Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er til eyja sem heitir Nýárseyja?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er til eyja sem heitir Nýárseyja? Af því að það er til Jóla- og Páskaeyja. Nýárseyja er til og raunar fleiri en ein. Á vefsíðunni Wikipedia eru taldar upp nokkrar Nýárseyjur (e. New Year Island). Ein þeirra er í Bass-sundi, mitt á milli Tasmaníu og Ástralíu, rétt við Konungsey...
Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Hálfdanarson stundað?
Guðmundur Hálfdanarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og gegnir nú starfi forseta Hugvísindasviðs skólans. Rannsóknir hans hafa fyrst og fremst beinst að þróun samfélags á 19. og 20. öld, með sérstakri áherslu á þjóðernisvitund, þjóðernisstefnu og sögu íslenska þjóðríkisins. Hann hefur einnig skoðað ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Erla Björnsdóttir rannsakað?
Erla Björnsdóttir er sálfræðingur og nýdoktor við Háskólann í Reykjavík. Viðfangsefni hennar í rannsóknum, kennslu og klínísku starfi hafa tengst svefni og svefnsjúkdómum. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Erla svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn. Erla stofnaði einnig sprotafyrirtækið B...
Hvað hefur vísindamaðurinn Árún Kristín Sigurðardóttir rannsakað?
Árún Kristín Sigurðardóttir er prófessor í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og klínískur sérfræðingur við deild mennta, vísinda og gæða á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Árún hefur komið að fjölda rannsókna þar sem viðfangsefnið tengist hjúkrun og kennslu hjúkrunarfræðinema. Meginviðfangsefni rannsókna hennar teng...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Hjalti Magnússon rannsakað?
Sigurður H. Magnússon er gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Hann lauk formlega störfum í árslok 2017 en vinnur nú sem lausamaður hjá stofnuninni að nokkrum verkefnum. Viðfangsefni Sigurðar hafa verið margvísleg en mörg tengjast þau landnámi plantna og framvindu gróðurs. Hann hefur meðal annars...
Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur Hrafn Guðmundsson rannsakað?
Guðmundur Hrafn Guðmundsson er prófessor í frumulíffræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Guðmundur stundar rannsóknir á náttúrulegu ónæmi með áherslu á bakteríudrepandi peptíð. Náttúrulegt ónæmi (e. innate immunity) er grunnvarnarkerfi gegn sýklum og myndar fyrstu varnarlínuna gegn örverum,...
Hvaða rannsóknir hefur Dóra S. Bjarnason stundað?
Dóra S. Bjarnason var prófessor í félagsfræði og fötlunarfræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar voru einkum á sviði félagsfræði menntunar, fötlunarfræði og skólastefnunnar skóli án aðgreiningar, sögu og afrakstri sérkennslu, jaðarsetningu fatlaðs fólks, og á reynslu þriggja kynslóða fatlaðra...
Hvaða rannsóknir hefur Anna Kristín Sigurðardóttir stundað?
Anna Kristín Sigurðardóttir er prófessor í menntastjórnun við Deild kennslu- og menntunarfræða á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og formaður námsbrautar um menntastjórnun og matsfræði. Rannsóknir hennar beinast einkum að menntaumbótum í skólum og menntakerfum. Viðfangsefni hennar í rannsóknum beinast að þró...
Hvaða rannsóknir hefur Unnur Birna Karlsdóttir stundað?
Unnur Birna Karlsdóttir er forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi. Hún lauk BA-gráðu í sagnfræði við Háskóla Íslands árið 1992, kennslu- og uppeldisfræði árið 1993, MA-gráðu í sagnfræði árið 1996 og doktorsgráðu í sömu grein við sama skóla árið 2010. BA-rannsókn hennar fjallaði um lög um fó...
Hvað er karlmennska?
Íslensk orðabók segir karlmennsku vera „manndómur, hreysti, dugnaður, hugrekki“. Og nógu áhugavert að þetta er kvenkynsorð. En því er ekki auðsvarað hvað átt sé við með hugtakinu karlmennska. Það getur auðvitað verið upptalning á jákvæðum eiginleikum eins og orðabókin gerir. Þá vaknar spurningin hvort karlmennska ...
Til hvers eru vigrar í stærðfræði notaðir?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvernig geta vigrar í stærðfræði nýst okkur í framtíðinni? Vigur, sem líka er nefndur vektor, hefur bæði tölugildi og stefnu. Vigrar eru því til margra hluta nytsamlegir í viðfangsefnum þar sem bæði tölugildi og stefna koma við sögu. Dæmi um notkun vigra eru: Staðsetning. ...
Er hægt að þeyta rjóma sem hefur verið frystur?
Þeytirjómi samanstendur aðallega af vatni og að minnsta kosti 36% fitu en þar er einnig er að finna smávegis prótín (2,2%), mjólkursykur/kolvetni (2,9%), vítamín og steinefni. Mjólkurfitan er að megninu til blanda af þríglýseríðum (e. triglyceride) og er þau að finna í fitukúlum (e. fat globules) sem eru umluktar ...
Geta kvenkyns múldýr eignast afkvæmi?
Örstutta svarið við spurningunni er já það er mögulegt en mjög sjaldgæft. Í svari sama höfundar við spurningunni Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum? kemur fram að æxlun á milli einstaklinga af ólíkum tegundum sé vel þekkt, bæði í náttúrunni og af manna völdum. Til þess að ...
Er það rétt að áætlað hitastig við landnám hafi verið um 15°C hlýrra en það er í dag?
Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega: Nei það er ekki rétt og reyndar mjög fjarri lagi. Í fróðlegu svari eftir Árnýju Erlu Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hvernig vita vísindamenn um loftslag á jörðinni til forna? er fjallað um rannsóknir á ískjörnum úr Grænlandsjökli og jökli Suðurskautslandsins. S...
Hvað eru apalhraun og hversu stór verða þau?
Apalhraun (e. a'a lava) eru algengt form basalthrauna, en þau eru einkennistegund ísúrra hrauna með kísilinnihald (SiO2) á bilinu 52-58%.[1] Venjulega eru apalhraun minni um sig en hellu- eða klumpahraun. Flatarmál þeirra er oft á bilinu 10-50 ferkílómetrar, lengd frá 5-30 kílómetrar og dæmigerð þykkt frá 4-20 met...