Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Í hvaða orðflokki (eða orðflokkum) eru orðin plús, mínus og sinnum?
Orðin plús og mínus eru nafnorð að uppruna en eru einnig notuð sem atviksorð í stærðfræði í merkingunni „að viðbættu; að frádregnu“. Plús er að uppruna karlkynsorð og tökuorð líklega úr dönsku plus. Það á rætur að rekja til latínu plûs „meiri, meira“. Mínus er sömuleiðis karlkynsorð fengið að láni úr dönsk...
Orðabók HÍ segir 'skeina sig' en er rétt að segja 'skeina sér'?
Sögnin að skeina hefur fleiri en eina merkingu. Í fyrsta lagi merkir hún að 'særa lítillega, veita einhverjum skeinu' og í öðru lagi merkir hún að 'hreinsa e-ð', til dæmis skeina flórinn það er 'moka flórinn'. Undir síðari merkinguna heyrir einnig 'að þurrka af endaþarmsopinu'. Í báðum merkingunum er sögnin áhr...
Fólk notar sögnina að jánka, má þá ekki nota sögnina að neinka?
Sögnin að jánka merkir 'játa einhverju (dræmt), segja já (með semingi)'. Um hana eru dæmi í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans allt frá því á 17. öld. Hún er einnig til í færeysku sem jánka og gjánka 'dragast á, hálflofa einhverju'. Ekki er vitað með vissu um upprunann. Giskað hefur verið á að sögnin sé blendingsm...
Hvers vegna er ekki hægt að beygja sögnina 'að vinna' í boðhætti?
Boðháttur í íslensku er myndaður á tvo vegu. Í fyrsta lagi er hann stýfður, það er eins og nafnháttur að frádreginni endingunni, -a, nema í veikum sögnum sem enda á -aði í þátíð. Dæmi:lesa, bh. les (þú)bera, bh. ber (þú)skrifa, bh. skrifa (þú)færa, bh. fær (þú)lemja, bh. lem (þú)flytja, bh. flyt (þú)vinna, bh. ...
Úr því að súrefni er í vatni væri ekki hægt að búa til kafarabúnað sem einangrar súrefnið til öndunar?
Svarið er já, það væri væntanlega hægt, en ekki er þar með sagt að það væri skynsamlegt. Eins og fram kemur í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hverju er hægt að slökkva eld með vatni úr því að súrefni er í vatni og eldur nærist á súrefni? þá kostar það mikla orku að sundra vatnssameindum (H2O...
Hvað er meiósa og mítósa?
Við mítósu (einnig kölluð jafnskipting) skiptir tvílitna fruma sér í tvær frumur sem eru erfðafræðilega nákvæmlega eins og upphaflega fruman. Frumurnar tvær hafa nákvæmlega sömu gen og fruman sem skipti sér. Í meiósu-skiptingu (einnig kölluð rýriskipting) skiptir tvílitna fruma sér tvisvar og útkoman verður fjó...
Er ólöglegt að afrita tónlist ef flytjendur njóta höfundaréttar?
Um höfundarétt gilda höfundalög nr. 73/1972. Í 1. mgr. 11. gr. þeirra laga segir:Heimilt er að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu.Lögin heimila því afritun tónlistar sé hún gerð til einkanota viðkomandi. Skilyrðið um einkanot útiloka not í atvinnurekstri og á fyrst og fremst við um bein persónuleg ...
Hefur einhver fíll verið með tvo rana?
Höfundar þessa svars fundu engar greinar, hvorki í bókum né á Netinu, þar sem getið er um fíl sem fæðst hafi með tvo rana. Engar minjar hafa fundist heldur um forsögulega fíla með tvo rana. Hér verður ekki þó fullyrt að slík vansköpun hafi aldrei komið fram í náttúrunni eða muni ekki gera það. Nóg er af dæmum um u...
Eru kindur nagdýr?
Spyrjandi bætir svo við: Kindurnar hjá okkur naga allt! Svo sem tréspýtur, putta, járn og saltsteina! Nei! Kindur tilheyra ættbálki spendýra sem nefnist klaufdýr (Artiodactyla) en í þeim ættbálki eru mörg dýr sem við þekkjum vel á Íslandi, sem húsdýr (nautgripir, svín og geitur) eða innflutt eins og hreindýr. En...
Í hvaða hæð yfir sjávarmáli er flugvöllurinn á Egilsstöðum?
Egilsstaðaflugvöllur er aðalflugvöllur fyrir Austurland og varaflugvöllur fyrir millilandaflug. Flugvöllurinn er á Egilsstaðanesi, á bakka Lagarfljóts, mitt á milli Egilsstaða og Fellabæjar. Núverandi flugbraut var tekin í notkun þann 23. september 1993. Flugbrautin er í 76 feta hæð eða um 23 m yfir sjávarmáli. ...
Okkur vantar upplýsingar um Kárahnjúkavirkjun, t.d. staðsetningu, stærð og eitthvert ítarefni.
Á vefsetri Landsvirkjunar er sérstakur vefur helgaður Kárahnjúkavirkjun. Einn af þremur risaborum sem kemur til landsins vegna jarðgangnagerðar. Þar er til að mynda hægt að lesa svonefndan annál Austurlandsvirkjana, fá helstu tölulegar upplýsingar um virkjunina og skoða kort. Einnig er hægt að nálgast ýmsar...
Hafa útsölur í janúar og júlí áhrif á neysluvísitöluna?
Verðlagsvísitala, eins og vísitala neysluverðs, á að mæla breytingar á markaðsverði tiltekinnar körfu af vörum og þjónustu yfir tíma. Þetta þýðir meðal annars að útsölur eða tímabundin verðstríð hafa áhrif til lækkunar um hríð en síðan hækkar vísitalan aftur þegar útsölum eða verðstríði lýkur. Árstíðabundnar s...
Hvaðan er orðið að túpera komð?
Sögnin að túpera í merkingunni 'greiða hár frá enda í átt að rót til að það lyftist' hefur þekkst í málinu nokkuð lengi. Hennar verður vart þegar snemma á 20. öld. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr tímaritinu Einreiðinni frá 1914 (bls. 169). Þar skrifaði Anna Thorlacius greinina „Heimförin“ og fjallar þar m...
Hver fann upp tyggjóið?
Í svari Elínar Carstensdóttur við spurningunni Hvernig var fyrsta tyggjóið og hver fann það upp? kemur fram að það var maður að nafni John B. Curtis sem á heiðurinn af því að framleiða og selja tyggjó fyrstur manna en það var árið 1848. Reyndar hafði verið þekkt í mörg þúsund ár að tyggja trjákvoðu, vax eða ei...
Er ENNÞÁ rangt að nota orðið „talva“ í staðinn fyrir „tölva“?
Við höfum fjallað um þessar orðmyndir í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Er jafnrétt að nota orðið tölva og talva? Niðurstaðan í því svari er skýr og afdráttarlaus um það að nýyrðið sem um ræðir er „tölva“ og ekki „talva“. Það virðist vaka fyrir spyrjanda að atriði eins og þetta geti breyst með tímanum. ...