Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er einhver þjóðtrú tengd steindepli?

Í íslenskri þjóðtrú er að nokkru minnst á steindepilinn. Jón Guðmundsson lærði (1574-1658) kann að vísu ekkert frá honum að segja (í ritinu um Íslands aðskiljanlegar náttúrur) annað en að flokka hann sem ,,meingaðan" fugl. Eggert Ólafsson nefnir í Ferðabók sinni (1772) að það sé algeng trú að ef ær eða kýr stíga n...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast flóðbylgjur og af hverju?

Flóðbylgjur geta orðið til vegna jarðskjálfta en einnig vegna eldgosa og skriðufalla eða blöndu af þessu þrennu. Þegar flóðbylgja verður til vegna jarðskjálfta er það sökum lóðréttra hreyfinga á hafsbotninum. Við það kemst hreyfing á sjóinn og flóðbylgja fer af stað. Þegar jarðskjálfti á sér stað verða ekki alltaf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið skriðdreki?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að Íslendingar notast við orðið ,,skriðdreki“ til að merkja þetta brynvarða drápstæki er á góðri ensku kallast ,,Tank“ - en ekki t.d. ,,stríðsvagn“ eins og skandínavískir frændur okkar gera? Farið var að nota skriðdreka í fyrri heimsstyrjöldinni. ...

category-iconLögfræði

Hvað var fólk lengi í útlegð á miðöldum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan dag, í LXXVIIunda kapítula Grettis sögu má lesa um útlegð á þjóðveldistímanum. En í hvaða lögum finnum við þessi 20 ár sem afmarka dauða og frelsi? Fjalla-Eyvindur dugir ekki til, en engin svör í Grágás heldur. Hvað var fólk lengi í útlegð á miðöldum? Bestu kveðjur ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu lengi eru áldósir og plastflöskur að brotna niður í náttúrunni?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hversu lengi eru áldósir og plastflöskur að brotna niður í náttúrunni og hvaða skaðlegu efni geta losnað? Ál er mjög sterkt efni og er því mjög lengi að brotna niður í náttúrunni. Hversu fljótt það eyðist fer eftir því hversu mikil veðrunin er, það er vindur, úrkoma...

category-iconStjórnmálafræði

Hver er munurinn á heimastjórn og sjálfstjórn?

Í stuttu máli á hugtakið sjálfstjórn við um þau landsvæði sem stjórna sér sjálf en heimastjórn er aðallega notað um nýlendur sem njóta einhverrar sjálfstjórnar. Landsvæði sem er undir stjórn ákveðins ríkis getur notið sjálfstjórnar í einhverjum mæli. Sé sjálfstjórnin töluverð hvað varðar framkvæmdarvald, löggja...

category-iconHugvísindi

Er vitað hvernig texti Íslendingasagnanna var borinn fram þegar hann var skrifaður?

Spyrjandi bætti eftirfarandi spurningu við: Ef svo er, gætirðu komið með nokkur dæmi um breytingar, og jafnvel brot úr einhverri sagnanna með hljóðfræðilegu letri?Ekki er vitað nákvæmlega hvernig íslenska var borin fram á miðöldum, en þó er ljóst að töluverðar breytingar hafa orðið á framburði Íslendinga frá landn...

category-iconLæknisfræði

Hvernig er best að meðhöndla exem?

Exem er langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegund exems. Heimilislæknir getur greint sjúkdóminn með því að fá upplýsingar um einkennin og skoða húðina. Mikilvægt er að hann fái að vita hvort saga er um exem í fjölskyldunni og an...

category-iconVeðurfræði

Hver er munurinn á daggarmarksmælingu og venjulegri hitamælingu?

Daggarmark er sá hiti sem lækka þarf loft niður í við óbreyttan þrýsting og óbreytt rakainnihald til að rakinn í loftinu þéttist. Ýmsar leiðir eru til að mæla raka í lofti og felst ein þeirra í að mæla hita á blautri dulu sem vafin er um kvikasilfurskúlu hefðbundins hitamælis. Sé loftið ekki mettað gufar vatn u...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig beygist nafnið Sigþór?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvernig beygist nafnið Sigþór? Það er svo algengt að fólk segi 'Sigþóri' í þgf. Er það ekki vitlaust, beygist það ekki eins og Þór?Samkvæmt upplýsingum frá ordabok.is beygjast nöfnin Sigþór og Þór eins og sýnt er hér á eftir. Nöfnin beygjast eins nema í þágufalli. Nefn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er minnsti tindur Vatnajökuls og hvað er hann stór?

Svona spurningum er yfirleitt ekki hægt að svara af því að orðið "tindur" hefur ekki nógu skýra merkingu til þess. Með öðrum orðum: Ef Anna segir að þessi tindur A sé minnstur þá getur Bjarni andmælt því með því að benda á einhverja þúst B sem er minni en A. Þannig geta þau haldið áfram því sem næst endalaust ...

category-iconNæringarfræði

Hvað er hægt að svelta líkamann lengi um kolvetni, t.d. á ketófæði?

Fyrstu sólarhringana í kolvetnasvelti klárast glýkógenbirgðir líkamans sem eru í vöðvum og lifur. Eftir það fer sykurnýmyndun af stað þegar lifrin breytir prótínum/amínósýrum í glúkósa til að halda blóðsykrinum stöðugum og næra heilann sem brennir glúkósa undir eðlilegum kringumstæðum. En eftir um það bil viku fer...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hversu öflug er öflugasta vetnissprengjan sem kjarnorkuveldi heimsins hafa í fórum sínum?

Vísindavefurinn rekur ekki njósnir og hefur því ekki beint svar á reiðum höndum um hernaðarleyndarmál eins og hér er spurt um. Hins vegar getum við upplýst að stærsta kjarnasprengja sem sprengd hefur verið var 57 MT sovésk sprengja, Tsar Bomba, og var hún sprengd í 4 km hæð yfir Novaja Zemlja þann 30. október ...

category-iconGátur og heilabrot

Hvernig er hægt að láta jöfnuna 5 + 5 + 5 = 550 standast með því að bæta við einu striki?

Hægt er að láta útreikningana 5 + 5 + 5 = 550 standast á að minnsta kosti tvennan hátt með því að bæta við einu striki. Í fyrsta lagi má setja strik þvert á "jafnt og" merkið til að fá út "ekki jafn og" merkið og þá stendur 5 + 5 + 5 er ekki jafnt og 550 sem er alveg rétt. Skemmtilegri aðferð er þó sú ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað heitir og hvaða tilgangi þjónar það sem hangir niður aftarlega í munninum á fólki?

Það heitir úfur og er aftasti hluti mjúka gómsins. Hlutverk mjúka gómsins er að mynda skilvegg milli öndunarvegarins fyrir ofan hann í nefholinu og munnholsins. Nauðsynlegt er að geta lokað þarna á milli, bæði til að hindra fæðu í því fara upp í nefholið og einnig í sambandi við talið. Mjúki gómurinn er uppb...

Fleiri niðurstöður