Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Er gott fyrir blóm og plöntur að fá sykur í moldina?

Undirrituð hefur aldrei heyrt um það að sykur sé góður fyrir pottaplöntur. Aftur á móti er gott að vökva þær með köldu kartöflusoði en í því er að finna ýmis næringarefni sem plöntur þurfa á að halda. Sykur er hins vegar góður fyrir afskorin blóm og í blómaáburði sem oft fylgir afskornum blómum er mikill ...

category-iconLífvísindi: almennt

Myndast árhringir í trjám sem vaxa nærri miðbaug?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna myndast ekki árhringir í trjám sem vaxa nálægt miðbaugi jarðar þar sem veðufar er stöðugt og vaxtarskilyrði nánast hin sömu allt árið? Á öllum landsvæðum heimsins þar sem árstíðarbundnar sveiflur eru í veðurfari (sumar - vetur) mynda trén árlega hringi í viðarvext...

category-iconLæknisfræði

Hvað er blóðtappi?

Blóðtappi er blóð sem storknað hefur í æð og getur stíflað hana. Þá fær vefjasvæðið sem æðin sér um að veita blóði til ekki nægilegt súrefni og deyr. Ef þetta gerist í kransæð er talað um kransæðastíflu eða hjartaáfall og afleiðingin er hjartadrep. Gerist þetta aftur á móti í heilanum er talað um heilaáfall eða he...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig virka forritunarmál til dæmis C++?

Örgjörvar tölva ráða aðeins við að framkvæma mjög einfaldar og frumstæðar skipanir, svokallaðar vélarmálsskipanir. Með þeim er hægt að bera saman tölur sem eru í minni tölvunnar, leggja þær saman og gera aðra einfalda útreikninga á þeim. Það er mjög erfitt að forrita í vélarmáli, bæði vegna þess að það er mjög fru...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða árgangur Íslendinga er stærstur?

Á vef Hagstofunnar má sjá að árið 2009 fæddust 5.026 lifandi börn á Íslandi og er það fjölmennasti árgangur Íslandssögunnar, að minnsta kosti til þessa. Næstflest fæddust árið 1960 eða 4.916. Nýfætt barn. Talsverðar sveiflur eru í barnsfæðingum en þeim hefur heldur fækkað undanfarin ár. Árin 2008-2010 fæddu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er POSIX?

POSIX (Portable Operating System Interface for UNIX) er staðall sem skilgreinir viðmót stýrikerfis gagnvart notendaforritum. Þessi staðall er um 15 ára gamall og var upphaflega ætlaður til þess að samræma viðmót þeirra mörgu stýrikerfa sem svipuðu til UNIX stýrikerfisins og voru í notkun á þeim tíma. Þetta voru st...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er stærsti gígurinn á Mars stór?

Stærsti gígur á reikistjörnunni Mars nefnist Hellas-dældin. Hann er um 2000 km í þvermál og rúmlega 7 km djúpur. Gígurinn er því næstum helmingur af stærð Bandaríkjanna! Mesta dýpi gígsins er líklega níu km undir meðalhæð yfirborðsins og hann er því lægsti staður Mars. Gígurinn liggur á suðurhveli reikistjörnu...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna er talað um grasekkjur og grasekkla þegar makinn er í burtu? Hvaðan koma þessi orð?

Orðin grasekkja, grasekkjumaður og grasekkill eru tekin að láni úr dönsku. Þau eru ekki gömul í málinu og eru elstu dæmi Orðabókar Háskólans frá fyrri hluta 20. aldar. Í orðabók Menningarsjóðs (1963, 1983), sem Árni Böðvarsson ritstýrði, eru þau merkt með spurningarmerki sem var til merkis um að þau væru óæsk...

category-iconHugvísindi

Reyktu víkingarnir sígarettur, vindla eða pípur?

Svarið er einfalt nei; það gerðu þeir ekki. Tóbakið er planta sem óx upphaflega aðeins í Ameríku. Það var því óþekkt í Evrópu þar til eftir landafundina miklu í lok 15. aldar og í byrjun þeirrar sextándu (Kólumbus „fann“ fyrstu eyjarnar við Ameríku árið 1492). Svona er þetta líka með margar aðrar vörur úr jurta...

category-iconHugvísindi

Hvaða ár fór fyrsta víkingaskipið á flot?

Í dag veit enginn hvenær fyrsta víkingaskipinu var siglt. Ýmsar heimildir eru til um siglingar víkinga. Frá þeim er meðal annars sagt í Íslendingasögum og öðrum norrænum miðaldaheimildum. Ein erlend heimild segir frá því að fyrsta víkingaferðin hafi verið árið 793 þegar norrænir sjóræningjar réðust á klaustrið...

category-iconHugvísindi

Af hverju er sagt að Leifur heppni hafi fundið Ameríku þegar Indíánar voru þar langt á undan?

Þetta er góð og umhugsunarverð spurning. Þegar menn segja að Leifur heppni eða Kristófer Kólumbus hafi „fundið“ Ameríku lýsir það í rauninni fyrst og fremst sjálfmiðjun Evrópumanna. Upphaflega var Ameríka tengd við Asíu með landbrú þar sem nú er Beringssund. Menn fóru um þessa brú frá Asíu til Ameríku fyrir tu...

category-iconHugvísindi

Af hverju var Eiríkur rauði kallaður þessu nafni?

Eiríkur Þorvaldsson var kallaður rauði af einfaldri ástæðu; hann var rauðhærður. Eiríkur rauði var uppi á síðari hluta tíundu aldar og um 980 sigldi hann til lands í norðvestur frá Íslandi, settist þar að og nefndi Grænland. Eiríkur átti þrjá syni með konu sinni Þjóðhildi, Leif, Þorvald og Þorstein. Leifur e...

category-iconHugvísindi

Hvaðan var Leifur heppni?

Leifur heppni var sonur Eiríks rauða sem er talinn einn af landnámsmönnum Íslands. Hann bjó á Eiríksstöðum í Haukadal í Dölum en hrökklaðist þaðan og var dæmdur í þrjú ár af landinu. Hann hóf landnám á Grænlandi árið 986. Leifur er yfirleitt talinn vera íslenskur en samkvæmt Grænlendinga sögu fór hann í landale...

category-iconHugvísindi

Hvernig voru föt víkinga?

Þar sem mun minna framboð var á efnum í fatnað á víkingatímanum notuðu víkingarnir það sem hendi var næst, aðallega ull. Konurnar ófu fatnaðinn úr ullinni og bjuggu til buxur og síðar skyrtur fyrir karlmennina en konurnar gengu í síðum kjólum. Auk þess gengu víkingarnir í leðurskóm og með skikkju. Þegar víkingarni...

category-iconHugvísindi

Hvað hefði gerst ef öndvegissúlurnar hefðu skolast til Grænlands?

Fyrst og fremst hefðu þrælar Ingólfs alls ekki fundið súlurnar á gönguferð sinni meðfram strönd Íslands til vesturs frá Ingólfshöfða. Þeir hefðu nefnilega hvorki getað látið sér detta í hug að sigla áfram vestur á bóginn til Grænlands né heldur hefðu þeir ráðið við það í beinu framhaldi af erfiðri ferð til Íslands...

Fleiri niðurstöður