Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1941 svör fundust

category-iconHugvísindi

Af hverju er aðventan fjórar vikur?

Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem merkja „Koma Drottins“. Í Vesturkirkjunni (og þar á meðal í Íslensku þjóðkirkjunni) byrjar hún með fyrsta sunnudegi hins nýja kirkjuárs, sem getur verið á bilinu 27. nóvember til 3. desember ár hvert. Seinni mörkin eru jóladagur, meintur fæðingardagu...

category-iconHugvísindi

Var Haraldur hárfagri bara uppspuni Snorra Sturlusonar?

Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar varð landnám Íslands á stjórnarárum Haralds hárfagra. Texti Ara hljóðar svo: Ísland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds hins hárfagra, Halfdanarsonar hins svarta, í þann tíð ... er Ívar Ragnarssonur loðbrókar lét drepa Eadmund hinn helga Englakonung; en það var ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað gerðist í fyrri heimsstyrjöldinni?

Hér er stórt spurt og ekki hlaupið að því að svara í stuttu máli. Heimsstyrjöldin fyrri var fyrst og fremst Evrópustríð og þetta voru mestu átök í sögu álfunnar. Jafnframt teygði hún anga sína víða um heim. Hátt í 70 milljónir manna voru kallaðar til vopna. Þegar upp var staðið lágu að minnsta kosti 15 milljónir í...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvort eru fleiri karlar eða konur í heiminum?

Karlar eru aðeins fleiri eða 102 á móti 100 konum samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum fyrir árið 2000. Það þýðir að um 50,49% mannkyns eru karlar. Ekki er ljóst hvers vegna svo er en yfirleitt fæðast fleiri drengir en stúlkur í heiminum en það er samt svolítið misjafnt eftir árum. Kynjahlutfallið er einnig br...

category-iconLandafræði

Hvað búa margir í Frakklandi?

Frakkland er fjórða fjölmennasta ríki Evrópu á eftir Rússlandi, Þýskalandi og Bretlandi. Árið 2001 voru Frakkar tæplega 59 milljónir talsins. Eru þá ekki taldar með þær 1,7 milljónir manna sem búa á svæðum utan Evrópu sem tilheyra franska ríkinu (Guadeloupe og Martinique í Vestur-Indíum, Franska-Gínea í Suður-...

category-iconSálfræði

Hvað er blindsýn (blindsight)?

Blindsýn (e. blindsight) er undarlegur og jafnframt nokkuð umdeildur eiginleiki sem getur komið fram við skemmdir í frumsjónberki (e. primary visual cortex, striate cortex) heilans. Frumsjónbörkur er þannig upp byggður að tiltekin svæði innan hans samsvara ákveðnum hluta sjónsviðsins. Skemmist partur af sjónbe...

category-iconHugvísindi

Hvað er langt síðan einhver fórst í jarðskjálfta á Íslandi og hversu margir hafa dáið í jarðskjálftum hér á landi frá upphafi byggðar?

Það er rétt rúmlega ein öld síðan síðast varð dauðsfall á Íslandi í tengslum við jarðskjálfta. Norrænir landnámsmenn sem komu til Íslands fyrir meira en þúsund árum, hafa án efa upplifað meiri óróa og líf í jörðinni hér á landi en í fyrri heimkynnum sínum. Í gegnum aldirnar er þráfaldlega greint frá skjálftum þ...

category-iconHugvísindi

Hvað er átt við þegar talað er um aflandseyjar í tengslum við fjármálastarfsemi? Er þetta nýtt orð?

Orðhlutinn ‚aflands‘ er þarna þýðing á enska orðinu ‚offshore.‘ Það var upphaflega annars vegar haft til dæmis um vind sem stendur af landi (‚offshore wind‘) og við köllum aflands- eða frálandsvind. Hins vegar var enska orðið haft um það sem er á grunnsævi eða skammt undan landi. ‚Offshore islands‘ þýddi þannig up...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru mörg svín og margar geitur á Íslandi?

Á vef Hagstofu Íslands er að finna ýmsa gagnlega tölfræði. Þar má meðal annars finna tölur yfir fjölda geita og svína á landinu. Nýjustu upplýsingarnar eru frá árinu 2009 en þar kemur fram að fjöldi svína er 3.818 en fjöldi geita er 655. Geitur á Íslandi eru mun færri en svín. Tölfræðin yfir fjölda svína og ...

category-iconTölvunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Marjan Sirjani rannsakað?

Marjan Sirjani er prófessor í hlutastarfi við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og prófessor á sviði nýsköpunar, hönnunar og verkfræði við háskólann í Mälardalen í Svíþjóð. Rannsóknir hennar snúa að notkun formlegra aðferða í hugbúnaðarverkfræði. Hún vinnur meðal annars að því að smíða og sannreyna líkön...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Lilja Einarsdóttir rannsakað?

Sigrún Lilja Einarsdóttir er dósent og forseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Bifröst. Sigrún Lilja hefur stundað rannsóknir á sviði menningarstjórnunar og félagsfræði listgreina. Árið 2016 hlaut Sigrún styrk sem kenndur er við Marie Sklodowska-Curie til að vinna að rannsóknarverkefni á menningarpólitís...

category-iconHagfræði

Má bræða íslenska mynt til þess að nota málminn úr henni?

Svarið við þessari spurningu er einfalt: Í lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands og lögum nr. 22/1968 um gjaldmiðil Íslands er ekkert ákvæði að finna þar sem lagt er bann við því að eigendur íslenskrar myntar bræði hana og noti málminn í öðrum tilgangi. Því getur hver sem er brætt þá íslensku mynt sem hann á. ...

category-iconLögfræði

Fá útlendingar sjálfkrafa dvalarleyfi og atvinnuleyfi við það eitt að giftast íslenskum ríkisborgara?

Um málefni útlendinga á Íslandi gilda lög um útlendinga nr. 96/2002, lög um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97/2002 og reglugerð um útlendinga nr. 53/2003. Útlendingar sem eru í hjúskap með íslenskum ríkisborgara eiga rétt á því að fá dvalarleyfi á Íslandi samkvæmt 13. gr. laga um útlendinga. 13. gr. Dvalarl...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju myndast hringlaga ský þegar flugvélar brjóta hljóðmúrinn?

Upphafleg spurning var sem hér segir: Hver er ástæðan fyrir því að hringlaga ský virðist myndast þegar flugvélar brjóta hljóðmúrinn? Yfirleitt er nokkur raki (vatnssameindir) í öllu lofti í náttúrunni. Þessi raki er í gasham sem kallað er og er með öllu ósýnilegur. Hann er kallaður vatnsgufa (e. steam) en það o...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru naggrísir ennþá borðaðir í Perú?

Í hugum flestra sem búa á Íslandi eru naggrísir hugguleg gæludýr. Margir íbúar Perú og annarra landa í Suður-Ameríku líta hins vegar fyrst og fremst á naggrísi sem fæðutegund. Naggrísir eru ræktaðir til matar í Perú og víðar. Naggrísir eiga uppruna sinn í Andesfjöllum í Suður-Ameríku. Þeir eru meðalstór nagd...

Fleiri niðurstöður