Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1231 svör fundust
Hver yrði árlegur kostnaður Íslands við aðild að ESB?
Beint framlag íslenska ríkisins til Evrópusambandsins eftir hugsanlega aðild að sambandinu yrði að öllum líkindum á bilinu 13-15 milljarðar íslenskra króna árlega. Erfitt er að meta hversu mikið Ísland fengi til baka í formi styrkja; það veltur aðallega á niðurstöðum aðildarviðræðna en einnig á frumkvæði Íslending...
Hvers vegna er Ingólfur Arnarson talinn fyrsti landnámsmaðurinn þegar Papar og fleiri menn fundu Ísland á undan honum?
Ingólfur Arnarson er talinn vera fyrsti landnámsmaðurinn í þeirri merkingu að hann er fyrsti maðurinn sem hóf hér skipulega og varanlega búsetu. Heimildir um landnámsmanninn Ingólf er meðal annars að finna í Landnámu og Íslendingabók. Um heimildargildi Landnámu er hægt að lesa um í svari við spurningunni Hvert...
Hvernig mundu reglur um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi breytast ef Ísland yrði aðili að ESB?
Það veltur á niðurstöðum samningaviðræðna Íslands við ESB hvernig reglur um fjárfestingar ESB-borgara á Íslandi mundu breytast með aðild Íslands að sambandinu. Líklegt má þó telja að innganga Íslands í ESB mundi leiða til þess að Ísland þyrfti að gangast undir regluverk sem heimilar ekki hömlur af okkar hálfu á fr...
Af hverju er meira um lægðir við Ísland á haustin og veturna heldur en um sumar og vor?
Flestar lægðir sem hingað koma eru tengdar bylgjugangi vestanvindabeltisins. Í heildina tekið ræðst styrkur þess af mun á hita á norðlægum og suðlægum breiddarstigum. Þessi munur er talsvert meiri að vetrarlagi heldur en á sumrin. Lægðir eru því að jafnaði kröftugastar á vetrum, mun öflugri heldur en að sumarlagi....
Gætu vísundar lifað villtir í íslenskri náttúru?
Það er óhætt að fullyrða að jafn stór gresjudýr og amerískur vísundur (Bison bison) ætti erfitt með að lifa á íslenskum heiðum inn til landsins. Helsta ástæðan fyrir því væri gróðurfarið sem hér er og jafnvel gróðurleysið. Í Norður-Ameríku eru gresjurnar sem vísundarnir lifa á ólíkt gróðursælli en hér, auk þess se...
Hvað búa mörg börn á Íslandi?
Á vef Hagstofu Íslands er að finna góðar upplýsingar um fólksfjölda á Íslandi. Oft er miðað við þá skilgreiningu að barn sé einstaklingur sem ekki hefur náð 18 ára aldri. Samkvæmt því má sjá að í lok árs 2005 bjuggu 79.450 börn á Íslandi. Tölur um mannfjölda eru fengnar úr Þjóðskrá. Í tölum um mannfjölda á Íslandi...
Hvaða ályktanir um loftslagsbreytingar í tímans rás má draga af rannsóknum á jöklabreytingum á Íslandi?
Með kerfisbundinni kortlagningu á útbreiðslu, gerð og aldri jökulminja má afla gagna um jöklabreytingar í tímans rás. Þessi gögn má bera saman við aðrar upplýsingar sem varpa ljósi á umhverfisþróun, til dæmis gróðurfarssögu sem könnuð er með greiningu frjókorna og plöntuleifa úr vatna- og mýrarseti. Með slíkum sam...
Eru til villtir kattastofnar á Íslandi?
Reglulega hafa komið upp hópar villtra katta víða um land. Einstaklingar innan þessara hópa tímgast bæði innbyrðis og við heimilisketti. Hér er ekki um eiginlega villiketti (Felis silvestris silvestris) að ræða, eins og dýrafræðin skilgreinir þá, heldur einfaldlega ketti sem komnir eru af heimilisköttum (Felis sil...
Vex plantan Linnaea borealis á Íslandi og hefur hún eitthvað íslenskt heiti?
Plantan Linnaea borealis er lágvaxin skógarbotnsplanta og nefnist á íslensku lotklukka. Hún vex í Norður-Ameríku og Evrasíu. Í Evrópu vex lotklukkan í Skandinavíu, á Bretlandseyjum og á meginlandi Evrópu, norðan Alpafjalla. Einnig vex hún víða í fjalllendu svæði Austur-Evrópu og í Ölpunum. Lotklukkan vex ekki ...
Hvað tekur um það bil langan tíma að fljúga frá Íslandi til Frakklands?
Þegar ferðatími flugfélaga frá Keflavík til Parísar, höfuðborgar Frakklands, er skoðaður sést að það tekur tæplega 3 klukkustundir og 30 mínútur að fljúga þar á milli. Einnig er hægt að skoða hve langt er á milli Keflavíkur og Parísar og hve hratt farþegaflugvélar fljúga. Hér verður þó að hafa í huga að flugvé...
Hverjir voru helstu landnámsmenn Íslands og hvaðan komu þeir?
Fornleifar sýna að Ísland var fyrst byggt fólki á síðari hluta 9. aldar og á 10. öld. Víðs vegar um nánast alla þá hluta landsins sem töldust byggilegir á síðari öldum skildi fólk eftir sig byggingar og annað jarðrask á þessu tímabili. Nokkur ólík ráð eru til að tímasetja fornleifarnar, en nýtilegast til þess er s...
Þegar mér er bumbult, er mér þá ult í bumbinu eða bult í umbinu?
Orðið bumbult í íslensku hefur lengi reynst mikill leyndardómur. Raunar er svo farið að skilningur okkar á eðli alheimsins veltur á þessu sérstaka orði. Rannsóknir á uppruna þess hafa því orðið grundvöllur mikilvægs samstarfs raun- og hugvísindafólks sem hefur þó á stundum verið stormasamt. Á einum tímapunkti ...
Hvernig og hvenær komu kanínur til Íslands?
Erfitt er að segja með fullri vissu hvenær kanínur komu fyrst til Íslands. Í Morgunblaðinu árið 1942 segir:Villtar kanínur hafa hafist við nú í nokkur ár í skógarkjarrinu í Saurbæjarhlíð á Hvalfjarðarströnd. Bóndinn á Litla-Sandi ól upp kanínur heima við bæ fyrir einum 10 árum síðan, en nokkrar þeirra sluppu frá h...
Hvaða fuglar eru algengastir í þéttbýli á Íslandi?
Fjölmargar fuglategundir hafa náð að aðlagast hinum miklu breytingum sem orðið hafa á umhverfinu við tilkomu þéttbýlis. Eitt best þekkta dæmið er starinn (Sturnus vulgaris) en hann hefur verið að auka við útbreiðslu sína og telst nú heimsstofninn vera yfir 300 milljón einstaklingar. Ísland er meðal nýrra svæða sem...
Var Hrafna-Flóki til í alvöru?
Í Landnámabók kemur Flóki Vilgerðarson tvisvar við sögu. Fyrst er hann einn af þeim sem sagt er að hafi komið til Íslands áður en varanlegt landnám norrænna manna hófst með Íslandsferð Ingólfs Arnarsonar. Eftir að sagt hefur verið frá ferðum landkönnuðanna Naddodds og Garðars Svavarssonar segir svo frá í Sturlubók...