Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað geta górillur orðið gamlar og hver er meðalaldur þeirra?
Fjölmargir þættir í líffræði górilluapa (Gorilla gorilla) eru lítt kunnir vísindamönnum, þrátt fyrir að þessi apar séu nánir ættingjar manna. Górilluapar eru bæði afar sjaldgæfir, til að mynda fjallagórillur (Gorilla beringei beringei), og lifa á afar ógreiðfærum svæðum í miðhluta Afríku, aðallega í Kongó (áður Za...
Af hverju renna á mann tvær grímur?
Orðtakið tvær grímur renna á einhvern ‛einhver er á báðum áttum, einhver efast um eitthvað’ þekktist þegar í fornu máli og kemur fram í vísu sem Grettir Ásmundarson á að hafa kveðið. Uppruninn er ekki ljós en Halldór Halldórsson nefnir þrjár skýringar í doktorsritgerð sinni Íslenzk orðtök (1954:205-207). Ein...
Hvaða merkingu hefur og hvaðan kemur „gjugg í borg“?
Orðið gjugg í sambandinu gjugg í borg er eins konar kallorð í leikjum og hefur þá sömu merkingu og klukk. Sögnin að gjugga er einnig notuð í leikjum í sömu merkingu og klukka, það er klappað er á þann sem hefur „náðst“ og sagt gjugg eða klukk. Hvaðan gjugg er komið er erfitt að segja. Elsta heimild mér tiltæk um g...
Hvernig verka hljóðnemar?
Hljóðnemar breyta hljóðbylgjum í rafbylgjur. Fremst á hljóðnemum er himna, ýmist úr plasti, pappír eða áli. Þegar hljóðbylgjur skella á himnunni titrar hún og myndar þannig rafbylgjur. Hljóðhimnan er staðsett fremst í hljóðnemanum eins og sést á skýringamyndinni hér fyrir neðan: Hljóðhimnan er staðsett fremst...
Af hverju kann ég ekki að fljúga?
Löngu áður en flugvélar voru fundnar upp dreymdi menn um að geta flogið um loftin blá eins og fuglarnir. Hins vegar erum við mennirnir, rétt eins og mikill meirihluti allra dýra í dýraríkinu, ekki gerðir til þess að fljúga, að minnsta kosti ekki án hjálpartækja. Menn þarfnast hjálpartækja til að geta flogið. Þo...
Hvaðan kemur orðið kölski inn í íslenska tungu?
Orðið kölski þekkist í málinu frá því á 17. öld sem annað orð yfir fjandann en einnig um gamlan og ósvífinn karl. Bjarni Vilhjálmsson fyrrum þjóðskjalavörður skrifaði grein um orðið í afmælisrit Halldórs Halldórssonar og benti á tengsl þess við lýsingarorðið kölskulegur 'ákafur; ósanngjarn', atviksorðið kölsku...
Er einhver þjóðtrú tengd spóanum?
Í íslenskri þjóðtrú má víða rekast á spóann, nær eingöngu þó sem veðurvita. Er hann gjarnan talinn allra fugla vitrastur og því gott að treysta orðum hans. Þegar spóinn hringvellir boðar hann að allar vetrarhörkur séu á enda, er mál hinna gömlu og vitru. Eða eins og kemur fram í vísunni um hann og tvo aðra spá...
Af hverju er orðið refskák dregið?
Refskák er sérstakt tafl sem tveir tefla. Góð lýsing er á leikreglum í bókinni Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur sem Jón Árnason og Ólafur Davíðsson söfnuðu til á 19. öld. Refskák er lýst í öðrum hluta verksins á blaðsíðu 298-299. Yfirleitt áttu menn ekki sérstakt taflborð heldur krítuðu á fjöl eð...
Hvernig fer rjúpan að því að rembast við staurinn?
Orðasambandið rembast eins og rjúpa við staurinn þekkist að minnsta kosti frá því snemma á 19. öld. Í Safni af íslenskum orðskviðum sem Guðmundur Jónsson gaf út 1830 er gefið upp sambandið: „Hann rembist í kút og kvartil (eins og rjúpan við staurinn).“ „ … eins og rjúpan við staurinn“ er reyndar viðbót í sviga en...
Er til íslenskt heiti yfir dýrið „Slow loris“?
Letilórur eða Slow loris á ensku eru nokkrar tegundir frumstæðra prímata af ættkvíslinni Nycticebus. Þær finnast aðallega í þéttum frumskógum í suðausturhluta Asíu, frá Norðaustur-Indlandi til Yunnan-héraðs í Kína auk eyja Indónesíu og Filippseyja. Letilórur bera ýmis einkenni fyrstu prímatanna sem komu fram á...
Hvert er stærsta og minnsta liðdýr í heimi?
Stærsta núlifandi liðdýr (Arthropoda) jarðar er japanski köngulóarkrabbinn (Macrocheira kaempferi). Karldýrin eru nokkuð stærri en kvendýrin, þau stærstu mælast allt að 380 cm, frá einni kló til annarrar, lengd bakskjaldarins getur orðið allt að 40 cm og þyngdin allt að 19 kg. Japanski köngulóarkrabbinn (Macroc...
Hvers vegna heitir flóamarkaður þessu nafni?
Orðið flóamarkaður er myndað af orðunum fló ‘sníkjudýr’ og markaður. Á flóamarkaði ægir saman alls kyns varningi, mjög oft hrúgum af gömlum fötum, sem flær hafa oft komið sér fyrir í. Á ensku heitir svona markaður flea market, á þýsku Flohmarkt, á dönsku loppemarked þar sem fyrri hlutinn í öllum þremur orðunum er ...
Nýjar fréttir af Stjörnu-Odda
Stjarnvísindafélag Íslands og fleiri félög halda fund þann 27. jan. 2020 kl. 16:45. Fundurinn fer fram í Háskóla Íslands, VR2, stofu 158 og þar mun Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus í eðlisfræði og vísindasögu, halda erindi um Stjörnu-Odda. Í erindinu verður sagt frá nýjustu rannsóknum Þorsteins og an...
Hvenær og hvernig myndaðist fjallið Þorbjörn við Grindavík?
Fjallið Þorbjörn norðan Grindavíkur er úr móbergi að mestu, og er því myndað við gos undir jökli ísaldarinnar. Á jarðfræðikorti ÍSOR, sem aðgengilegt er á vefnum (Jarðfræðikort ÍSOR), stendur „Móberg frá eldri jökulskeiðum Bruhnes", en Bruhnes-segulskeiðið hófst fyrir um það bil 780 þúsund árum og stendur enn....
Hver er munurinn á slöngu og röri?
Við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé ekki að velta fyrir sér lífverunni slöngu heldur hlutnum og muninum á honum og röri. Í Íslenskri nútímamálsorðabók er rör sagt vera „langt, mjótt og sívalt stykki, holt að innan“ en slanga útskýrð sem „gúmmí- eða plaströr til að leiða vökva eða loft“. Þess má geta að orðið pípa ...