Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Í hvaða tilvikum fá orð í eignarfalli fleirtölu endinguna -na?
Aðalreglan er sú að eignarfall fleirtölu endar á -na í svonefndum veikum kvenkynsnafnorðum sem enda á -a og í svonefndum veikum hvorugkynsnafnorðum. Með veikum kvenkynsorðum sem enda á -a í nefnifalli eintölu er átt við nafnorð sem beygjast eins og stúlka. Þau eru geysilega mörg í íslensku. Með veikum hvorug...
Af hverju strjúka kettir oft?
Kötturinn fer sínar eigin leiðir, segir máltækið, og það er talsvert til í því. Sambýli manns og kattar hefur lengst af helgast af því gagni sem kettir gera með því að veiða mýs, rottur og önnur dýr sem valdið geta tjóni. Þetta hefur helst skipt máli þar sem menn stunda akuryrkju og annar landbúnað og safna birgðu...
Er Amish-fólk Gyðingatrúar? Ef ekki, hverrar trúar er það þá?
Nei, Amish-fólkið er ekki Gyðingatrúar heldur kristið. Amish-söfnuðirinn varð til á seinni hluta 17. aldar sem klofningshópur úr söfnuði svissneskra mennoníta. Stofnandi hans var Jacob Amman. Amish-söfnuðir dreifðust svo um Evrópu, til Þýskalands, Hollands, Rússlands og Frakklands. Á 18. öld tóku stórir hópar A...
Er regnbogi alltaf í sömu fjarlægð frá manni?
Spurningunni verður að svara neitandi og það sem meira er þá er ekki auðvelt að skilgreina fjarlægð til regnboga þar sem hann er dreifður í andrúmsloftinu. Stærð sem er vel skilgreind í þessu sambandi er stefna en ekki fjarlægð. Þannig virðist regnboginn vera nær í þéttum vatnsúða svo sem frá fossi en regnbogi...
Hver kleif Everest fyrst án súrefnis?
Edmund Hillary og Tenzig Norgay klifu fyrstir manna Everesttind árið 1953. Þeir notuðu súrefniskúta líkt og aðrir Everest-leiðangrar næstu áratugina. Á áttunda áratug 20. aldar var umræðan um gildi fjallgöngu með aðstoð súrefniskúta orðin hávær. Töldu menn það ýmist brjálæði að reyna klifur á hæstu fjöll heims án ...
Hvar eru helstu jarðhitasvæði í útlöndum og eru þau nýtt eins og hér?
Kraftmestu jarðhitasvæði heims eru í löndum þar sem eru virk eldfjöll. Hér á landi eru kraftmestu jarðhitasvæðin, sem við köllum háhitasvæði, á gosbeltum landsins þannig að hvert háhitasvæði tengist ákveðinni eldstöð í gosbeltunum. Í eldfjallalöndum eins og Indónesíu, Japan, Papúa Nýju-Gíneu, Filippseyjum, Mexík...
Hvaðan kemur pitsan (flatbakan)?
Eins og svo margir aðrir réttir kom flatbakan (pizzan/pitsan) ekki upprunalega frá landinu sem er frægt fyrir hana. Heimildir um fyrstu flatbökuna segja að hún hafi verið bökuð af Forngrikkjum sem fyrstir bökuðu stórt, kringlótt, flatt brauð og settu ofan á það ólífuolíu, krydd, kartöflur og margt annað. Flatbökuh...
Af hvaða dýri er kötturinn kominn?
Forfaðir heimiliskattarins, samkvæmt rannsóknum á erfðaefni, er afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica). Við getum því útilokað evrópska villiköttinn (Felis silvestris silvestris) í þessu faðernismáli. Heimildir eru til um ketti í þorpum og borgum Palestínu fyrir sjö þúsund árum og heimiliskötturinn v...
Hvert er lengsta leikrit í heimi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað heitir lengsta leikrit í heimi, hver skrifaði það og hvað er það langt?Uppfærslur á leikritinu The Warp eftir Neil Oram er iðulega taldar vera lengstu leiksýningarnar. Þær hafa tekið allt frá 18 tímum og upp í 29 klukkustundir í flutningi. Frumuppfærsla breska leiks...
Er slæmt fyrir stelpur að slá með sláttuorfi?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvaða áhrif hefur það á móðurlífið að vinna á orfi? Ættu konur ekki að vinna á orfi eða er það bara vitleysa?Ekki er unnt að svara því á afgerandi hátt og með fullri vissu hvort hættulegt sé fyrir stúlkur að vinna með tæki sem valda titringi um allan líkamann eins og sláttuorf. ...
Hvers vegna verður fólk hresst og glatt við það að drekka áfengi?
Áfengir drykkir innihalda efnið etanól sem tilheyrir alkóhólum. Þótt fólk virðist vera hressara eftir að hafa neytt áfengis er etanól í rauninni róandi efni. Ástæðan fyrir hinum róandi áhrifum er sú að etanól heldur aftur af taugaboðum í miðtaugakerfinu. Þar á meðal eru taugaboð sem valda hömlum á hegðun okkar og ...
Hver var Janusz Korczak?
Janusz Korczak var pólskur barnalæknir af gyðingaættum, fæddur árið 1878. Upprunalega nafn hans var Henryk Goldszmit. Hann er meðal annars þekktur fyrir tvær bækur sem hann skrifaði. Fyrst er að nefna Hvernig elskar maður barn (pólska: Jak kochać dziecko - sænska: Hur man älskar ett barn) og síðan Rétt barna ...
Þarf ég að hlýða ef lögreglan stoppar mig og skipar mér að koma í lögreglubílinn?
Í lögreglulögum nr. 90/1996 er fjallað um störf lögreglumanna og framkvæmd lögreglustarfa og þar koma fram þær valdheimildir sem lögreglumenn hafa. Í 14. gr. laganna segir að handhöfum lögregluvalds sé heimilt að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa sinna en aldrei megi þeir þó ganga lengra í beitingu valds e...
Hversu margir simpansar eru til í heiminum núna?
Stofnum simpansa (Pan troglodytes) hefur hnignað verulega á undanförnum áratugum, bæði vegna þess að búsvæðum þeirra hefur verið eytt og vegna ofveiði. Rannsóknir á stofnstærð simpansa á nokkrum stöðum í Vestur-Afríku hafa sýnt að allt að 90% fækkun hefur orðið á aðeins 28 ára tímabili! Þetta á meðal annars við um...
Hvaða rannsóknir hefur Ingólfur V. Gíslason stundað?
Ingólfur V. Gíslason er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa að stærstum hluta snúið að stöðu og möguleikum karla og kvenna með sérstakri áherslu á breytingar hjá körlum síðustu áratugi. Að auki hafa rannsóknir hans beinst að ofbeldi í nánum samböndum og samspili skynsemi og hluttekningar...