Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8336 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort eru geisladiskar lesnir ofan frá eða neðan í geislaspilurum?

Geisladiskar eru lesnir neðan frá í geislaspilurum. Þannig er rangt að tala um að setja geisladisk undir geislann, rétt eins og talað er um að láta hljómplötu undir nálina. Réttara er að segjast setja diskinn yfir geislann. Annar munur á geisladiskum og hljómplötum er sá að geisladiskar eru lesnir frá miðju ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju hóstar maður?

Hósti er kröftug skyndileg útöndun til að losa öndunarveginn við slím, vökva eða agnir. Hósti stafar af krampakenndum samdráttum í brjóstholi og fer oftast af stað vegna þess að slím hefur safnast fyrir. Slímið er myndað af slímkirtlum í yfirborðsþekju öndunarvegarins. Í það festast agnir, til dæmis óhreinind...

category-iconJarðvísindi

Mun einhvern tíma gjósa aftur í Heimaey?

í svari Olgeirs Sigmarssonar við spurningunni Af hverju gaus í Vestmannaeyjum? er sagt frá Vestmannaeyjaeldstöðinni sem hefur miðju í Heimaey en nær yfir stórt svæði í kring. Surtseyjargosið árið 1963 var í þessari eldstöð og Olgeir lýsir því hvernig það hafi síðan leitt til gossins í Heimaey 1973. Meðal annars se...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hafa fiðrildi fundist á Suðurskautslandinu?

Ef skoðaður er tegundalisti yfir skordýr sem lifa að jafnaði á Suðurskautslandinu er ekki að sjá að fiðrildi (Lepidoptera) tilheyri tegundafánu þessa kalda meginlands. Örfáar fiðrildategundir finnast hins vegar á suðlægum eyjum í grennd við álfuna til að mynda Pringleophaga kerguelensis sem lifir á hinni afsk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið "skvísa" um ungar stelpur og hver er upphafleg merking þess?

Orðið skvísa um unga stúlku hefur verið notað í málinu frá því um miðja 20. öld. Það á rætur sínar að rekja annaðhvort til ensku sagnarinna squeeze ‘kreista’ eða nafnorðsins squeeze ‘faðmlag’. Mörgum finnst leikkonan Keira Knightley mikil skvísa. Orðið er rakið til stríðsáranna og áranna þar á eftir þegar fjö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er nafnið á Þormóðsskeri komið og hve gamalt er það?

Þormóðssker er á Faxaflóa út af Mýrum. Nafn þess er nefnt í Landnámabók og þar er skerið kennt við Þormóð þræl Ketils gufu og samkvæmt því frá landnámstíð (Íslenzk fornrit I, bls. 168-169). Þormóðssker er syðsta og vestasta sker í skerjaklasa. Það er um 200 m á lengd, tæpir 100 m á breidd og 11 m á hæð yfir sj...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru sumarávextir?

Sumarávextir eru einfaldlega ávextir sem eru áberandi yfir sumarið eða framboð þeirra mikið á þeim árstíma. Þetta eru tegundir eins og ferskjur, nektarínur, apríkósur, mangó, melónur og ber af ótal tegundum. Framboð á ýmsum öðrum tegundum getur verið bundið við fleiri en eina árstíð svo sem eplum og banönum enda e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins mannvitsbrekka og hvar kemur það fyrst fyrir?

Orðið mannvitsbrekka kemur fyrir í fornu máli. Í Landnámu hafa tvær konur viðurnefnið mannvitsbrekka. Þær voru Ástríður Móðólfsdóttir og Jórunn Ketilsdóttir flatnefs. Mannvit merkir 'speki, þekking' en hvað brekka merkir í þessu sambandi er óljóst. Giskað hefur verið á að um herðandi viðlið sé að ræða og að or...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er "Area 51" til?

Þessari spurningu má svara bæði játandi og neitandi. Enginn vafi leikur á að staðurinn sem sumir kalla Area 51 (svæði 51) er til. Nafnið er þá haft um herstöðina við Groom Dry Lake í Nevada-ríki eða hluta hennar. Þar er óviðkomandi bannaður aðgangur svo sem löngum hefur tíðkast í herstöðvum. Sumir telja jafnvel að...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er átt við með landrekskenningunni og hver eru rökin fyrir henni?

Með „landrekskenningunni" er venjulega átt við þá kenningu sem þýski jarðeðlisfræðingurinn Alfred Wegener (1880-1930) setti fram í bókinni Myndun meginlanda og úthafa árið 1915. Annað afbrigði kenningarinnar kom fram 1964 og nefnist „botnskriðskenning" og loks þriðja afbrigðið 1968, „flekakenning". Meginmunurinn á...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er búið að afsanna afstæðiskenninguna með hraðeindum?

Svarið er í stuttu máli tvíþætt. Í fyrsta lagi er alls ekki líklegt að hraðeindir séu til og engar vísbendingar um það þó að sumir hafi viljað bollaleggja um þær. Í öðru lagi er engan veginn sjálfgefið að tilvist þeirra mundi breyta neinu um möguleika okkar á að koma hlutum í kringum okkur upp fyrir ljóshraða. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir fólk ekki fiskanöfnum eins og Bleikja og Urriði þegar fuglanöfn eru góð og gild, til dæmis Þröstur og Örn?

Sá siður að gefa mönnum nöfn sem sótt eru til náttúrunnar, einkum dýraríkisins, er ævaforn og á ef til vill rætur að rekja allt til indóevrópska frummálsins. Nöfn af þessu tagi koma fyrir í fornum íslenskum heimildum, allmörg þeirra eru notuð enn í dag, og ný hafa bæst við á síðustu áratugum. Mest er um samset...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er dýralíf í Danmörku?

Áður fyrr þöktu skógar um 80-90% af Danmörku og dýrafána landsins einkenndist þess vegna af skógardýrum. Nú er stundaður mjög umfangsmikill landbúnaður í landinu og hafa skógar verið ruddir auk þess sem 95-98% af upprunalegu votlendi hefur verið þurrkað upp á með tilheyrandi fækkun votlendisdýra, svo sem froskdýra...

category-iconHugvísindi

Hvað gerði Kobbi kviðrista (Jack the Ripper)?

Kobbi kviðrista, eða Jack the Ripper, er einn þekktasti raðmorðingi allra tíma. Frá 7. ágúst til 10. nóvember árið 1888 myrti Kobbi að minnsta kosti fimm manns, allt vændiskonur. Raunar er nafn hans aðeins uppspuni. Enginn veit hvað hann hét í raun, því morðmálið var aldrei upplýst. Kobbi kviðrista framdi öll...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna eru ekki krákur á Íslandi?

Krákur tilheyra ætt hröfnunga (Corvidae). Aðeins ein tegund hröfnunga verpir hér á landi en það er hrafninn (Corvus corax). Hrafninn verpir víða og hefur náð að aðlagast aðstæðum á norðlægum svæðum eins og á Íslandi og Grænlandi. Krákur eru ekki hluti af íslensku fuglafánunni en eru þó mjög algengir flækingar ...

Fleiri niðurstöður