Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2871 svör fundust

category-iconHagfræði

Í hverju felst munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum á lánum?

Munurinn á milli verðtryggðra og óverðtryggðra vaxta á lánum endurspeglar undir eðlilegum kringumstæðum ýmsa þætti en þar vega væntingar um verðbólgu mestu. Söguleg verðbólga skiptir almennt ekki máli nema að því marki sem hún mótar væntingar um verðbólgu í framtíð. Ýmsar aðrar væntingar skipta líka máli, sérstakl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða spendýr er með minnstu augun?

Flest spendýr nota sjón tiltölulega mikið í daglegu lífi og stærðarmunur á augum er yfirleitt furðulítill milli tegunda. Sumar tegundir, sem eru eingöngu á ferli á nóttunni, eru með afarstór augu og treysta mikið á sjón sína þótt dimmt sé. Dæmi um þetta eru sumir lemúrar og aðrir hálfapar. Þá eru til næturdýr með ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna er ekki hægt að búa til lífveru úr súpu lífrænna efna eins og talið er hafa gerst við upphaf lífsins?

Jafnvel á frumjörð hafa aðstæður getað verið nokkuð fjölbreytilegar og enginn veit með vissu hvernig þær voru þar sem líf kviknaði. Líklegt er að það hafi kviknað þar sem lífrænar sameindir gátu myndast eða safnast fyrir og lítið sem ekkert var um súrefni. En það hefur þurft mörg skref og líklega langan tíma til þ...

category-iconUnga fólkið svarar

Af hverju fær maður hiksta?

Líkaminn inniheldur svokallaða öndunarboða sem senda manni boð þegar við eigum að anda. Stundum senda þau aukaboð og öndunin ruglast. Þá fær maður ef til vill hiksta. Vanalega kemur hiksti eftir að fólk hefur borðað mikinn mat og sérstaklega þegar maturinn er mjög kryddaður eða þegar fólk drekkur mikinn vökv...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er pamfíll?

Upphafleg spurning var á þessa leið: Hvað er pamfíll? Oft er sagt: „Þú ert lukkunnar pamfíll.” Við hvað er verið að líkja manni? Orðið pamfíll er þekkt í íslensku máli frá því á 18. öld. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, aðstoðarmanns Árna Magnússonar handritasaf...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað gerist þegar hlutur nær tvöföldum eða þreföldum hljóðhraða?

Svarið er í stuttu máli: Ekkert sérstakt! Hér á Vísindavefnum hefur áður verið svarað spurningunni Hvað gerist þegar þotur rjúfa hljóðmúrinn? Ágætt er að lesa það svar á undan þessu. Þar kemur fram að flugvél eða aðrir hlutir verða fyrir snörpum hvirfilstraumum og höggum þegar þeir komast á hljóðhraða en ef...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Verður jörðin einhver tímann útdauð?

Svarið er já; jörðin á eftir að eyðast endanlega þegar sólin þenst út og gleypir hana. Þetta gerist þó ekki í bráð heldur er talið að það verði eftir um það bil 8 milljarða ára. Það er gríðarlega langur tími, lengri en aldur jarðarinnar núna (4,6 milljarðar ára), og miklu lengri en svo að við getum skilið það alme...

category-iconLandafræði

Hvað eru margar eyjar og sker á Íslandi?

Þetta er spurning af því tagi sem er ekki hægt að svara með ákveðinni tölu. Í frekar hátíðlegu máli segjum við að ástæðan sé sú að hugtökin 'eyja' og 'sker' séu ekki nægilega vel skilgreind eða afmörkuð. Með öðrum orðum getur verið ómögulegt að segja til um hvort tiltekið fyrirbæri sé eyja eða sker eða hvorugt. Þe...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig varð Ísland til?

Ísland hefur hlaðist upp við síendurtekin eldgos á nokkrum tugmilljónum ára. Undir Íslandi er svokallaður heitur reitur, en það eru staðir á jörðinni sem einkennast af mikilli eldvirkni og rísa hátt yfir umhverfið. Þannig er heitur reitur líka undir Hawaii-eyjum svo dæmi sé tekið. Ísland byrjaði að myndast fyr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Bíta mörgæsir?

Eins og flest önnur villt dýr geta mörgæsir bitið frá sér við ákveðnar kringumstæður. Þó mörgæsir séu tannlausar geta þær skilið eftir sig merki. Mörgæsir verja hreiður sín fyrir óboðnum gestum með því að bíta frá sér og slá með vængjunum. Á fengitíma eiga karldýrin það líka til að bíta hvert annað. Vísindame...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er talað um að hafa ekki grænan?

'Að hafa ekki grænan' er stytting á orðtakinu 'að hafa ekki grænan grun'. Merking þess er að hafa ekki hugmynd um eitthvað, að standa algjörlega á gati. Hér er enn ósvarað af hverju grunurinn er grænn. Guðrún Kvaran segir í svari sínu við spurningunni Hvaðan kemur græni liturinn í "einum grænum hvelli"? að græ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir að kaga, samanber orðið Kögunarhóll?

Orðið kaga merkir 'skyggnast um, horfa yfir'. Kögunarhóll er þess vegna hóll sem gott að fara upp á til að skyggnast um. Í Íslenskri orðsifjabók er sagt að uppruni orðsins sé óljós. Hugsanlega er það skylt sögninni kóka sem merkir samkvæmt sömu bók 'gægjast, rísa og litast um, voka yfir, standa rétt upp úr vatn...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er frævun?

Í stuttu máli má segja að frævun sé flutningur frjókorna frá frjóhnappi til frænis. Frjókorn eru afar smá eða á stærð við rykkorn. Hlutverk þeirra er það sama og hjá sáðfrumum dýra. Frjókornin þroskast inni í frjóhirslum í frjóhnöppum frævlanna, en segja má á frævlar séu karllegi hluti blómplöntunnar. Þeg...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru svín bleik?

Svín eru hvít að lit en vegna æðanets undir skinninu kemur fram bleikur litur á húð. Þetta líkist mjög húðlit Norður-Evrópubúa. Líkt og með húð okkar sem telst vera hvít eða öllu heldur hvítbleik þá eru hvít svín afar viðkvæm fyrir sólargeislum og baða sig því í drullu húðinni til verndar. Slíkt drullubað heldur l...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér hvað orðið Gemlufall þýðir?

Bærinn Gemlufall er í Mýrahreppi í V-Ísafjarðarsýslu norðan Dýrafjarðar. Gemla er hæsti hnjúkurinn á fjallinu ofan við bæinn (724 m). Orðið gemla gat merkt ,veturgömul ær' og síðar ,gamalær' eða ‚gömul tönn‘. Merking bæjarnafnsins gæti því verið ‚ærfall‘, að þar hafi gemla fallið, svo líklegt sem það kann að þykja...

Fleiri niðurstöður