Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8839 svör fundust
Hvað eru margar tegundir steinflugu á Íslandi? Hvar og hvenær finnast þær helst?
Steinflugur (Plecoptera) eru meðalstór skordýr. Þær eru með fjóra vængi og er aftara vængjaparið stærra. Steinflugur eru flatvaxnar með ferkantað höfuð og langa og þráðlaga fálmara. Alls eru þekktar um 1700 tegundir í heiminum en aðeins ein tegund hefur fundist hér á landi. Það er tegundin Capnia vidua. Hún...
Hvað gerist þegar hlutur nær tvöföldum eða þreföldum hljóðhraða?
Svarið er í stuttu máli: Ekkert sérstakt! Hér á Vísindavefnum hefur áður verið svarað spurningunni Hvað gerist þegar þotur rjúfa hljóðmúrinn? Ágætt er að lesa það svar á undan þessu. Þar kemur fram að flugvél eða aðrir hlutir verða fyrir snörpum hvirfilstraumum og höggum þegar þeir komast á hljóðhraða en ef...
Hvers vegna er sagt: "klukkan er eitt, tvö eða þrjú," alltaf í hvorugkyni, en ekki í kvenkyni úr því að klukkan er kvenkynsorð?
Skýringin á þessu er ekki ljós en gæti verið þessi: Orðasambandið hefur ef til vill mótast eftir dönsku: klokken er et en þar kemur hvorugkynsmyndin aðeins fram í tölunni et, en kyn sést ekki í to, tre og svo framvegis. Úrfelling gæti legið að baki í íslensku, til dæmis að orðið högg sé fellt brott. Klukkan sl...
Hvað voru margar heimsóknir, spurningar og svör á Vísindavefnum árið 2001?
Árið 2001 birtust á Vísindavefnum 772 svör en með þeim er svarað talsvert fleiri spurningum, líklega á bilinu 1000-1500. Alls voru sendar inn um 5400 spurningar. Nokkrum hluta þeirra var þegar búið að svara og aðrar voru endurtekningar á spurningum sem þegar voru komnar. Auk þess voru sumar utan við verksvið Vísin...
Hvenær og hvar er hámeri veidd? Hvaða veiðiaðferð er notuð?
Hámeri, Lamna nasus, hefur lengi verið veidd í Norður-Atlantshafi og Miðjarðarhafi af ýmsum þjóðum, þeirra á meðal Norðmönnum, Dönum, Færeyingum, Bretum, Frökkum og Spánverjum. Einnig hafa Japanir veitt hámeri í sunnanverðu Indlandshafi. Hámeri er mest veidd á flotlínu en einnig í flot- og botnvörpur, á han...
Hvað étur hnúfubakur?
Aðalfæða hnúfubaks (Megaptera novaeangliae) er ljósáta og ýmsir smáfiskar eins og síld og loðna. Hann er 12 til 19 metrar á lengd og 25 til 48 tonn. Hnúfubakur er skíðishvalur sem þýðir að í staðin fyrir tennur hefur hann nokkurs konar skíði í kjaftinum sem verka eins og sía þegar hann aflar sér fæðu. Hnúfubakur h...
Hvaða dýr hafa lengstu klærnar?
Að öllum líkindum hafa bjarndýr og letidýr lengstu klær sem þekktar eru meðal núlifandi dýra. Letidýr af ættkvíslinni Bradypus sem lifa á Amazon-svæðunum, eru með gríðarlega langar klær. Lengdin hefur mælst 8 - 12 cm hjá fullorðnum dýrum. Bjarndýr eru einnig með mjög langar klær eða allt að 7,5 cm. Klær af þeir...
Hvað er hvíthryðja?
Við höfum ekki fundið orðið hvíthryðja í orðabókum. Það kemur hins vegar fyrir í þýðingu á bíómynd eftir Ridley Scott sem heitir á ensku White Squall (1996) en íslenskt heiti hennar er Skólaskipið. Í íslenskum texta myndarinnar er orðið hvíthryðja haft um það sem enska heitið er dregið af en það er ógurleg alda...
Hvað éta ánamaðkar?
Til að svara þessari spurningu er nauðsynlegt að átta sig fyrst á líffæragerð ánamaðka (oligochaeta). Kjafturinn á ánamöðkum er staðsettur á framenda dýranna. Í munnholinu (e. buccal cavity) er líffæri sem þjónar svipuðum tilgangi og bragðlaukar okkar. Með þessu líffæri metur ánamaðkurinn hvort fæða sem hann rekst...
Hvað er eins karats demantur þungur?
Eins karats demantur er 200 milligrömm. Punktakerfi er einnig notað til að lýsa þyngd demanta en einn punktur jafngildir 0,01 karati. Þyngsti demantur sem hefur fundist var kallaður Cullinan. Hann fannst árið 1905 í Transvaal í Suður-Afríku og var 3.106 karöt eða rúm 600 grömm. Demanturinn var síðar skorinn nið...
Hver fann upp sápuna?
Það veit enginn nákvæmlega hver fann upp sápuna en samkvæmt heimildum á vefsetrinu Encyclopædia Britannica hefur sápa verið notuð í að minnsta kosti 2300 ár. Samkvæmt alfræðingnum Plíníusi eldra bjuggu Fönikíumenn til sápu úr geitartólgum og viðarösku um 600 fyrir Krist. Á miðöldum fór sápugerð aðallega fram í...
Hvernig mynduðust Kvosin og Tjörnin í miðbæ Reykjavíkur?
Kvosin er lægð, eins og Fossvogur og Kópavogur, sem ísaldarjöklar hafa sorfið niður í Reykjavíkurgrágrýtið en það liggur yfir öllu svæðinu frá Mosfellssveit suður fyrir Hafnarfjörð. Tjörnin er í þessari dæld og afmarkast af Vatnsmýri annars vegar og sjávarkambi (þar sem Alþingishúsið stendur) hins vegar. Í ís...
Hver er hin rétta skilgreining á síbrotamanni?
Hægt er að skilgreina hugtakið síbrotamaður með vísan til orðsins ítrekunartíðni en í það er yfirleitt lagður tvenns konar skilningur, annars vegar þeirra sem móta stefnu í refsivörslumálum og hins vegar þeirra sem sinna rannsóknum í afbrotafræði. Í mörgum samfélögum hafa stefnumótandi aðilar notað orðið „ítrek...
Hvernig hljóðar starfslýsing umboðsmanns Alþingis?
Um umboðsmann Alþingis fjalla lög nr. 85/1997, en 2. gr. þeirra laga hljóðar svo:Hlutverk umboðsmanns er að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga á þann hátt sem nánar greinir í lögum þessum og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins. Skal hann gæta þess að jafnræði ...
Hvað eru eðalsteinar?
Eðalsteinar eða gimsteinar eru skrautsteinar sem hafa næga hörku til þess að rispast ekki við daglega notkun. Skrautsteinar eru náttúrulegar steindir eða bergtegundir sem notaðar eru í skrautmuni. Harka steinda er gefin upp samkvæmt svonefndum Mohs-kvarða sem nær frá einum og upp í tíu. Mjúkar steindir, til dæ...