Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7930 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Hverjir eru kirkjufeður?

Kirkjufeður eru þeir einstaklingar nefndir, um hundrað að tölu, sem voru leiðtogar og fræðarar kristninnar fyrstu tæpar átta aldirnar, það er að segja á aðalmótunarskeiði hennar. Oftast eru postularnir þó undanskildir sem og aðrir höfundar Nýja testamentisins. Sumir þessara svokölluðu kirkjufeðra rituðu til að...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um trjáfroska?

Trjáfroskar eru heiti froska sem tilheyra tveimur ættum, Hylidae og Rhacophoridae. Þessar ættir greinast nánar í 6 undirættir, 49 ættkvíslir og yfir 350 tegundir. Þetta er afar fjölbreyttur hópur og þrátt fyrir heitið þá lifa ekki allar tegundir hinna svokölluðu trjáfroska í trjám, heldur einnig á jörðu niðri, við...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um peléeísk og plínísk eldgos?

Eldgos eru flokkuð á ýmsa vegu. Einna algengast er að nota aðferð George P.L. Walker, en hann flokkaði eldgos í hawaiisk (basísk hraungos), stombólsk (sprengivirk hraungos), vúlkönsk (stopul sprengivirkni með eða án hraungúls) og plínísk (sem hafa verið nefnd þeytigos á íslensku). Einnig eru tveir flokkar þar sem ...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er munur á seltu Svartahafs og Dauðahafs og hve mikill er hann?

Ein merkasta uppgötvun í jarðfræði á 18. öld var ef til vill sú að öll ferli í náttúrunni eru í hringrás – og þannig óendanleg í eðli sínu. Vatn gufar upp í hitabeltinu og berst til hærri breiddargráða þar sem það fellur aftur til jarðar sem regn eða snjór. Á landi leysir efnaveðrun salt og önnur efni úr berginu o...

category-iconHeimspeki

Hvað er til af efni um og eftir heimspekinginn Senecu sem var kennari og ráðgjafi Nerós Rómakeisara?

Rómverski heimspekingurinn Lucius Annaeus Seneca, stundum nefndur Seneca yngri til aðgreiningar frá föður sínum Senecu eldri, fæddist árið 4 f.Kr. í Corduba á Spáni. Hann var af auðugum ættum, gekk í skóla í Róm og hlaut menntun í mælskufræði, heimspeki og lögfræði. Hann hóf feril í stjórnmálum, kleif metorðastiga...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er salmonella?

Salmonella er baktería með yfir 2000 afbrigði (sermisgerðir). Algengastar hér á landi eru S. Enteritidis og S. Typhimurium og er uppruni smits oftast af erlendum toga. Stærstu hópsýkingarnar hérlendis á síðastliðnum árum voru árið 1996 af völdum S. Enteritidis í eggjum (rjómabollufaraldurinn) og árið 2000, þegar S...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er vigursvið og hvað er mætti vigursviðs?

Flest höfum við hár á hausnum. Ef vel er að gáð sést að engin tvö hár deila sömu rótinni, að hvert þeirra stefnir í einhverja átt og hefur ákveðna lengd, og að stefna og lengd háranna breytist nokkuð jafnt og þétt. Hárgreiðsla er ekki eitt af orðunum sem fólki dettur í hug þegar það hugsar um stærðfræði, en þrátt ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig er hægt að hlaupa hraðar?

Hlaupahraði er að miklu leyti meðfæddur og því mætti segja að auðveldasta leiðin til þess að verða fljótari sé að velja sér aðra foreldra! Í mannslíkamanum eru tvær aðaltegundir vöðvafruma, hraðar og hægar. Hraðar vöðvafrumur geta dregist hratt saman eins og nafnið bendir til og því eru einstaklingar sem fæðast...

category-iconLæknisfræði

Hver var fílamaðurinn og hvaða sjúkdómur hrjáði hann?

Fílamaðurinn hét réttu nafni Joseph Carey Merrick og fæddist árið 1862 í Leicester á Englandi. Sem ungbarn sýndi hann ekki merki um neitt óeðlilegt en á fyrstu árum ævinnar fór að bera á afmyndun sem jókst eftir því sem hann varð eldri. Afmyndunin var mikill ofvöxtur í húð þannig að holdið myndaði nánast fellingar...

category-iconNæringarfræði

Hversu langan tíma tekur það fyrir líkamann að nýta næringarefni úr fæðunni?

Kolvetni, fita og prótín eru helstu næringarefni fæðunnar. Til þess að nýta þau úr fæðunni þarf að melta hana fyrst. Það felur í sér að mala hana og síðan að brjóta stórsameindir hennar niður í smásameindir sem hægt er að taka upp í gegnum þarmavegginn í blóðrásina. Stórsameindirnar eru fjölsykrur eins og mjöl...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur maður orðið sólbrúnn í gegnum gler?

Eins og kemur fram í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvers vegna verðum við brún af því að vera mikið í sól? eru það útfjólubláir geislar sólarinnar sem virkja litfrumur í húðinni og valda því að húðin dekkist og verður sólbrún. Útfjólublátt ljós er rafsegulgeislun með öldulengdina 100-400 nm ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Var hægt að lenda Curiosity hvar sem er á Mars, eða hvernig var lendingarstaðurinn ákveðinn?

Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar. Miklu mál...

category-iconHeimspeki

Hvað er siðferðilega rétt ákvörðun?

Þessi spurning hefur vafist fyrir mannkyninu um aldir. Þótt margir helstu hugsuðir sögunnar hafi glímt við þessa spurningu er erfitt að setja fram skýrt svar við henni. Líklega er hún oftast borin upp þegar fólk vill gagnrýna ákvarðanir annars fólks. En spurningin er engu síður mikilvæg við mat á eigin ákvörðunum....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er ránlífi?

Til að við áttum okkur á gerðum fæðunáms lífvera á jörðinni er gott að skipta þeim í tvennt: Í fyrsta lagi eru frumbjarga lífverur, sem ýmist stunda efnatillífun eða ljóstillífun en hins vegar eru hinar ófrumbjarga lífverur; þeim flokki tilheyra meðal annarra þær lífverur sem stunda ránlífi. Ránlífi má skilg...

category-iconStærðfræði

Hver er reglan um topphorn?

Í þessu svari verður sýnt hvernig skilgreina má topphorn út frá öðrum hugtökum venjulegrar rúmfræði og sagt frá mikilvægustu reglunni sem tengist þeim. Gert er ráð fyrir að allir hlutir, sem rætt er um í svarinu, liggi í sama slétta fletinum. Hugsum okkur að við höfum beina línu sem er óendanleg í báðar áttir o...

Fleiri niðurstöður