Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju kemur stjörnuhrap?

Í sólkerfinu, það er á svæðinu kringum sólina okkar, eru ýmsir hlutir á ferð. Þar eru reikistjörnur eins og jörðin okkar og Júpíter, smástirni, tungl og halastjörnur. Auk þess eru þar enn smærri hlutir sem sjást þó vel með berum augum. Þetta eru grjót- eða málmhnullungar af ýmsum stærðum og gerðum. Þeir kallast ei...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju þurfum við að kunna að greina öll orð í orðflokka?

Hér er jafnframt svarað spurningu Aldísar Ernu Pálsdóttur Af hverju þurfum við að læra kennimyndir sagna fyrst við eigum aldrei eftir að nota það í framtíðinni nema sem kennarar? Börn læra málið án þess að vita nokkuð um hvað fallorð eru og hvað smáorð. Þau vita ekkert um mun á nafnorði og lýsingarorði, þótt þau ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað verða nashyrningar gamlir?

Í dag eru alls fimm tegundir nashyrninga til í heiminum, allir innan sömu ættarinnar, Rhinocerotidae. Þeir finnast í nokkrum þjóðgörðum í suður- og austurhluta Afríku og í suður-Asíu. Tvær tegundir nashyrninga lifa í Afríku. Annars vegar er það svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis), sem finnst meðal annars...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er hljóðmúr?

Hljóðmúr er ekki múr sem hlaðinn er úr steinum eða steyptur heldur vísar orðið til þess sem gerist þegar hlutur fer hraðar en hljóðið í því efni sem umlykur hann. Flestir hafa tekið eftir því að hljóðið ferðast með endanlegum hraða. Glöggt dæmi um það má upplifa með því að fylgjast með fljúgandi þotu á heiðskír...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju eru sápuóperur kenndar við sápu?

Sápuóperur eru kallaðar svo vegna þess að í Bandaríkjunum voru framleiðendur sápu og þvottaefna lengi vel helstu styrktaraðilar þáttanna. Í sápuóperum leika oft sömu leikarar árum saman og áhersla er lögð á að koma til skila samfelldri sögu. Samtöl einkenna sápuóperur frekar en spenna og hraði og einkum er ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er laxsíld?

Laxsíld er samheiti yfir nokkrar tegundir af laxsíldaættinni (l. Myctophidae). Laxasíldar eru litlir, þunnvaxnir og stórmynntir fiskar sem halda sig á miðsævinu á úthafinu. Í riti Gunnars Jónssonar, Íslenskir fiskar er getið um 10 tegundir af þessari ætt sem fundist hafa innan íslensku efnahagslögsögunnar en all...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju hefur verið óvenjumikið um norðurljós um þessar mundir?

Spyrjandi bætir við:...ég hélt að norðurljósin sæjust aðallega um hávetur.Í svari Aðalbjarnar Þórólfssonar og Ögmundar Jónssonar við spurningunni 'Af hverju stafa norður- og suðurljósin?' segir meðal annars:Breytingar í sólvindinum valda því hins vegar að kragarnir geta stækkað eða minnkað og sjást þá ljósin á...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða efni er EPO?

EPO er skammstöfun á enska orðinu erythropoietin og hefur verið þýtt sem rauðkornavaki á íslensku. Það er hormón myndað í nýrum og berst frá þeim með blóðrás til blóðmergs (rauðs beinmergs) og örvar myndun rauðkorna. Myndun rauðkornavaka er háð súrefnismagni blóðs sem fer bæði eftir súrefnismagni andrúmslofts og f...

category-iconVísindavefur

Hefur einhver komið með spurningu sem þið hafið ekki getað svarað?

Svarið er nei, þetta hefur ekki gerst svo að við vitum. Málið er að það er alltaf hægt að segja eitthvað "af viti" um spurninguna, hversu ólíklegt sem það kann að virðast við fyrstu sýn. Hins vegar hafa okkur borist svo gríðarlega margar spurningar að við höfum ekki komist yfir að svara þeim öllum, en það er annað...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta uglur orðið gamlar? Í hvaða löndum lifa uglur?

Uglur heyra undir flokk einsleits hóps fugla sem nefnist Strigiformes á fræðimáli. Þær eru ránfuglar og veiða aðallega þegar skyggja tekur. Alls eru þekktar um 334 tegundir í 48 ættkvíslum. Uglur finnast á öllum meginlöndunum nema Suðurheimskautslandinu. Þær finnast ennfremur á fjölda eyja í Suður-Kyrrahafinu. Ugl...

category-iconFélagsvísindi

Ef maður greiðir upp lán, þarf þá að borga áfallnar verðbætur? Ef svo er, þá af hverju?

Ef verðtryggt lán er greitt upp áður en upphaflegur lánstími rennur út þá þarf lántakandinn að greiða verðbætur sem miðast við hækkun verðlags frá því að lánið var tekið og þangað til það er greitt upp. Þetta er eðlilegt enda á verðtryggingin að tryggja að endurgreiðslur lánsins rýrni ekki að raungildi vegna verðb...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru eða hafa einhvern tímann verið til svartir ísbirnir?

Einu svörtu ísbirnirnir (Ursus maritimus) sem höfundi er kunnugt um, voru á viðvörunarskiltum á Svalbarða. Samkvæmt nýjustu fréttum eru þeir ísbirnir meira að segja orðnir hvítir! Eftir rannsóknum að dæma greindust ísbirnir frá brúnbjörnum (skógarbjörnum, Ursus arctos) fyrir rúmlega 100 þúsund árum á ísöld (ple...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er feldur af tígrisdýrum mikið notaður í fataiðnaði?

Feldir af tígrisdýrum eru lítið notaðir í fataiðnaði af þeirri einföldu ástæðu að dýrin eru alfriðuð og verslun með þau eða afurðir þeirra er stranglega bönnuð. Þrátt fyrir það virðist vera markaður fyrir tígrisdýrafeldi í austanverðri Asíu og undanfarin 2-5 ár virðist svartamarkaðsbrask með þá hafa farið mjög vax...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna er sólin gul og grasið grænt?

Aðrir spyrjendur eru nokkrir nemendur 7. bekkjar Lágafellsskóla:Harpa Methúsalemsdóttir, Tómas Helgi Valdimarsson, Kristín Helga Hermannsdóttir, Arnór Snær Guðmundsson, Karen Gústavsdóttir, Alex Jökulsson Við höfum áður fjallað um litinn á sólinni, til dæmis af hverju hún verður gul og síðan rauðleit eftir því s...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju eru 1000 ms í sekúndu en 60 sekúndur í mínútu og 60 mínútur í klukkustund? Af hverju eru ekki líka 60 ms í sekúndu?

Sekúndan (s) er um það bil minnsta tímalengd sem við getum höndlað í daglegu lífi án nákvæmra mælitækja nútímans. Hjartað slær um það bil einu sinni á sekúndu og þegar við göngum tekur skrefið líka svipaðan tíma. Það er því engin tilviljun að sekúndan er yfirleitt tekin sem grundvallareining í tímamælingum. Ski...

Fleiri niðurstöður