Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3061 svör fundust
Hversu gamalt er vatnið sem ég drekk úr krananum heima hjá mér?
Allt vatn sem við drekkum er „upphaflega“ regnvatn. Megnið af regnvatninu hefur gufað upp úr sjónum á suðlægari breiddargráðum, borist inn yfir landið með lægðum, þést og fallið til jarðar. Þaðan streymir það aftur til sjávar eftir ýmsum leiðum og hin eilífa hringrás lokast. Hve gamalt vatnið er í kalda krananu...
Hver eru helstu ritverk Platons?
Corpus Platonicum Að frátaldri Málsvörn Sókratesar, sem er varnarræða Sókratesar fyrir réttinum, eru öll verk Platons í formi samræðna. Alls eru honum eignaðar 42 samræður, þrettán bréf og eitt safn skilgreininga (nánast eins og heimspekileg orðabók). Þessi verk hafa öll varðveist og nefnist heildarsafnið einu ...
Hver var Heinrich Schliemann og hvert var hans framlag til fornfræða?
Heinrich Schliemann (1822-1890). Heinrich Schliemann var þýskur áhugamaður um fornfræði, einkum Hómer, sem gerðist eftir farsælan frama í viðskiptum áhugafornleifafræðingur. Schliemann fæddist í Þýskalandi árið 1822. Sjálfur sagði hann að þegar hann hafi verið sjö ára hafi faðir hans gefið honum bók með kviðum...
Er það rétt sem stendur á skilti í Snæfellsbæ að atburðir á Íslandi hafi orsakað stríð milli Englendinga og Dana á 15. öld?
Spurning Sigurðar var í löngu máli og hljóðar í heild sinni svona: Sæl. Við Björnsstein á Rifi í Snæfellsbær er skilti. Þar er saga steinsins sögð í grófum dráttum og í endann kemur það fram að Ólöf ríka hafi farið með mál sitt til Danakonungs sem varð til þess hann gerði nokkur ensk kaupskip upptæk í Eystras...
Hvernig lítur hreysiköttur út?
Hreysikötturinn (Mustela erminea) er rándýr af marðardýraætt. Hann lifir á norðlægum slóðum allt í kringum norðurpólinn í Evrasíu og Norður-Ameríku. Útbreiðslusvæði hans nær vel suður fyrir barrskógabeltið á sumum svæðum, til dæmis suður á sléttur Mið-Asíu, það er að segja til Úsbekistan og Tadsjikistan sem áður ...
Hvaða galli var á gjöf Njarðar?
Aðrir spyrjendur eru:Jón Ellingsen, Valdís Þorsteinsdóttir, Sigurður Gísli Gíslason, Kristjana Sigursteinsdóttir, Trausti Þorgeirsson og Orri Tómasson.Elsta heimild í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðtakið það er sá (sá er) galli á gjöf Njarðar að ... 'sá hængur er á, sá annmarki fylgir' er úr málsháttasaf...
Hvað eru margir menn búnir að fara til tunglsins?
Um fjölda tunglfara er hægt að lesa í svari á Vísindavefnum við spurningunni: Hvað hafa margir menn farið til tunglsins og hvernig líta þeir út? Þar kemur fram að alls hafa tólf menn komið til tunglsins og tíu til viðbótar komist á braut um það. Allir fóru þeir á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. F...
Hvort er Punta Arenas í Chile eða Dunedin á Nýja-Sjálandi syðsta borg í heimi?
Punta Arenas á Brunswick-skaga í Chile er á 53°10′ S, 70°56′ V (les: 53 gráðum og 10 mínútum suður eða suðlægrar breiddar og 70 gráðum og 56 mínútum vestur eða vestlægrar lendar). Dunedin á Nýja-Sjálandi er hins vegar á 45°52′ S, 170°30′ A. Punta Arenas er því sunnar en Dunedin, en er þó e...
Hvernig myndaðist Surtsey?
Surtsey myndaðist í neðansjávargosi í nóvember 1963, þar sem fyrir var um 130 m sjávardýpi. Framan af, meðan sjór komst í gíginn, tókust á vatn og glóandi hraunbráð með miklum sprengingum sem mynduðu gosösku og gjall. Eldingar voru tíðar í þessum þætti gossins. Gígurinn var nefndur Surtur en eyjan Surtsey. Um mána...
Hvað er tóntegundaleysi og hvaða tónskáld hafa helst tileinkað sér það?
Með hugtakinu tóntegund er átt við tónlist þar sem einn tónn er mikilvægari en aðrir tónar tónverksins, hann er því grunntónn tónstigans í verkinu. Í klassískri og rómantískri tónlist byggðist tóntegund á ákveðnum tónstiga í dúr eða moll. Tóntegundaleysi (e. atonality) er einfaldlega andstæða þessa: tónlist sem...
Gerði Elísabet I Englandsdrottning eitthvað merkilegt?
Elísabet I hefur af sumum verið álitin „farsælasti stjórnandi Englands“. Hún fæddist árið 1533 og var dóttir Hinriks VIII Englandskonungs og Önnu Boleyn. Hinrik var þá nýskilinn við fyrri eiginkonu sína, Katrínu frá Aragóníu, sem hann hafði verið giftur í rúmlega tuttugu ár. Öll börn þeirra höfðu fæðst andvana eða...
Hvað getur þú sagt mér um íslandssléttbak?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað kallast hvalaættkvíslin "Right whale" á íslensku? Sléttbakur (Eubalaena glacialis) er ein þriggja tegunda innan ættkvíslarinnar Eubalaena sem á íslensku hefur verkið kölluð höttungar en á ensku right whale. Sléttbakurinn, sem einnig hefur gengið undir nöfnum eins og ísland...
Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?
Ólíklegt er að nokkuð muni gerast eða að einhver „sönnun" af því tagi sem spyrjandi gerir ráð fyrir muni hafa eitthvert raunverulegt gildi. Sannast sagna hafa vísindamenn og heimspekingar oft talið sig hafa lagt fram fullgild rök og jafnvel sannanir fyrir annað tveggja tilveru Guðs eða hinu að hann hafi aldrei ver...
Hver smíðaði fyrstu tölvuna og hvenær var það?
Margir telja að bandaríska reiknivélin ENIAC hafi verið sú fyrsta sem stóð undir nafninu tölva. Hún var smíðuð við Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum og var tekin í notkun árið 1946. Vinnslugeta hennar var á við lítinn vasareikni. Að baki því sem í dag heitir tölva liggur aldalöng þróun og ótal uppfinninga...
Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið? (Pálína Kristín Guðlaugsdóttir)Hvenær var farið að halda Jónsmessu hátíðlega? (Hálfdan Helgason) Árni Björnsson fjallar ítarlega um sögu Jónsmessunar, hér á landi sem erlendis, í bók sinni Saga daganna. Fróðleiksfúsum er bent á að kynna sé...