Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9287 svör fundust
Hvernig er óðal snæuglu?
Snæuglan (Bubo scandiacus) er ugla túndrunnar. Varplendi hennar er á svæðum norður af 60. gráðu norðlægrar breiddar, allt í kringum norðurskaut. Hún velur sér búsvæði á trjálausum sléttlendum fyrir norðan barrskógabeltið í freðmýrum, það er túndrum, Norður-Ameríku og Evrasíu. Snæuglan velur sér búsvæði á trjál...
Hvenær hætta börn að stækka?
Það er mjög einstaklingsbundið hvenær börn hætta að stækka, en það verður þegar vaxtarlínur beina þeirra hafa lokast. Hvenær það gerist fer eftir því hvenær kynþroski og vaxtarkippurinn sem honum fylgir eiga sér stað. Að meðaltali er það í kringum 15 ára aldur hjá stelpum og 17 ára hjá strákum. Í endum langra ...
Hvað er aflatoxín og hefur það einkennandi bragð ef það finnst í matvælum?
Aflatoxín er sveppaeitur (e. mycotoxin). Það er eitt þekktasta og mest rannsakaða sveppaeitrið sem vitað er um í dag. Eitrið er framleitt af myglusveppunum Aspergillus flavus, A. nomius og A. parasiticus. Þessir myglusveppir vaxa við ákveðið hita- og rakastig í matvælum og fóðri. Aflatoxín finnst meðal annars í ko...
Gætu eldgos valdið loftslagsbreytingum?
Eldgos sem dreifa ösku og brennisteini um lofthjúp jarðar geta dregið úr styrk sólgeislunar sem nær til jarðar. Einnig eykst endurkast sólgeislunar út í himingeiminn frá ytri mörkum andrúmsloftsins. Slíkt hefur oft gerst. Sumarið 1783 var kalt um allt norðurhvel jarðar vegna þess að þá gaus í Lakagígum á Íslan...
Hvort reiknar maður fermetra sem metri * metri eða lengd * breidd?
Í raun mætti hugsa sér að báðar aðferðirnar sem spyrjandi bendir á séu réttar. Hins vegar mun formúlan fyrir því að reikna út flatarmál, og þá fermetrafjölda ef því er að skipta, vera \(\text{lengd}\cdot \text{breidd}\). Til að hafa þetta allt sem einfaldast skulum við ímynda okkur ferkantað hús á einni hæð. ...
Hvers konar dýr eru perlusnekkjur og hvar finnast þær?
Perlusnekkjur (Nautilus pompilius) er tegund frumstæðra höfuðfætlinga af ætt snekkja (Nautilidae). Snekkjuættin skiptist í tvær ættkvíslir, Nautilus sem telur fjórar tegundir, þar á meðal perlusnekkjur, og Allonautilus en tvær tegundir tilheyra þeirri ættkvísl. Nokkrar útdauðar tegundir hafa einnig tilheyrt þessar...
Af hverju hafa hundar klær?
Þótt heimilishundurinn sjáist ekki mikið beita klónum þá hafa þær örugglega verið mjög mikilvægar fyrir tegundina fyrr á tímum. Eitt af einkennum rándýra og annarra dýra sem stunda ránlífi eru klær. Þær komu fram tiltölulega snemma í þróunarsögu dýra, til að mynda höfðu frumstæð skriðdýr sem voru forfeður risa...
Hvers konar stjörnusjónauki er á þaki Árnagarðs?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Ég er mjög forvitinn að vita hvers konar stjörnukíki þið eruð með undir kúplinum sem sést frá Suðurgötunni? Takk, Gabriel... Áhugamaður um stjörnuskoðun Undir hvolfþaki á Árnagarði er hýstur lítill stjörnusjónauki í eigu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Sjónaukinn ...
Hvaða áhrif hefur hrekkjavakan á hlutabréfamarkaði?
Því er til að svara að hrekkjavakan sem slík hefur líklega ekki merkjanleg áhrif á alþjóðlega hlutabréfamarkaði. Hins vegar er til vel þekkt mynstur í ávöxtun hlutabréfa sem kennt er við hrekkjavökuna. Það lýsir sér þannig að ávöxtun hlutabréfa á alþjóðamörkuðum er lakari sex mánuðina fram að hrekkjavökunni, það e...
Eru náttúrlegar tölur huglægar eða hlutlægar?
Náttúrlegar tölur eru tölurnar sem notaðar eru til að telja með: 1, 2, 3, 4, 5, 6, … Þær eru því stundum nefndar talningartölur. Mengi náttúrlegra talna er huglægt hugtak þar sem náttúrlegu tölurnar eru óendanlega margar. Sé staðnæmst við afar stóra náttúrlega tölu má alltaf finna aðra tölu sem er einum hærri en h...
Má ég nota ljóðlínuna „krummi svaf í klettagjá...“ í minni listsköpun?
Öll spurningin hljóðaði svona:Má nota íslenskar þjóðsögur og vísur sem hluta í myndverki? Eða er það varið höfundarrétti? Og ef það má nota það, eru þá reglur um hvort nota má bara hluta? Mig langar að nota til dæmis setninguna “krummi svaf í klettagjá, kaldri vetrarnóttu á” en ekkert meir af þeirri vísu. Má það? ...
Hvernig verður hvítur vikur til í eldgosi eins og Heklugosinu 1970?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hekla gaus 1970 hvítum vikri sem lengi var hægt að sjá. Hvað gerir vikur hvítan og er enn hægt að sjá leifar af þessu? Guðmundur E. Sigvaldason lýsir berg- og efnafræði gosefna svo í grein þeirra Sigurðar Þórarinssonar um Heklugosið 1970:[1] Gosefnunum má skipta í fe...
Hversu hátt hlutfall er tekjuskattur einstaklinga af allri skattheimtu ríkissjóðs og hver yrðu áhrif þess að fella hann niður?
Árið 2000 skilaði tekjuskattur einstaklinga 44,1 milljarði króna í ríkissjóð. Heildartekjur ríkissjóðs það ár voru 224,7 milljarðar og hlutur tekjuskattsins því rétt tæpur fimmtungur eða 19,6%. Af þessum 224,7 milljörðum voru skattar, vörugjald og tollar 200,6 milljarðar og hlutur tekjuskatta því um 22% af þeirri ...
Hvaða hlutverki gegnir ristillinn?
Ristillinn tekur við fæðumauki úr smáþörmunum. Meltingu er að mestu leyti lokið þegar fæðan kemur í ristilinn. Það sem eftir er af henni fer fram fyrir tilstuðlan baktería, því að ristillinn myndar engin meltingarensím. Einnig mynda ristilgerlar K-vítamín. Enn á eftir að soga vatn, steinefni og örlítið af vít...
Eru meiri líkur á að fá húðkrabbamein í ljósabekkjum en í sól?
Skaðsemi sólarljóssins má rekja til útfjólublárra geisla en útfjólublátt ljós skiptist í tvær gerðir, UVA og UVB. Ljósabekkir eru frábrugðnir sólinni að því leyti að ljós þeirra inniheldur eingöngu UVA-geisla sem hafa lengri bylgjulengd en UVB-geislarnir. En það eru UVB-geislarnir sem valda því að við brennum í só...