Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvernig segir maður eða skrifar "nörd" á latínu?
Enska orðið "nerd" kemur fyrst fyrir í sögunni If I ran the Zoo eftir dr. Seuss árið 1950. Síðan þá hefur það öðlast neikvæða merkingu og er farið að merkja manneskju sem kann sig ekki og er félagslega vanhæf (þótt merking þess hafi síðan mildast aftur, eins og hægt er að lesa um í svörum Heiðu Maríu Sigurðardóttu...
Hvers vegna er talað um að vera horaður, tengist það eitthvað hori sem kemur úr nefinu?
Lýsingarorðið horaður 'mjög magur' er dregið af nafnorðinu hor 'megurð, vesæld' með viðskeytinu -aður. Hor í þessari merkingu á ekki skylt við hor í merkingunni 'slímrennsli í nefi' (sjá Íslenska orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar 1989:362). Röntgenmynd af efri hluta mannslíkama. Talað er um að skepnur de...
Hver er fræðilega skýringin á því hvar hringur endar og byrjar?
Til að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að vita hvernig hringur er skilgreindur. Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig skilgreinir maður hring? segir svo:Hringur eða hringferill er mengi þeirra punkta í sléttu eða plani sem eru í tiltekinni fjarlægð frá gefnum punkti. Sá punktur nefnist...
Hvaða dýr eru algeng í Árnessýslu?
Hænur eru algengasta dýrið í Árnessýslu, alla vega ef átt er við húsdýr. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofu Íslands voru samtals 37.096 hænur í þeim sveitarfélögum sem tilheyra Árnessýslu árið 2006 (nýrri upplýsingar lágu ekki fyrir). Til samanburðar voru íbúar á þessu svæði 12.629 þetta sama ár, eða þrisv...
Eru Marsbúar til?
Árið 1976 fóru tvö könnunarför til reikistjörnunnar Mars. Þau leituðu meðal annars að ummerkjum um frumstætt líf. Í fyrstu héldu menn að örverur væru í jarðvegssýnum frá Mars en að lokum kom í ljós að svo var ekki. Í svari Þorsteins Þorsteinssonar við spurningunni Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars? seg...
Af hverju grátum við?
Fólk grætur oft þegar eitthvað kemur því í tilfinningalegt uppnám, svo sem þegar það upplifir sorg, gleði eða sársauka. Það er hins vegar ekki vitað nákvæmlega hvers vegna þessi viðbrögð koma fram. Maðurinn er ekki eina lífveran sem gefur frá sér hljóð við hryggð eða sársauka því rannsóknir hafa sýnt að flest...
Hvað kostar að framleiða eina krónu?
Það kostaði síðast ríflega þrjár krónur að láta slá hverja krónumynt. Þessar myntir duga í áratugi, ólíkt seðlunum sem duga að jafnaði í örfá ár, en þó mismunandi eftir notkun. Hver mynt er að jafnaði notuð sem greiðslumiðill í fjölda viðskipta og ef þeirra nyti ekki við gætu viðskipti orðið tregari í einhverjum t...
Gætu eldflugur lifað á Íslandi?
Eldflugur eru í raun ekki flugur heldur bjöllur af ættinni Lampyridae. Á ensku nefnast bjöllur af þessari ætt fireflies eða lightning bug. Rúmlega 1100 tegundir eru þekktar af bjöllum sem nota ljósmögnun (e. bioluminescence) til samskipta sín á milli, langoftast á pörunartímanum. Dýrin laða þá aðila af hinu kyninu...
Hvað getur meðalkind eignast mörg lömb um ævina ef hún lifir þennan venjulega lífstíma?
Það eru ýmsir þættir sem spila inn í þegar talað er um heildarfrjósemi áa á líftíma þeirra og þá helst hversu gamlar ærnar verða og frjósemi þeirra ár hvert. Við verðum því að gefa okkur ýmsar forsendur til þess að svara þessari spurningu og hafa í huga að niðurstaðan verður ekki nákvæm og endanlega tala heldur ge...
Gætu verið til óuppgötvuð handrit Íslendingasagna einhvers staðar?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Gætu mögulega verið til óuppgötvuð handrit eða Íslendingasögur á Íslandi eða erlendis? Það er mögulegt að til séu óuppgötvuð handrit Íslendingasagna en það er ekki líklegt. Það koma annað veifið handrit til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Stofnunar Ár...
Fara íþróttafréttamenn alltaf rétt með raðtölur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Raðtölur. Fyrir mörgum vefst - mér líka - hvernig raðtala er sögð þegar komið er yfir hundrað. Hundraðasti og fyrsti, hundraðasti og nítjándi. En þegar komið er í hundrað og tuttugu, á þá ekki að segja hundrað og tuttugasti; ekki hundraðasti og tuttugasti. Tek sérstaklega eftir ...
Hver er munurinn á frumbjarga og ófrumbjarga lífverum?
Það er grundvallarmunur á frumbjarga (e. autotroph) og ófrumbjarga (e. heterotroph) lífverum. Frumbjarga lífverur geta sjálfar framleitt þau lífrænu efni sem þær þurfa. Þær þurfa aðeins orku frá sólinni, koltvíildi (CO2) og vatn sem er nauðsynlegt öllum lífverum. Plöntur sem stunda ljóstillífun eru dæmi um frumbja...
Hvort heitir skógurinn austan við Sogið Þrastaskógur eða Þrastarskógur?
Skógurinn heitir Þrastaskógur, það fer ekki á milli mála. Um það má lesa í bók Jóns M. Ívarssonar: Vormenn Íslands. Saga UMFÍ í 100 ár (Reykjavík 2007), bls. 639–640. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri keypti þessa spildu úr Öndverðarneslandi árið 1911 og gaf UMFÍ. Tveimur árum síðar var svæðinu gefið nafnið Þrastas...
Er hvítt súkkulaði búið til úr hvítum kakóbaunum?
Nei, hvítt súkkulaði er ekki úr hvítum kakóbaunum heldur vantar í það efnin sem gera súkkulaði venjulega brúnt. Venjulegt dökkt eða brúnt súkkulaði er samsett úr þremur meginþáttum, kakómassa eða kakóþurrefnum, kakósmjöri og sykri auk bragðefna. Í hvítu súkkulaði eru hins vegar ekki kakóþurrefni, heldur aðeins ...
Hversu heitt er á Plútó?
Það er kalt á Plútó. Talið er að meðalhiti við yfirborð sé -230°C, hæsti hiti sé um -220°C og lægsti um -240°C. Hitatigið á Plútó er því ekki langt frá alkuli. Ástæðan fyrir þessu er sú að braut Plútó er yfrleitt langt frá sólu og einnig er yfirborðið bjart og sólargeislarnir endurkastast því vel af Plútó. Í ...