Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4226 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um fyrstu nunnurnar á Íslandi?
Meira en 300 ár liðu frá því að Ingólfur Arnarson steig hér á land árið 874 og þar til fyrsta nunnuklaustrið var stofnað á Íslandi. Samt sem áður greina ýmsar heimildir frá þessu tímabili frá konum, oft ekkjum, sem kusu að helga sig kristinni trú og bænahaldi, stundum eftir stormasama ævi. Þannig segir Laxdæla að ...
Hafa konur í Mið-Austurlöndum kosningarétt?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvar í heiminum er það algengast að konur hafi ekki kosningarétt? Í hvaða löndum hafa konur ekki kosningarétt? Ekki er til ein og algild skilgreining á því hvaða lönd teljast til Mið-Austurlanda. Afmörkunin getur að einhverju leyti farið eftir samhenginu eða forsendum hverju s...
Hvenær byrjaði fólk að keppa í sundi?
Ýmsar heimildir frá fyrri tíð sýna að menn hafa kunnað að synda frá örófi alda þótt kunnáttan hafi vitanlega verið misútbreidd meðal almennings. Menn hafa sjálfsagt reynt með sér í sundi fyrr á tímum en lítið er um aðgengilegar heimildir um slíkt. Sund varð eiginleg keppnisíþrótt í Bretlandi snemma á 19. öld. Árið...
Er Askja enn virk eldstöð?
Virk eldfjöll eru þau sem gosið hafa á síðustu 10.000 árum. Óvirk eldfjöll eru þau sem ekki hafa gosið undanfarin 10.000 ár og þykja ekki líkleg til þess að gjósa. Samkvæmt þessu er Askja í Dyngjufjöllum svo sannarlega virk eldstöð enda gaus þar síðast árið 1961. Askja er megineldstöð, en svo eru nefnd eldfjöll...
Hvers konar borgir og byggingar byggðu Mayarnir og voru þær skreyttar á einhvern hátt?
Mayarnir lifðu í borgríkjum sem voru þrautskipulögð. Í miðjunni voru trúarmiðstöðvar, gjarnan píramídar með hofum á toppi, stór torg með minningarsúlum (e. stele) og þá hallir ráðastéttarinnar, allt byggt af steini. Fjær miðjunni komu síðan aðrar byggingar af steini, stjörnuskoðunarturnar, boltaleikvangar og þá hí...
Hvort er betra að sitja við glugga eða gang í flugvél?
Það er mjög einstaklingsbundið hvar fólk óskar helst eftir að sitja í flugvélum og sjálfsagt hefur hver sínar ástæður fyrir því að velja einn stað frekar en annan. Það getur hins vegar skipt máli fyrir heilsuna hvar fólk situr þegar það fer í flug. Rannsóknir benda til að það sé verra fyrir heilsuna að sitja í glu...
Hver fór næstur út í geiminn á eftir hundinum?
Það hafa nokkrir hundar farið út í geim en hundurinn sem hér er vísað til er væntanlega hin sovéska Laika sem er eitt frægasta dæmið um geimdýr. Laika fór út í geiminn árið 1957, fyrst dýra til þess að fara á braut um jörðu. Laika var þó hvorki fyrsta né síðasta dýrið sem farið hefur út í geiminn. Áður en mann...
Hvenær var fyrsti kafbáturinn búinn til?
Kafbátur er bátur sem er hannaður til að sigla í kafi. Sá fyrsti sem vitað er að hafi hannað kafbát var breski stærðfræðingurinn William Bourne (um 1535-1582). Hugmynd hans var að byggja lokaðan bát úr tré og vatnsheldu leðri sem væri hægt að róa í kafi. Báturinn átti að fara í kaf þegar rúmmál hans væri minnkað m...
Hver konar kvæði er Lilja sem Eysteinn Ásgrímsson á að hafa ort?
Eysteinn Ásgrímsson (d. 1361) er talinn höfundur Lilju, eins merkasta helgikvæðis sem samið hefur verið á íslensku. Lilja er svokölluð heimssögudrápa þar sem höfundur færir okkur heimssögu kristninnar í bundnu máli frá sköpun heims og fram á dómsdag. Eins og aðrar drápur einkennist Lilja af kvæðaforminu sem skipti...
Er eitthvert mark takandi á spádómum og þess háttar?
Spurningin í heild var sem hér segir:Er eitthvert mark takandi á spádómum, draumaráðningum og þess háttar?en síðari hlutanum verða gerð sérstök skil í öðru svari um drauma. Fleiri spurningar um svipuð efni hafa borist og er þeim jafnframt svarað hér. Meðal þessara spurninga má nefna:Er hægt að spá fyrir um fram...
Geta vísindamenn útilokað vithönnun (intelligent design) sem upphaf lífsins?
Áður en bók Charles Darwins (1809-1882) Uppruni tegundanna kom út árið 1859 voru flestir Vesturlandabúar á þeirri skoðun að tegundir lífs á jörðinni hefðu orðið til við sköpun. Darwin ber kenningu sína saman við þessa hugmynd allvíða í bókinni. Hana má kalla sköpunarhyggju á íslensku en á ensku er hún oft nefnd cr...
Af hverju er ekki bara hægt að skera æxlið í burtu þegar menn fá krabbamein?
Eðlilegt að spurt sé. Við heyrum gjarnan af því að einhver sem við könnumst við hafi greinst með krabbamein og að sá hafi í kjölfarið farið í aðgerð til þess að fjarlægja æxlið. Oft heyrum við líka ekki annað en að vel hafi til tekist enda viðkomandi í flestum tilvikum alveg eins og hann á að sér í framhaldinu, þe...
Hvað eru óræðar tölur og hvernig tengist kvaðratrótin af 2 þeim?
Ekki er hægt að lýsa óræðum tölum án þess að fyrir liggi vitneskja um rauntölur og ræðar tölur. Segja má að rauntala sé samheiti yfir allar tölur sem má nota til að mæla lengdir strika í venjulegri rúmfræði, töluna $0$, og tilsvarandi neikvæðar tölur. Rauntölurnar má sjá fyrir sér á svokallaðri talnalínu, þar sem ...
Hver var heilög Lúsía og hvenær var farið að halda Lúsíuhátíð?
Messudagur Lúsíu er 13. desember. Sagt er að Lúsía hafi verið efnuð kristin jómfrú suður á Sikiley um þrjúhundruð árum eftir Krists burð. Af henni eru ýmsar helgisagnir en tvær eru þekktastar. Önnur greinir svo frá að maður nokkur vildi giftast henni til fjár. Hún vildi hins vegar að hann giftist sér af ást og gaf...
Hvaða efni valda bláum lit í jurtaríkinu?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaða efni valda bláum lit í jurtaríkinu? Eins og til dæmis í lúpínu, blágresi og ef til vill líka í bláberjum. Litir plantna ráðast af samspili efnasambanda og þeim bylgjulengdum ljóss sem þau draga í sig eða endurvarpa. Hópur efna sem kallast antósíanín (anthocyanin) hefur m...