Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1578 svör fundust
Hverjar eru helstu hættur pokadýra, eiga þau einhverja óvini, og hverja þá?
Ástralía hefur gengið í gegnum miklar breytingar eftir komu Evrópumanna þangað. Á síðustu 200 árum hafa 10 tegundir og 6 undirtegundir pokadýra dáið út í Ástralíu og 55 tegundir eru nú í mikilli hættu, aðallega vegna eyðingu búsvæða og innfluttra dýra. Þótt hlutfallslega mjög fáir búi í Ástralíu (svipaður þétt...
Hver er hugsunin á bak við bæjarheitið Svarfhóll?
Svarfhóll er nafn á að minnsta kosti níu bæjum í landinu: Bær í Svínadal í Hvalfjarðarsveit í Borgarfjarðarsýslu. Bær í Stafholtstungum í Mýrarsýslu. Hann stóð á lágum öldóttum klapparhrygg. Bær í Hraunhreppi í Mýrarsýslu. Bær í Miklaholtshreppi í Snæfellssýslu. Þar þykir hvassviðrasamt. Bær í Miðdölum í D...
Af hverju heilsum við ekki með vinstri hendi?
Oft reynist erfitt að geta sér til um uppruna hefða. Þær eru margar hverjar ævafornar og það sem okkur þykir líklegt um uppruna þeirra þarf alls ekki endilega að reynast rétt. Handaband með hægri hendi er ein þessara fjölmörgu hefða sem fæstir spá í enda fyndist mörgum líklega ankannalegt að heilsa með vinstri hen...
Mér hefur verið sagt að sápuhimna sé "lágflötur", en hverjir eru eiginleikar og eðli lágflata?
Lágfletir eru yfirborð sem hafa minnsta mögulega flatarmál af öllum yfirborðum sem má koma fyrir innan ákveðinna marka. Mjög auðvelt er að sjá dæmi um lágfleti, því ef maður beygir vír í lokaða lykkju og dýfir henni í sápuvatn þá myndar sápuhimnan sem fæst þannig lágflöt sem afmarkast af vírnum. Sápuhimnur mynd...
Hvenær komu fyrstu takkaskórnir?
Að því er menn best vita var fyrst ritað um fótboltaskó árið 1526 en þá pantaði Hinrik VIII Englandskonungur eitt leðurpar til fótboltaiðkunar. Á 19. öldinni varð fótbolti sífellt vinsælli meðal almennings í Bretlandi. Þrátt fyrir að konungurinn hafi pantað sér fótboltaskó um þremur öldum áður notuðu menn þó ekki ...
Er líf á öðrum stöðum en jörðinni?
Menn hafa lengi velt lífi í geimnum fyrir sér enda er geimurinn gríðarstór. Við skulum reyna að gera okkur í hugarlund hversu stór alheimurinn er en meira má lesa um það í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni: Er alheimurinn bara eitt sólkerfi eða út um allt? Í okkar sólkerfi eru 8 reikistjörnur, þar á m...
Hvernig er skólaganga einhvers sem býr í Bandaríkjunum ef hann ætlar að verða skurðlæknir?
Skólakerfið í Bandaríkjunum er ólíkt því sem við þekkjum á Íslandi og uppbyggingin önnur. Til að komast inn í læknaskóla (e. medical school) í Bandaríkjunum þarf fyrst að ljúka fjögurra ára grunnháskólanámi (e. undergraduate study). Á þessu stigi mega nemar velja hvaða aðalfag sem er, en best er að læra eitthv...
Ef krónu er kastað fjórum sinnum, hvort eru meiri líkur á að fá þorskinn og bergrisann tvisvar hvorn eða fá þorskinn í öll skiptin?
Eitt krónukast hefur tvær mögulegar útkomur: Annars vegar getur þorskurinn (Þ) komið upp og hins vegar bergrisinn (B). Þegar krónu er kastað fjórum sinnum eru þess vegna $2 \cdot 2 \cdot 2 \cdot 2 = 16$ mögulegar útkomur. Þær eru: ÞÞÞÞ BÞÞÞ ÞBÞÞ ÞÞBÞ ÞÞÞB BBÞÞ BÞBÞ BÞÞB ÞBBÞ ÞBÞB ÞÞBB BBBÞ BBÞB BÞ...
Gæti Grænland orðið fjölmennara en Ísland í framtíðinni?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Á Grænland raunhæfan möguleika á að verða fjölmennara en Ísland í framtíðinni? Í stuttu máli sagt er afar ólíklegt að Grænland verði fjölmennara en Ísland í fyrirsjáanlegri framtíð nema eitthvað stórkostlegt gerist sem veldur mjög mikilli fólksfækkun á Íslandi eða mjög...
Hvenær fóru Íslendingar að tala um karamellur?
Orðið karamella hefur verið notað hérlendis að minnsta kosti frá því í upphafi 20. aldar. Í Morgunblaðinu 28. desember 1913 var verið að skammast út í orðið og þá var skrifað: "Karamellur." Þetta ótætis orð, sem fyrir nokkrum árum var að eins þekt af örfáum reykvískum sætindabelgjum sem ill danska, gjörir nú kr...
Eru orðin kona og queen eitthvað skyld?
Orðið kona er fornt að uppruna eins og við er að búast. V-ið er í stofninum, samanber beygingarmyndina kvenna, samsetningar á kven- og fornyrðin kván, kvon og kvæn, sem merkja 'kona'. Samsvarandi orð er notað í nágrannamálunum, danska kvinde, norska kvinne og sænska kvinna. En hvað með ensku? Sami orðstofn er til...
Er það satt að geimfarar fái sér epli við lendingu á jörðu?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Er það satt að geimfarar fái sé epli við lendingu á jörðu? Af hverju og hvenær kom þessi siður á? Já, þessi siður tíðkast að minnsta kosti þegar rússnesk geimför lenda á jörðu. Lítið er tekið af ferskum matvælum út í geim, þar sem þau skemmast fljótt. Aftur á móti bíða g...
Er eitthvað raunverulega ókeypis?
Það fer nú dálítið eftir því hvaða skilning menn leggja í „ókeypis“. Margt kostar nefnilega ekki pening. Sem dæmi mætti nefna bros, hrós eða faðmlag. Í ensku er til orðatiltækið „The best things in life are free“ sem mætti þýða eitthvað á þá leið að það besta í lífinu sé ókeypis. Ef við lítum svo á að „ókeypis“ þý...
Hvað er vitað um aldur grænlandshákarlsins, gæti hann orðið 400 ára?
Grænlandshákarl (Somniosus microcephalus) er kunnasta hákarlategundin sem finnst hér við land og gengur einfaldlega undir heitinu hákarl á íslensku. Tilveran gengur hægt fyrir sig hjá grænlandshákarlinum. Hann vex afar hægt eða að jafnaði um 1 cm á ári. Stærstu dýrin verða rúmlega fimm metrar á lengd og því má ...
Væri hægt að framleiða dópamín sem verkjalyf í staðinn fyrir morfín?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Náttúruleg „verkjalyf“ líkamans eins og dópamín virðast hvorki hafa eitrunar- né ávanabindandi áhrif, eins og t.d. morfín. Svo hvers vegna er dópamín þá ekki bara framleitt sem lyf til sölu, í staðinn fyrir hættulegu, ávanabindandi gerviefnin? Taugaboðefni eru sameindir, oft...