Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Eru snæuglur í útrýmingarhættu?
Það er hægt að nota ýmis viðmið til þess að meta hvað dýrategundir eru í mikilli útrýmingarhættu og ekki víst að allir sem komi að þeim málum fari alveg sömu leið. Alþjóðleg náttúruverndarsamtök sem kallast International Union for Conservation of Nature (IUCN) halda úti heimasíðu þar sem þau hafa flokkað dýra...
Sólmyrkvi á morgun 1. ágúst 2008
Svo skemmtilega vill til að á morgun, þann 1. ágúst 2008, mun verða deildarmyrkvi á sólu. Við deildarmyrkva gengur tunglið á milli sólar og jörðu og hylur hluta sólarinnar. Hægt verður að fylgjast með myrkvanum frá Íslandi á milli klukkan 8:15 og til um 10:10. Eitthvað lengra verður að bíða næsta almyrkva, sem er ...
Af hverju eru tungl alltaf kölluð luna og er orðið lunatic eitthvað skylt því?
Orðið luna merkir á latínu tungl. Rómverjar töldu að tunglið væri gyðja sem nefndist Luna (á íslensku Lúna). Hún samsvaraði grísku tunglgyðjunni Selenu en virðist þó hafa gegnt veigaminna hlutverki hjá Rómverjum en Selena hjá Grikkjum. Lúnu var tileinkað hof á Aventínusarhæð í Róm við hliðina á hofi Díönu, sem síð...
Hver gerði "broskarlinn"?
Eftir því sem við komumst næst á broskarlinn eins og við þekkjum hann, svört augu og bros á gulum hringlaga bakgrunni, uppruna sinn hjá Bandaríkjamanninum Harvey R. Ball (1921-2001) frá Worcester, Massachusetts. Fyrirtækið The State Mutual Life Assurance Company fékk Ball til þess að hanna fyrir sig brosandi a...
Hve margir létu lífið á D-Day í seinni heimsstyrjöldinni?
Í svari SHJ við spurningunni Af hverju heitir D-Day þessu nafni? kemur fram:Orðið D-Day eða d-dagur á íslensku er orðatiltæki sem notað er í hernum yfir fyrsta dag innrásar eða hernaðaraðgerðar. Orðatiltækið er viðhaft þegar nákvæm dagsetning innrásar hefur ekki verið ákveðin eða upplýst eða þegar gæta þarf mikill...
Hvaða áhrif hafa sólvindar og sólblettir á jörðu?
Svör við spurningunni um sólvinda má lesa um í svari við spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin? Lesa má um sólbletti í svari við spurningunni Hvað eru sólgos og segulstormur? Til viðbótar er spurt um áhrif sólbletta á hitafar á jörðinni. Vitað er að fjöldi sólbletta eykst og minnkar í sveiflu sem ...
Er verg landsframleiðsla góður mælikvarði á stöðu efnahagslífsins?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Varðar þjóðarframleiðslu og hagvöxt sbr. upplýsingar Gylfa Magnússonar. Hef e.t.v. ekki leitað eða kafað nógu djúpt í efnið, en ég held því fram að á síðustu árum og áratugum sé hagvöxtur ævinlega skilgreindur í umræðunni sem vöxtur þjóðarframleiðslu frá ári til árs, sv...
Eru allir Íslendingar eldri en tvítugir skyldugir til að borga skatta? Hvers vegna?
Í tekjuskattslögum nr. 90/2003 eru ýmis ákvæði um skattskyldu barna. Í 6. gr. laganna segir að barn, sem er innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, sé ekki sjálfstæður skattaðili sé það á framfæri foreldra sinna og að tekjur barns skuli taldar með tekjum foreldra. Sé vafi á hvort foreldri eigi í hlut gildir sú viðmið...
Geta kindur og menn eignast saman afkvæmi?
Vísindavefurinn fær oft spurningar um það hvort dýr af mismunandi tegundum geti átt saman afkvæmi. Um það gildir sú grunnregla að þeim þeim mun minni skyldleiki sem er á milli tegunda, þeim mun minni líkur eru á frjóvgun. Til dæmis geta kettir innan ættkvíslar stórkatta (Panthera) átt saman afkvæmi, sem að vísu er...
Er eitthvað til í því að gos og bjór í glerflöskum bragðist betur en sömu drykkir í áldósum?
Líklega hefur þetta meira að gera með hvernig fólk upplifir að drekka úr dós samanborið við flösku. Varmaleiðni umbúðanna gæti skipt máli í þessu samhengi en gler er verri varmaleiðari en ál og innihaldið helst því lengur kalt í hendi sé það í flöskum. Það má hins vegar færa sterk rök fyrir því að glerflöskur ...
Hvers vegna sjást engar stjörnur á myndunum af Neil Armstrong á tunglinu?
Þegar maður skoðar ljósmyndir af geimförunum sem lentu á tunglinu rekst maður fljótt á undarlega staðreynd: Þrátt fyrir að geimurinn sé fullur af stjörnum þá sést engin þeirra á neinni myndanna. Þetta fyrirbæri hefur lengi vakið athygli og sumir aðilar hafa jafnvel gengið svo langt að halda því fram að þetta sanni...
Hvernig reiknar maður út flatarmál trapisu?
Trapisa er ferhyrningur sem hefur tvær hliðar sem eru samsíða. Fjarlægðin á milli samsíða hliðanna tveggja er kölluð hæð trapisunnar. Ef við vitum hæð trapisu og lengd samsíða hliðanna getum við reiknað út flatarmál hennar með einfaldri formúlu: trapisa með hæð h og samsíða hliðar af lengd a og c hefur flatarmálið...
Hvernig er best að koma í veg fyrir sólbruna?
Besta ráðið til þess að koma í veg fyrir sólbruna er að forðast sólina, til dæmis með því að hylja húðina með fatnaði, nota hatt og sólgleraugu þar sem sólin getur einnig skaðað augun. Ef það er ekki gert eða gerlegt af einhverjum ástæðum þá er mjög mikilvægt að nota sólvörn til þess að draga úr líkum á að skaða h...
Hvað eru margar tegundir af uglum á Íslandi?
Á Íslandi eru tvær tegundir af uglum. Brandugla er eina uglutegundin sem verpir hér á landi að staðaldri en snæugla er flækingsfugl hér en verpir þó stundum á Íslandi. Branduglur (Asio flammeus) eru 37-39 cm að lengd og að meðaltali um 320 g að þyngd. Stofninn er lítill, líklega ekki nema 100-200 varppör en 200...
Hvert er íslenska orðið yfir cingulate gyrus og eru til íslensk heiti yfir öll þessi svæði í heilanum?
Mannsheilinn er alsettur krumpum og slíkar heilakrumpur kallast fellingar eða gárar (ft. gyri, et. gyrus). Eins og nafnið bendir til er cingulate gyrus felling eða gári og liggur eins og gjörð utan um hvelatengslin (corpus callosum), taugabrautina sem tengir saman vinstra og hægra heilahvel. Á íslensku kallast cin...