskróna hafi verið að aukast. Sé litið á það hver þróunin hefur verið, hefur aflandskrónum fækkað undanfarin ár eins og sagt er frá í nýbirtu riti Seðlabanka Íslands, Fjármálastöðugleika, á blaðsíðu 59 og þar á eftir. Þar kemur fram að þessar krónueignir hafi minnkað um 145 m...
Hvað þýðir orðið 'svífast' sem notað er í samhenginu 'að svífast einskis' og hvaðan kemur það?
Sögnin að svífast er notuð í merkingunni 'hlífast við, hlífa, halda sig frá einhverju, skirrast við'. Hún er einkum notuð með neitandi orði, ekki, einskis, ei, og merkir þá að 'skirrast ekki við neitt', viðkomandi beitir öllum brögðum til að ná sínu fram. Sumir svífast einskis og skemma jafnvel eigur annarra. ...
Er starinn í húsinu mínu byrjaður að verpa?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Er starinn byrjaður að verpa? Í dag er 15. apríl og það er mikið að gerast í hreiðurgerð í húsinu mínu. Við viljum gjarnan losa okkur við hreiðrin áður en það koma egg/ungar í þau - er það of seint? Varptími starans (Sturnus vulgaris) er frá seinni hluta apríl og fram eft...
Af hverju er þróunarkenningin til?
Segja má að þróunarkenningin sé til vegna þess að sett hafi verið fram tilgáta um þróun lífsins. Þegar vísindamenn rannsaka ákveðna hluti setja þeir fram tilgátu, því næst þarf að framkvæma tilraunir eða athuganir sem annaðhvort hrekja tilgátuna eða staðfesta hana. Ef tilgátan stenst athuganir nær hún að endingu þ...
Er einhver munur á réttindum kvenna á Íslandi og í Bandaríkjum?
Það er að vissu leyti flókið að bera saman réttindi kvenna á Íslandi og í Bandaríkjunum, einkum vegna þess að Bandaríkin eru sambandsríki þar sem fjöldi sjálfstæðra ríkja setur lög á sínu yfirráðasvæði. Það hefur í för með sér að konur (og aðrir hópar) njóta ólíkra réttinda eftir því hvar þær eru búsettar. Á Íslan...
Hvað er "landfræðileg alin"?
Menn hafa notað einhvers konar lengdareiningar frá alda öðli. Elstu einingarnar miðast nær allar við við mannslíkamann: Þumlungur eða tomma, spönn, fet, alin, stika, faðmur og svo framvegis. Og við veljum okkur einingu eftir því hvað við ætlum að mæla. Þess vegna tilgreinum við, jafnvel enn þann dag í dag, lengd á...
Getur komið jarpt afkvæmi undan brúnni meri og rauðum hesti?
Í mjög stuttu máli er svarið við þessari spurningu já: Það getur komið jarpt afkvæmi undan brúnu og rauðu. En skoðum málið aðeins nánar til að skilja hvers vegna. Aðallitir í hrossum og jafnframt þeir algengustu eru brúnn, jarpur og rauður. Tvö aðalefni ráða litnum, annað svart en hitt rautt eða rauðgult. ...
Hverjir fundu upp handboltann?
Með góðum vilja er hægt að rekja sögu handboltans aftur í gráa forneskju. Þar er að finna ýmsa knattleiki sem kalla mætti fyrirrennara hans. Þessir fornu leikir líkjast þó allt eins fótbolta og körfubolta, eins og handbolta. Heimildir um knattleiki er að finna hjá Fornegyptum, í Ódysseifskviðu Hómers og í skrif...
Hver var Niccolò Machiavelli?
Niccolò Machiavelli er talinn vera einn helsti hugsuður endurreisnarinnar á Ítalíu. Hann fæddist í Flórens árið 1469 á þeim tíma sem borgin var að festa sig í sessi sem miðstöð menningar og viðskipta á Ítalíu. Hann starfaði sem embættismaður en þótti einnig ljómandi gott skáld og eru sum verka hans talin vera með ...
Hversu þungar geta stærstu löngur við Ísland orðið?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hversu þungar geta stærstu löngur við Ísland orðið? Þær upplýsingar sem ég hef fundið eru hlægilega rangar. Langa (Molva molva) er af þorskaætt (Gadidae) líkt og margir af okkar helstu nytjafiskum, svo sem þorskur, ufsi, ýsa og kolmunni. Hún hefur löngum verið álitin einhvers ...
Hvernig verða hellar til?
Flestir náttúrlegir hellar heimsins hafa orðið til við það að roföfl af ýmsu tagi grófu holrúm í berg sem áður hafði myndast. Undantekningar eru hraunhellar á eldfjallasvæðum, til dæmis á Íslandi og Hawaii, sem verða til samtímis berginu sem þeir eru hluti af. Kalksteinshellar Lang-algengastir og frægastir eru...
Hvers vegna var fallöxin fundin upp?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvers vegna var fallöxin fundin upp, af hverju var hætt að nota hana og hver var fyrstur drepinn með henni? Fallöxi er aftökutæki sem samanstendur af háum ramma og þungu axarblaði, sem hengt er upp á rammann. Við aftöku er sakamaður festur í rammann þannig að háls h...
Hver var Alfred Kinsey og hvert var hans framlag til fræðanna?
Alfred C. Kinsey (1894-1956) var líffræðingur sem er þekktastur fyrir áhrif rannsókna sinna á þróun kynfræða og á viðhorf almennings til kynlífs og kynhegðunar. Hann útskrifaðist með BS-próf frá Bowdoin College í Maine í Bandaríkjunum og tók síðan doktorspróf í líffræði frá Harvard-háskóla árið 1920. Hann var alla...
Er hægt að færa rök fyrir því að rökræður séu tilgangslausar?
Stutta svarið er, já, svo sannarlega. Það er auðvelt að færa gild rök fyrir staðhæfingum sem eru augljóslega ósannar. Tökum einfalt dæmi:1. Ef Salka Valka er á lífi þá er hún í felum.2. Salka Valka er á lífi.3. Salka Valka er í felum. Í þessari rökfærslu eru forsendurnar 1 og 2 og niðurstaðan 3. Rökfærslur eru ...
Er stærðfræði tungumál?
Löngu fyrir núverandi tímatal höfðu ýmsar þjóðir þróað stærðfræðileg hugtök og tjáð sig um þau. Varðveist hafa textar í rituðu máli um stærðfræðilegt efni frá fornum menningarsamfélögum, oft auknir teikningum. Nefna má Rhind-papýrusinn (um 1650 f.Kr.) frá Egyptalandi þar sem sjá má texta og teikningar af þríhyrnin...