Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Stinga holugeitungar án ástæðu eða þarf maður að gera þeim eitthvað fyrst?

Holugeitungar (Paravespula vulgaris) stinga þegar þeim finnst sér ógnað. Sá sem verður fyrir stungu holugeitungs þarf ekki endilega að ógna honum á neinn hátt, frá sínum bæjardyrum séð, þótt geitungurinn meti aðstæður á annan hátt. Skilningur á kringumstæðum getur verið mjög misjafn eftir því hver á í hlut, hvort ...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju er mæðradagur til?

Hinn alþjóðlegi mæðradagur er upprunninn í Bandaríkjunum snemma á 20. öld. Bandarísk kona sem hét Anna M. Jarvis missti móður sína 9. maí árið 1905. Hún minntist hennar á næstu árum og skrifaði þúsundir bréfa til áhrifamanna í Bandaríkjunum árið 1908, þar sem hún hvatti til þess að annar sunnudagur í maí yrði helg...

category-iconHugvísindi

Hvað er rakhnífur Ockhams?

Rakhnífur Ockhams er vel þekkt regla innan vísinda. Hún er kennd við enska heimspekinginn William af Ockham (1285–1345). Í stuttu máli felst hún í því að velja alltaf einföldustu skýringuna þegar völ er á nokkrum hugsanlegum skýringum sem gera fyrirbærunum jafngóð skil. Með rakhnífnum eiga menn þá að skera burt fl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna rignir þegar kaldir og heitir loftmassar mætast?

Það rignir ekki alltaf þegar kaldir og heitir loftmassar mætast. Aftur á móti gerist það mjög oft á Íslandi. Ástæðan er sú að hlýir loftmassar sem berast til Íslands koma að sjálfsögðu af hafi og draga til sín raka á leiðinni til landsins. Þegar hlýr og rakur loftmassinn mætir kaldari loftmassa er hann þvingaður t...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að nota orðin „tveggja og þriggja“ eða „tvennra og þrennra“ þegar menn vinna til verðlauna?

Orðið verðlaun er eitt þeirra orða sem ekki eru notuð í eintölu. Með slíkum orðum eru notaðar svonefndar fleirfaldstölur. Þær eru einir, tvennir, þrennir, fernir. Einir er fleirfaldstala um eina einingu, tvennir um tvær einingar og svo framvegis. Sem dæmi mætti nefna: „Ég á eina skó“. Þá er átt við eitt par af...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er orðið kilja notað yfir bækur?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er orðið kilja notað yfir bækur? Hverjar eru rætur orðsins „kilja“? Kilja er stytting af orðinu pappírskilja sem fór að tíðkast í málinu á sjöunda áratug síðustu aldar. Elstu dæmi um pappírskilju á Tímarit.is eru úr ýmsum ritum frá 1968 og virðist orðið því vel þekkt...

category-iconVísindafréttir

Vísindavefur HÍ og RÚV stofna til samstarfs um vísindamann vikunnar

Vísindavefur HÍ og RÚV stofna í dag til samstarfs um vísindamann vikunnar. Næstu tvo mánuði verða vikuleg viðtöl við einn íslenskan vísindamann, rannsóknir hans og annað fróðlegt efni, á dagskrá á mánudögum í þættinum Samfélagið á Rás 1. Vísindafólkið er valið úr dagatali íslenskra vísindamanna sem Vísindaféla...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er átt við með landrekskenningunni og hver eru rökin fyrir henni?

Með „landrekskenningunni" er venjulega átt við þá kenningu sem þýski jarðeðlisfræðingurinn Alfred Wegener (1880-1930) setti fram í bókinni Myndun meginlanda og úthafa árið 1915. Annað afbrigði kenningarinnar kom fram 1964 og nefnist „botnskriðskenning" og loks þriðja afbrigðið 1968, „flekakenning". Meginmunurinn á...

category-iconHugvísindi

Hver fann Danmörku?

Þessari spurningu getur enginn svarað með því að nefna einhvern mann en engu að síður má læra margt af henni. Menn fóru nefnilega að búa á því svæði sem við köllum Danmörku löngu, löngu áður en sögur hófust, það er að segja löngu áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna getum við aldrei vitað svarið við s...

category-iconFöstudagssvar

Hvað tæki langan tíma að ganga til Plútós?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconMannfræði

Fyrir hvað eru Súmerar þekktir?

Fjögur þúsund og fimm hundruð árum fyrir upphaf tímatals okkar (fæðingu Krists) voru sprottin upp lítil þorp í suðurhluta Mesópótamíu þar sem nú heitir Írak. Á þeim tíma náði sjávarströndin miklu lengra inn í landið en nú. Stórfljótin Evrat og Tigris hafa á rúmlega sex þúsund árum borið fram fram óhemjumagn af...

category-iconSálfræði

Sýna þeir sem hafa verið misnotaðir kynferðislega í æsku einhver einkenni þess síðar í lífinu, til dæmis í kynlífi?

Rannsóknir á áhrifum kynferðisofbeldis á börn og afleiðingum þess síðar á ævinni, hafa hingað til einkum beinst að stúlkum og konum, sem beittar hafa verið slíku ofbeldi í bernsku. Ástæða þessa er væntanlega sú að stúlkubörn virðast oftar vera fórnarlömb kynferðisofbeldis en drengir. Svarið byggist því á rannsóknu...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Verður Leoníta-loftsteinaregnið sýnilegt frá Íslandi, 18. nóvember?

Svarið er tvímælalaust já, ef veður leyfir. Skömmu eftir miðnætti dagana 17. til 19. nóvember, þegar stjörnumerkið Ljónið er fyrir ofan sjóndeildarhringinn hér á landi, mun Leoníta-loftsteinaregnið, eða loftsteinadrífan, gera vart við sig. Talið er að regnið nái hámarki hjá okkur aðfaranótt 19. nóvember, milli klu...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvenær var lúpínan flutt til Íslands og hver var tilgangurinn?

Elstu heimildir um alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) hér á landi eru frá árinu 1885 en þá sáði Georg Schierbeck landlæknir til hennar í Reykjavík. Hann var helsti hvatamaður að stofnun Garðyrkjufélags Íslands og gerði tilraunir með ræktun fjölmargra erlendra plantna á því 11 ára skeiði sem hann bjó hér á landi. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er dýralíf í Danmörku?

Áður fyrr þöktu skógar um 80-90% af Danmörku og dýrafána landsins einkenndist þess vegna af skógardýrum. Nú er stundaður mjög umfangsmikill landbúnaður í landinu og hafa skógar verið ruddir auk þess sem 95-98% af upprunalegu votlendi hefur verið þurrkað upp á með tilheyrandi fækkun votlendisdýra, svo sem froskdýra...

Fleiri niðurstöður