Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3496 svör fundust
Er vitað hversu margir Ísraelar fóru með Móse frá Egyptalandi?
Einfalda svarið við þessari spurningu felst í því að vísa til textans í 2. Mósebók 12:37-38. Þar segir að 600 þúsund Ísraelsmenn hafi yfirgefið Egyptaland – það er að segja karlmenn, fyrir utan konur og börn og mikinn fjölda fólks af ýmsum uppruna. Þar af leiðandi má ímynda sér á grundvelli þessa texta að hátt í t...
Eru lögmál alls staðar í heiminum?
Þessa spurningu má skilja á tvo vegu. Annars vegar gæti verið að spyrjandinn vilji vita hvort þau náttúrulögmál sem við þekkjum gildi alls staðar í heimunum eða séu bundin við tiltekin svæði, svo sem jörðina eða sólkerfið okkar. Hins vegar gæti verið að spyrjandinn sé að velta því fyrir sér hvort til séu staðir þa...
Hvað er tónlist?
Flest eigum við ekki í vandræðum með að þekkja tónlist þegar við heyrum hana. Vissulega kemur það fyrir að einhver hljóð sem sumir kunna að meta séu lítils metin af einhverjum öðrum sem segja þá að þetta kalli þeir nú ekki tónlist og að þetta séu jafnvel bara einhver óhljóð. En oftast er það nokkurn veginn á hrein...
Af hverju er ö aftast í íslenska stafrófinu?
Spurningin öll hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að ö er haft aftast í íslenska stafrófinu á meðan t.d. á og í koma á eftir a og i, og ð kemur á eftir d en þ aftarlega? Fyrst er rétt að rifja upp íslenska stafrófið og stafrófsröðina: a, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, r, s, t, u...
Hvers vegna eru Íslendingasögur höfundarlausar?
Líklegast er að höfunda Íslendingasagna sé hvergi getið af því að sá sem fyrstur skrifaði þær hafi ekki talið sig höfund þeirra og samtímamönnum hans hafi ekki heldur þótt það skipta máli. Höfundur merkir upphafsmaður, og annaðhvort voru sögurnar byggðar á eldri frásögnum af þeim atburðum sem þær segja frá eða höf...
Í hvaða átt sjást norðurljósin?
Stefnan til norðurljósa hér á Íslandi getur verið næstum hver sem er. Þau eru oft hátt á lofti og taka þá jafnvel yfir hvirfilpunkt himins, það er punktinn sem er lóðrétt yfir höfðum okkar. Í borgum er hins vegar sennilegt að norðurljós sjáist síður lágt á himni vegna ljósmengunar sem svo er kölluð, það er að segj...
Hvaða gjaldmiðill er verðminnstur?
Til eru gjaldmiðlar sem eru einskis virði, til dæmis gjaldmiðlar sem gefnir hafa verið út af ýmsum ríkisstjórnum sem hafa verið hraktar frá völdum með byltingu eða stríði. Einnig eru til gjaldmiðlar sem eru einhvers virði á ákveðnu svæði en ekki er hægt að kaupa aðra gjaldmiðla fyrir þá og því erfitt að segja til ...
Hvað er 8 seer af vatni mikið og hvaðan kemur þessi mælieining?
Seer er gömul mælieining sem notuð er í Indlandi og annars staðar í Suður-Asíu. Eitt seer jafngildir einum fertugasta hluta úr maund. Hversu mikið eitt maund var fór eftir landsvæðum, en á tímum bresku nýlendustjórnarinnar í Indlandi var það staðlað í 82,286 pund eða rúm 37 kg. Þannig jafngilti eitt seer tæ...
Hversu langan tíma tekur það nögl að endurnýja sig?
Eins og fram kemur í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað eru neglur? þá vaxa neglur mjög hægt, að meðaltali 0,1 mm á dag. Vaxtarhraðinn er þó breytilegur, til dæmis eftir því hvort um er að ræða neglur á tám eða fingrum, eftir árstíðum, aldri og kyni. Einnig geta sjúkdómar haft áhrif á hversu hra...
Hvað er spjaldbein og til hvers er það?
Spjaldbein (sacrum) er stórt þríhyrningslaga bein neðst á hryggnum sem myndar afturhluta mjaðmagrindar. Það er í raun myndað við samruna fimm hryggjarliða neðan við lendarliðina og ofan við rófubeinið (coccyx). Það myndar liðamót á tveimur stöðum við mjaðmarbeinið. Spjaldbein konu, séð að framan (anterior). Spja...
Hvenær og af hverju varð Baldjökull að Langjökli?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Ég hef séð á mörgum kortum af landinu að Langjökull er nefndur Baldjökull. Hvenær og af hverju átti þessi nafnabreyting sér stað? Nafnmyndin Baldjökull er eldra nafn á Eiríksjökli eða norðvesturhluta Langjökuls og er upphaflega nafnmyndin Balljökull (nefndur til dæmis í Harða...
Af hverju er ekki lofthjúpur utan um allar plánetur?
Fyrir þessu geta verið ýmsar ástæður en algengast er að þetta stafi af því að það sé of heitt á yfirborði reikistjörnunnar eða plánetunnar. Hiti í gasi eða lofti er í rauninni hreyfing sameindanna. Ef hitinn er mikill getur hreyfingin orðið svo ör að allar sameindirnar losna einfaldlega frá yfirborði hnattarins og...
Hvort verpa slöngur eggjum eða fæða lifandi afkvæmi?
Langflestar slöngutegundir verpa eggjum eins og önnur skriðdýr, fuglar og froskdýr. Á fræðimáli nefnist þannig fæðing oviparous. Þó eru til slöngutegundir sem fæða lifandi eða „kvika unga“, á fræðimáli heitir sú fæðing viviparous. Þá hafa slöngurnar þróað einhvers konar legköku sem miðlar næringu og súrefni ti...
Af hverju er sagt að maður sé örvhentur en ekki bara vinstrihentur?
Við viljum gefa öllum hlutum einhver nöfn en oft getur verið erfitt að segja til um, af hverju hluturinn hafi þetta heiti en ekki hitt. Við gætum til dæmis spurt hér á móti, af hverju spyrjandinn stingi upp á heitinu 'vinstrihentur' en ekki einhverju enn öðru. Þeir sem nota heldur hægri höndina eru kallaðir rétthe...
Hvað þýðir 'tilreiðir sér' í sálminum Heims um ból?
Þriðja erindi sálmsins Heims um ból eftir Sveinbjörn Egilsson er svona (1856:7-8) (stafsetningu breytt): Heyra má himnum í frá englasöng, allelújá. Friður á jörðu, því faðirinn er fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér samastað syninum hjá. Sögnin að tilreiða merkir að ‘útbúa, gera tilbúinn’ og samast...