Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Ég sá í textavarpinu þann 29. maí að í næstu viku færi Venus fyrir sól miðað við jörð, líkt og um sólmyrkva væri að ræða. Hvaða fyrirbæri er hér á ferðinni?

Hér er um þvergöngu Venusar að ræða. Þverganga nefnist það þegar reikistjarna gengur þvert fyrir sólina frá jörðu séð. Slíkir atburðir eru frekar sjaldgæfir en þannig gengur Venus fyrir sólina á 105,5 eða 121,5 ára fresti og þá tvisvar með átta ára millibili. Seinast gekk Venus fyrir sól árið 2004 og sást sú þverg...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Í dag var mjög stór geitungur inni á heimili okkar, er þetta ný tegund?

Inn á heimili spyrjandans hefur komið drottning sem er nývöknuð af vetrardvala en drottningarnar eru mun stærri en þernur hvort sem um er að ræða holugeitunga (Paravespula vulgaris), trjágeitunga (Dolichovespula norwegica) eða húsageitunga (Vespula germanica). Á vorin verður fólk vart við drottningar sem vakna...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað þurfti til þess að hryggdýr gætu hafið landnám?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvaða umhverfisskilyrði og aðlaganir þurfti til þess að hryggdýr gætu hafið landnám? Hvar og hvenær er það talið hafa gerst?Eitt af stærstu skrefum í þróun lífs á jörðunni var landnám hryggdýra. Þetta merka skref tók hópur holdugga (Sarcopterygii) á seinni hluta fornlífsalda...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju lifa ekki villt skriðdýr á Íslandi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða ástæður gætu verið fyrir því að engin villt skriðdýr eru á Íslandi? Líklegasta skýringin á því að skriðdýr finnast ekki í fánu Íslands er hversu afskekkt landið er. Skriðdýr lifa ekki heldur á Grænlandi eða í Færeyjum. Hins vegar lifa nokkrar tegundir skriðdýr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig og hvenær komst sá siður á að tala dönsku á sunnudögum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvernig og hvenær komst sá siður á að tala dönsku á sunnudögum? Var danskan staðbundin eða töluð út um allt land? Hvenær leið það undir lok? Það var aldrei almennur siður að danska væri töluð um allt land. Helst brá dönsku fyrir á verslunarstöðunum þar sem danskra ka...

category-iconJarðvísindi

Af hverju lítur landið okkar út eins og það gerir?

Yfirborð jarðar er í stöðugri mótun og óvíða eru þau ferli hraðari en hér á landi. Í seinni tíð hefur maðurinn að vísu átt stærstan hlut í þeim breytingum sem orðið hafa, en á móti kemur að náttúran hefur haft miklu lengri tíma til sinna verka – og svo mun væntanlega verða í framtíðinni. Við mótun landsins takast ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvert er lengsta þekkta orð í heimi og úr hvaða tungumáli er það?

Svar úr Heimsmetabók Guinness (ritstj. Örnólfur Thorlacius, útg. Örn og Örlygur 1985): Lengsta orð, sem vitað er um í samanlögðum bókmenntum heimsins, er í gríska leikritinu Þingkonunum eftir Aristófanes (448-380 fyrir Krist), í frumtextanum 170 stafir. Orðið merkir mat sem er samsettur úr 17 hlutum, súrum og sæt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er það satt að ísbirnir éti stundum dýr sem eru þrisvar sinnum stærri en þeir sjálfir?

Rannsóknir á fæðuvali ísbjarna (Ursus maritimus) hafa sýnt að selir eru helsta fæða þeirra. Hringanóri (Phoca hispida) skipar þar stærstan sess en á sumum svæðum er kampselur (Erignathus barbatus) næst mikilvægasta fæðan. Aðrar selategundir sem ísbirnir veiða eru vöðuselur (Pagophilus groenlandicus) og blöðruselur...

category-iconLögfræði

Má reka einhvern úr vinnu á meðan hann liggur á sjúkrahúsi?

Almennt séð er vinnuveitendum frjálst að segja starfsfólki sínu upp hafi þeir staðið við allar skuldbindingar samkvæmt þeim kjarasamningum og lögum sem gilda um ráðningarsambandið. Staðsetning starfsmannsins á þeim tíma sem honum er tilkynnt um uppsögn skiptir þá í raun engu máli. Hins vegar má velta því fyrir ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var James Cook og hvað hvert sigldi hann?

James Cook (1728-1779) var einn mesti landkönnuður á sinni tíð. Hann sigldi yfir Kyrrahafið þvert og endilangt, fór yfir 70. breiddargráðu bæði í norðri og suðri, var fyrstur manna til þess að sigla umhverfis jörðina á mjög suðlægum slóðum, fann óþekktar eyjur, kannaði aðrar sem áður var vitað um og skildi eftir s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hættulegt að vera bitinn til blóðs af villtri íslenskri mús?

Öll spurningin hljóðaði svona: Er bit húsamúsa hættuleg? Hvað skal gera ef maður er bitinn til blóðs af villtri íslenskri mús? Stutta og einfalda svarið við spurningunni er já. Rétt er að ganga út frá því að bit dýra og manna sé slæmt og geti haft áhrif á heilsu okkar, sérstaklega ef bitið er til blóðs. ...

category-iconLögfræði

Er hægt að ættleiða einhvern sem er eldri en maður sjálfur? Ef svo er, má þá ættleiða skyldmenni sitt, til dæmis frænku sína?

Í 3. gr. laga um ættleiðingar nr. 130/1999, er tiltekið hverja megi ættleiða:Lög þessi taka til ættleiðinga barna innan 18 ára aldurs. Sama er um ættleiðingar þeirra sem eldri eru, nema annars sé getið og eftir því sem við á. Með orðinu barn samkvæmt lögum þessum er átt við barn eða ungmenni allt til 18 ára aldurs...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru dráttarvextir og hver er munurinn á þeim og venjulegum vöxtum?

Í lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 er sérstaklega fjallað um svokallaða dráttarvexti. Sé krafa greidd eftir gjalddaga er kröfuhafa (lánveitanda) heimilt að krefja skuldara um dráttarvexti sem reiknast frá gjalddaga að greiðsludegi. Hafi ekki verið samið um sérstakan gjalddaga getur kröfuhafi krafist drá...

category-iconFélagsvísindi

Er opinberum starfsmönnum heimilt að ráða sína eigin fjölskyldumeðlimi í vinnu?

Stutt og einfalt svar við þessari spurningu er nei. Um ráðningu ríkisstarfsmanna gilda lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þau taka til allra þeirra sem ráðnir eru, settir eða skipaðir í störf í þágu ríkisins. Lögin gilda þó ekki um þjóðkjörna fulltrúa, starfsmenn félaga sem eru einkaré...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað þýða litirnir í finnska fánanum?

Fáni Finnlands er kallaður Siniristilippu á finnsku eða 'fáninn með bláa krossinum'. Eins og nafnið bendir til er fáninn blár kross á hvítum fleti. Blái liturinn táknar himininn og stöðuvötnin, en Finnland er einmitt þekkt sem þúsund vatna landið og eru stöðuvötnin þar rúmlega 187.000 í allt. Hvíti liturinn táknar...

Fleiri niðurstöður