Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Mega þroskaheftir kjósa?
Ekki er að sjá að í lögum séu settar slíkar takmarkanir á kosningarétt manna. Í 1. gr. laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, eru eingöngu gerðar kröfur um íslenskan ríkisborgararétt og ákveðin búsetuskilyrði: 1. gr. Kosningarrétt við kosningar til Alþingis á hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ár...
Hvað eru ráðin undir rifjunum mörg?
Þetta er ágætis spurning og fyrsta nálgun að svari við henni fékkst nokkuð greiðlega hjá anatómíudeild Vísindavefsins sem sérhæfir sig í kryfja málin til mergjar. Fyrst þurfa menn þó að átta sig á þeim sannindum, sem eru engan veginn augljós, að sá sem hefur ráð undir rifi hverju er auðvitað með tiltekinn og endan...
Hvað getið þið sagt mér um rauða hunda?
Rauðir hundar eru veirusjúkdómur alveg eins og mislingar og hlaupabóla. Á þriggja til fjögurra ára fresti kemur upp faraldur en ekki stafar eins mikil smithætta af sjúkdómnum eins og af mislingum og hlaupabólu. Flestir fá mislinga snemma á lífsleiðinni en aftur á móti fá margir rauða hunda fram eftir öllum aldr...
Þarf maður að eiga foreldra?
Þetta er föstudagssvar, sem þýðir að ekki ber að taka hvert orð bókstaflega, en vonandi getur það samt vakið til umhugsunar. Við höldum að í framtíðinni verði ekki tæknilega nauðsynlegt að eiga foreldra. Sá sem vill komast hjá því fer í einhvers konar erfðabanka þar sem varðveittur er fjöldi eggja úr ýmsum konu...
Er hættulegt að kyngja tyggjói?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað gerist ef maður gleypir tyggjó, er það hættulegt eða getur maður fengið garnaflækju? Er hættulegt að kyngja tyggjói, þá sérstaklega ef börn eiga í hlut?Af hverju er óhollt að kyngja tyggigúmmíi?Hvað tekur það langan tíma fyrir líkamann að melta tyggjó ef það er gleypt? Hvað ...
Af hverju hafa íslensk börn fitnað svona mikið undanfarin ár? Er Ísland að ná Ameríku?
Tvær meginástæður eru til þess að menn eða önnur dýr fitna: Annars vegar of mikið af orkuríkum mat og hins vegar of lítil orkunotkun með hreyfingu. Breytingar á íslenskum börnum og öðrum Íslendingum að undanförnu stafa af þessum tveimur ástæðum. Annars vegar þarf fólk ekki lengur að spara við sig matinn eins og ge...
Hvers vegna mala kettir? Eru til önnur dýr sem mala? Gæti ég með einhverjum hætti malað?
Flestar ef ekki allar tegundir af kattaættinni (Felidae), en þær eru taldar vera um það bil 36, virðast geta malað. Ekki er vitað til að önnur dýr mali og eru menn þá meðtaldir. Heimiliskettir mala samfellt, það er að segja ekki er hægt að greina neina breytingu þegar dýrið andar að sér eða frá sér. Hið sama á ...
Hvað eru margar hýenur í Afríku?
Alls finnast 4 tegundir hýena í Afríku (tegundir innan ættarinnar Hyenadea), þær eru brúnhýenan (Hyena brunnea), blettahýenan (Crocuta crocuta), jarðúlfurinn (Proteles cristatus) og rákahýenan (Hyena hyena). Brúnhýena (Hyena brunnea) Stofnstærð þessarar tegundar er ekki nákvæmlega kunn þar sem ekki hafa farið ...
Hvað gerist ef fuglaflensan kemur til Íslands og er til eitthvert mótefni gegn henni?
Það er ekki gott að segja til um hvað gerist ef fuglaflensa berst til Íslands. Það fer væntanlega eftir því hvort um verður að ræða veiruna eins og hún er í dag eða hugsanlega stökkbreytt afbrigði. Og ef hún stökkbreytist þá fara áhrifin af því hverjir eiginleikar veirunnar verða. Algengasta smitleið fuglaflen...
Hvað er „að vera ennþá blautur á bak við eyrun“?
Orðasamböndin vera blautur á bak við eyrun og vera ekki þurr á bak við eyrun eiga sér erlendar fyrirmyndir. Í þýsku er sagt noch nicht trocken hinter den Ohren og í ensku wet behind the ears um þann sem ekki er orðinn fullþroskaður, er ungur og skortir næga reynslu til að á honum sé fullt mark takandi. Yfirleitt e...
Hvernig er málfræðilega réttast að hlakka til?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hafa reglur um sögnina að hlakka til breyst í tímanna rás. Var t.d. einhvern tímann rétt að segja "mig hlakkar til"?Sögnin að hlakka hefur allt frá fornu máli verið notuð í fleiri en einni merkingu. Í fyrsta lagi um garg eða gjall í ránfugli, örninn hlakkar yfir bráðinni. Í ...
Hvernig verða hafmeyjar til hver af annarri?
Um þetta er efni er einnig fjallað í ýtarlegu svari við spurningunni Hvernig búa hafmeyjar til aðrar hafmeyjar? Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn hefur mikið aðdráttarafl. Þar kemur meðal annars fram að hafmeyjar eru tilbúnar persónur en ekki raunverulegar. Þær þurfa þess vegna ekki á kynæxlun að halda til að viðh...
Af hverju er allt í geimnum kringlótt?
Þrátt fyrir að sólstjörnur, reikistjörnur og tungl séu yfirleitt sem næst kúlulaga er það ekki svo að allt í geimnum sé kringlótt. Dæmi um hluti í geimnum sem eru ekki endilega kringlóttir eru smástirni. Þyngdarkraftar frá smástirnum duga ekki til að þjappa þeim í kúlulögun. En í svari Þorsteins Vilhjálmssonar ...
Er það rétt að mun fleiri karlar en konur hafi fæðst eftir síðari heimsstyrjöld þangað til jafnvægi var náð milli kynjanna?
Spurningin öll:Er það rétt að eftir síðari heimsstyrjöld hafi fæðst mun fleiri karlar en konur þangað til jafnvægi hafi verið náð milli kynja eftir þá fækkun karlmanna sem eðlilega var í heimsstyrjöldinni? Hver er skýringin ef þetta er rétt (ágætt væri að fá guðfræðilega jafnt sem náttúrufræðilega skýringu).Svarið...
Hver eru helstu rökin fyrir því að fallbeygja erlend eftirnöfn (t.d. þegar rætt er um hugmyndir Darwins) og því að láta eftirnafnið standa óbeygt?
Erlent nafnakerfi er frábrugðið því íslenska að því leyti að hérlendis tíðkast að nefna fólk með eiginnafni en erlendis með eftirnafni, eða eiginnafni og eftirnafni, nema um kunningja sé að ræða. Ekki er vaninn að nefna fólk hérlendis með ættarnafni og tala t.d. um verk Thomsens þegar átt er við Grím Thomsen eða l...