Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur opin fósturæð í börnum aukið næmni fyrir sýklum, til dæmis kvefi?

Flestir meðfæddir hjartasjúkdómar virðast auka tíðni efri og neðri öndunarfærasýkinga en ég kannast ekki sérstaklega við að kvef sé algengara hjá þessum börnum, þó að svo kunni að vera. Ég geri ráð fyrir að með opinni fósturæð sé átt við opinn brjóstgang (patent ductus arteriosus) sem er æð milli lungnaslag...

category-iconHeimspeki

Hvað er hugmyndafræði?

Hugtakið hugmyndafræði er frá því um 1800 og merkti upphaflega heildstæða lýsingu á samfélaginu ásamt hugmyndum um hvernig skyldi breyta því til hins betra. Merking orðsins hefur víkkað síðan og það færst nær því að merkja hvern þann hugsunarhátt sem einkennir einhvern hóp eða menningarsamfélag. Enn er orðið þó sé...

category-iconFélagsvísindi

Má búast við því að Netið breyti eðli og verðgildi peninga og annarra fjármuna? Gæti aðgengi manna, til dæmis fátækra þjóða, að peningum aukist með tilkomu Netsins?

Margt bendir til þess að aukin útbreiðsla og notkun Netsins eigi eftir að hafa margvísleg áhrif á viðskipti og sum þeirra býsna róttæk. Ein áhrifin verða trúlega þau að notkun peninga í þeirri mynd sem við þekkjum þá, sem seðla og mynt, muni minnka og jafnvel leggjast af. Í stað þeirra komi innstæður á margs konar...

category-iconLífvísindi: almennt

Er til fullnægjandi fræðileg skilgreining á lífi?

Margir hafa spreytt sig á því að skilgreina hugtakið líf en það er eins og skilgreiningarnar vilji gleymast jafnóðum og þær eru settar fram. Líklega er það vegna þess að þær eru yfirleitt aðeins lýsingar á helstu eiginleikum lífvera sem hvort eð er eru öllum kunnugir. Skilgreiningar er ekki þörf til að greina ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju líkar flóðhestum svona vel að vera í vatni?

Í Afríku lifa tvær tegundir flóðhesta, fljótaflóðhesturinn (Hippopotamus amphibius), stundum kallaður Nílarflóðhesturinn og dvergflóðhesturinn (Choeropsis liberiensis). Sá fyrrnefndi er mun stærri eða allt að 3 tonn að þyngd. Dvergflóðhestar vega aftur á móti aðeins frá 160 til 280 kg. Flóðhestar eru algengir nú á...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verður ölkelduvatn til?

Um ölkeldur á Íslandi er fjallað í grein eftir Stefán Arnórsson (Eldur er í Norðri, Reykjavík, Sögufélag 1982, bls. 401-407). Ölkelduvatn, sem getur verið ýmist kalt eða heitt, hefur verið skilgreint þannig að samanlagður styrkur karbónats (CO2 + HCO3- + CO3--) í því sé 1 gramm eða meira per lítra vatns. Fyrir hér...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til eitraðar skjaldbökur?

Engar tegundir innan yfirættar skjaldbakna (Chelania) framleiða eitur, hvort heldur er til sjálfsvarnar eða veiða. Slíkt er þó vel þekkt innan nokkurra hópa hryggdýra, svo sem froska og slangna. Skjaldbökur hafa hins vegar þróað með sér aðra vörn; stóran og sterkan skjöld sem þær draga nafn sitt af. Hann er s...

category-iconNæringarfræði

Í hvaða matvælum er helst að finna frumefnið litín (lithium)?

Litín (Li) finnst víða, en í mjög breytilegu magni, í plöntum (0,4 til 1000 míkrógrömm/g) og jarðvegi (frá því innan við 10 og yfir 100 míkrógrömm/g) (1 míkrógramm = 10-6 g). Í plöntum er þessi styrkur mjög háður tegundum, sem og þeim jarðvegi sem plönturnar vaxa í. Í austur-evrópskri rannsókn reyndist litínmagn í...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til einhver eitruð spendýr?

Eina spendýrið sem staðfest er að framleiði eitur er breiðnefurinn (Ornithorhynchus anatinus) sem er afar sérstætt spendýr og sker sig mjög frá öðrum spendýrum jarðarinnar. Eins og önnur spendýr hefur breiðnefurinn jafnheitt blóð en hitastig þess er lægra en hjá öðrum ættum spendýra eða 25-30 °C. Það er að jafnaði...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða áhrif hefur aukin notkun löggæslumyndavéla á réttarvitund hins "almenna borgara"?

Samkvæmt áfangaskýrslu sem gerð var á vegum Lögreglunnar í Reykjavík, kemur fram að ein ástæðan fyrir því að eftirlitskerfi var sett upp í miðbæ Reykjavíkur er sú að flestir glæpir eru háðir tilviljun og tækifæri en á slíkum glæpum er erfitt að ná tökum nema með stöðugri vöktun. Menn vonuðust til að með því að set...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er stærsti fugl í heimi með stórt vænghaf?

Stærsta núlifandi fuglategundin er strúturinn (Struthio camelus). Fullorðnir karlfuglar geta orðið 250 cm á hæð, en um helmingur hæðarinnar felst í lengd hálsins. Strúturinn getur orðið 155 kg á þyngd. Strútar finnast víða í Afríka, meðal annars í norðanverðri álfunni sem deilitegundin Struthio camelus came...

category-iconHugvísindi

Hvað borguðu Bandaríkjamenn fyrir Alaska þegar þeir keyptu það?

Árið 1867 keyptu Bandaríkin Alaska af Rússlandi fyrir 7,2 milljónir bandaríkjadala. Forsögu kaupanna má rekja till þess er danskur landkönnuður, Vitus Bering, kom til Alaska árið 1741. Hann hafði ásamt félögum sínum ferðast alla leið yfir Síberíu og yfir sundið milli Alaska og Síberíu en það er nú kennt við hann o...

category-iconLandafræði

Hvað eru mörg lönd i Afríku?

Samkvæmt lista á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna eru 56 lönd í Afríku. Átján þeirra teljast til Austur-Afríku, sautján tilheyra Vestur-Afríku, níu lönd mynda Mið-Afríku, sjö eru í Norður-Afríku og sunnanverð Afríka rekur lestina en fimm lönd tilheyra þeim hluta heimsálfunnar. Á heimasíðunni Global Geografia er ...

category-iconFélagsvísindi

Hver var verðbólgan árið 1983?

Árið 1983 voru ýmis Íslandsmet í verðbólgu slegin og höfðu Íslendingar þó ýmsu vanist í verðlagsmálum áður. Ef við miðum við vísitölu neysluverðs, sem þá hét vísitala framfærslukostnaðar, varð verðbólgan mest frá febrúar til mars það ár en vísitalan hækkaði um 10,3% milli þessara tveggja mánaða. Það samsvarar 225%...

category-iconTrúarbrögð

Hver þýddi Faðirvorið yfir á íslensku?

Faðirvorið er á tveim stöðum í Nýja testamentinu, annars vegar í Matteusarguðspjalli, 6. kapítula, versum 9 – 13, og hins vegar í Lúkasarguðspjalli, 11. kapítula, versum 2 – 4. Það er nokkur munur á bænunum en það er útgáfan í Matteusarguðspjallli sem hefur verið bæn kristinna manna frá ómunatíð. Samkvæmt laga...

Fleiri niðurstöður