Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 877 svör fundust

Af hverju voru galdraofsóknir svona algengar á Ströndum?

Ofsóknir á hendur galdramönnum breiddust jafnan út í litlum samfélögum þar sem nábúakrytur og tortryggni náðu að grafa um sig. Undirrótin var sá málflutningur kirkjunnar manna að engum væri að treysta, djöfullinn væri alls staðar með vélar sínar að villa um fyrir mönnunum. Þessi málflutningur hafði gengið linnulau...

Nánar

Er einhver hjátrú um fuglinn tjald?

Íslensk þjóðtrú hefur ekki margt af tjaldinum að segja, að því er virðist. Það helsta er af sunnanverðu landinu. Í Árnessýslu þótti til dæmis öruggt rigningamerki ef þeir fuglar settust á tún með kvaki og hávaða. Jón Gíslason segir til að mynda þetta í bók sinni Úr farvegi aldanna, 2. bindi (1974, bls. 174):Tj...

Nánar

Hvenær og af hverju var byrjað að halda upp á áramótin á Íslandi?

Mjög breytilegt er og hefur verið um heim allan hvenær haldið er upp á áramót. Sem dæmi má nefna að Kínverjar hafa eigin áramót sem lúta allt öðrum reglum en hér á Vesturlöndum. Í Evrópu var byrjun ársins lengi vel einnig mjög á reiki. Rómverjar höfðu í öndverðu látið árið hefjast 1. mars og mánaðarheitin bera...

Nánar

Hvað er hlaupastingur og hvernig er hægt að losna við hann?

Þetta er mjög vinsæl spurning eins og sést á því hversu margir hafa spurt Vísindavefinn um hlaupasting. Aðrir spyrjendur eru: Árni Haraldsson, Ellen Helga Steingrímsdóttir, Emilía Sigurðardóttir, Ásdís Ágústsdóttir, Eydís Daníelsdóttir, Ása Einarsdóttir, Davíð Stefánsson, Stefán Gunnarsson, Steinunn Sigurðardóttir...

Nánar

Tengist nafnorðið spjör sögninni spjara?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hverjar eru orðsifjar nafnorðsins spjör og sagnarinnar spjara? Liggja sifjabönd þar á milli? Tengsl eru milli nafnorðsins spjör ‘flík; tuska, fataleppur,…’ og sagnarinnar spjara ‘klæða sig, fara í spjarir’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er uppruninn indóevrópskur sama...

Nánar

Hvað gerðist í Tyrkjaráninu?

Sumarið 1627 komu ræningjaskip til Íslands frá Norður-Afríku. Ránsmenn voru í tveim hópum; var annar upprunninn í borginni Sale í Marokkó og kom skömmu fyrir Jónsmessu; hinn var frá Algeirsborg (sem nú er höfuðborg Alsírs) og birtist á Íslandi um hálfum mánuði síðar. Hvernig samfloti þeirra var háttað eða hvort og...

Nánar

Getið þið sagt mér einhverjar þjóðsögur um hrafninn?

Þjóðsögur af hröfnum í íslenskum þjóðsagnasöfnum og ritum um þjóðlegan fróðleik eru flestar tengdar spásagnargáfu hrafnsins og fjalla um hann sem feigðarboða. Mikil hjátrú er bundin við fuglinn og víðast hvar í heiminum er hann talinn illur fyrirboði, en það er þó ekki algilt. Mörg grundvallarminni í íslenskum...

Nánar

Hvenær varð fyrst vart við rottur á Íslandi?

Við fornleifagröft á Bessastöðum á Álftanesi hafa fundist rottubein í mannvistarlagi sem talið er frá 17. öld, og mun þó ekki öruggt að það sé eldra en frá 18. öld. Á vissan hátt er líklegra að þessi rotta sé frá 18. öld, því að hún er brúnrotta (Rattus norvegicus), og þeirra verður tæpast vart í Evrópu fyrr en þá...

Nánar

Hversu mörg snjóflóð falla árlega í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvert er meðaltal snjóflóða í Álftafirði, sérstaklega Súðavíkurhlíð? Er til kort af Íslandi með grafi sem sýnir á hvaða vegum snjóflóð og mögulega önnur algeng slys á umferðasamgöngum af náttúrunnar hendi gerast? Á árabilinu frá 1996 til 2013 voru skráð 452 snjóflóð á veginn ...

Nánar

Hver voru algeng nöfn víkinga?

Eftir því sem ég best veit hefur ekki verið tekinn saman listi yfir þá sem töldust víkingar eða vitað var að héldu í víking. Til er stuttur kafli um nöfn sem þekkt eru frá víkingatímanum í bók Assars Janzéns um norræn eiginnöfn (1948:28-29). Þau eru ekki sérstaklega nöfn á þeim sem héldu í víking heldur heimildir ...

Nánar

Hvað er fullkomnun?

Stórt er spurt og kannski ekkert annað en dæmi um guðsduld að ætla sér að svara þessari spurningu, sérstaklega ef svarið á að vera fullkomið! Með það í huga er þó hægt að benda á einhverjar leiðir til þess að hugsa um fullkomnun og þá sérstaklega af hverju við leitum hennar í ótal myndum. En fyrst er gott að hu...

Nánar

Fleiri niðurstöður