Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9415 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Er hægt að mæla landrek út frá eldsumbrotum?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvernig fer landrek fram? Jarðvísindamaður staddur við Holuhraun fullyrti að hægt væri að mæla landrek út frá núverandi eldsumbrotum? Landrek skýrist af flekareki en samkvæmt flekakenningunni skiptist ysta skurn jarðarinnar, stinnhvolfið, í allmarga fleka sem eru á sífelldr...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað gæti orðið hlýtt á jörðinni í lok 21. aldar og hvaða áhrif hefði það á náttúruna?

Talið er að um næstu aldamót verði um 2 til 4°C hlýrra á jörðinni heldur en nú er ef allar þjóðir heims ná ekki að sameinast um að draga verulega úr bruna jarðefnaeldsneytis. Þá yrðu jöklar á Íslandi orðnir helmingi minni en þeir eru nú og jökulárnar hefðu tvöfaldast að vatnsmagni. Ef hlýnunin héldi síðan áfram me...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er alltaf hægt að leysa Rubik-kubb, sama hversu mikið búið er að rugla honum?

Rubik-kubbur er vinsælt leikfang sem ungverski uppfinningamaðurinn og arkitektinn Ernő Rubik bjó til árið 1974. Sígilda útgáfan af Rubik-kubbi samanstendur af 26 litlum teningum sem hafa mismunandi litaðar hliðar. Hægt er að snúa hverri hlið kubbsins og breyta þannig uppröðun litlu teninganna. Markmiðið með l...

category-iconHugvísindi

Hvernig var menntun í Róm til forna? Var það bara yfirstéttin og drengir sem fengu æskilega menntun?

Menntun Rómverja gat verið nokkuð mismunandi eftir stétt og samfélagsstöðu og tók auk þess breytingum í aldanna rás. Í fyrstu voru börn menntuð heima hjá sér en snemma var farið að fela sérstökum kennurum að mennta börnin. Á 3. öld f.Kr. voru komnir sérstakir barnaskólar sem fólk gat sent börnin í en einnig var al...

category-iconJarðvísindi

Hver var Sigurður Þórarinsson og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

Sigurður Þórarinsson (1912-1983) var bóndasonur, alinn upp á Teigi í Vopnafirði. Þrátt fyrir lítil efni foreldranna var hann settur til bókar og lauk stúdentsprófi frá MA 1931. Eftir eins vetrar jarðfræðinám í Kaupmannahöfn flutti hann sig til Stokkhólms þar sem jarðfræðideildin státaði á þeim tíma af merkum og fj...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað gerðist í Örlygsstaðabardaga?

Örlygsstaðabardagi var háður 21. ágúst 1238 í Skagafirði austanverðum á stað sem var kallaður Örlygsstaðir , skammt fyrir norðan Víðivelli en nokkru lengra fyrir sunnan Miklabæ. Þar var þá sauðahús, en þrátt fyrir þetta ábúðarmikla nafn staðarins er ekki vitað til að þar hafi nokkurn tímann verið byggt býli. Tildr...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað er Teboðshreyfing? Ég hef heyrt þetta nokkrum sinnum í fréttum að undanförnu.

Teboðshreyfingin (e. Tea Party Movement) er heiti á óformlegri grasrótarhreyfingu sem starfar yst á hægri væng bandarískra stjórnmála. Hreyfingin er gjarnan tengd við Repúblikanaflokkinn þar sem meðlimir hennar hafa helst náð frama í bandarískum stjórnmálum. Hreyfingin á sér hvorki opinbera talsmenn né landsnefndi...

category-iconJarðvísindi

Hvaða gastegundir koma upp í eldgosi?

Lofttegundir sem mynda eldfjallagas, eru sumar hverjar leystar upp í bergkvikunni. Þær eru í meginatriðum af þrennum toga, úr möttli jarðar, úr myndbreyttu gosbergi eða setbergi, og úr yfirborðsjarðlögum, að vatnshveli jarðar meðtöldu. Aðrar myndast úr uppleystum frumefnum eða sameindum kvikunnar, meðan uppgufun e...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er betra að sjá flekaskil á Þingvöllum en víða annars staðar?

Þingvellir eru með merkilegri jarðfræðistöðum á Íslandi, og í raun má segja að þeir séu á heimsmælikvarða. Ástæða þess er að þar má skoða ummerki um frárek tveggja jarðskorpufleka, Norður-Ameríkuflekans annars vegar og Evrasíuflekans hins vegar. Ísland er einn fárra staða á jörðinni þar sem slíkt má greina á þurru...

category-iconTrúarbrögð

Hvaða dóm er átt við í dómkirkjum?

Upprunalega spurningin var: Af hverju heita dómkirkjur DÓMkirkjur? Forliðurinn „dóm-“ í dómkirkja og fjölmörgum öðrum kirkjulegum hugtökum sem af því orði eru dregin (til dæmis dómprófastur) á rætur að rekja til latneska orðsins domus sem merkir hús. Heitið er orðsifjalega dregið af Domus Dei í latínu sem m...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju var lýðveldi stofnað á Íslandi og hver stofnaði það?

Lýðveldi þýðir að þjóðhöfðingi ríkis erfir ekki embættið heldur er kjörinn. Stofnun lýðveldis á Íslandi árið 1944 markaði endalok sambands Danmerkur og Íslands sem staðið hafði í aldir. Smá saman höfðu Íslendingar þó fengið aukið sjálfstæði. Fyrst fengum við löggjafarvald í séríslenskum málum (1874), heimastjórn (...

category-iconEfnafræði

Úr hvaða efni er litaduftið í Color Run eða litahlaupinu?

Litahlaupið (e. The Color Run) nýtur vinsælda hér á landi eins og víða annars staðar í heiminum. Hlaupið er 5 km langt og því fylgir mikil gleði og litadýrð. Hlaupið var fyrst haldið í Phoenix í Bandaríkjunum árið 2012 og síðan þá hafa rúmlega 40 lönd bæst í hópinn. Hlaupið hefur farið fram árlega í júní í Reykjav...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerist í kransæðakerfi líkamans við mikla áreynslu?

Orkuþörf líkamans er breytileg og gerir kröfur til hjartans um síbreytileg afköst. Kransæðakerfið þarf að geta brugðist hratt við aukinni orkukröfu hjartans með meira blóðflæði. Við það eitt að fara úr hvíldarstöðu í mikla áreynslu getur blóðflæðið 5-6 faldast í heilbrigðu kransæðakerfi. Lífeðlisfræði kransæða...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Getið þið útskýrt ljósmyndina sem vísindamenn tóku af svartholi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég skil ekki þessa ljósmynd af svartholinu. Getur ekki einhver útskýrt fyrir mér hvað ég er að horfa á. Ef svarti depillinn er skuggi svartholsins er þá ekki hægt að sjá út frá honum hvar svartholið sjálft er sem ég veit að er ósýnilegt? Hvernig stendur á þessum ljósahring...

category-iconJarðvísindi

Hvernig get ég reiknað út fjarlægðir á milli jarðskjálfta á Reykjanesskaga?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Þegar maður er að skoða staðsetningu jarðskjálfta á vef Veðurstofunnar þá eru þeir staðsettir með tölum í lengdar- og breiddargráðum. Nú langar mig að vita hvað ein lengdargráða er löng í metrum á breiddargráðu, t.d. 63,88° þannig að maður geti áttað sig á hve mikil fjarlægð er á ...

Fleiri niðurstöður