Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Gefa gíraffar frá sér einhver hljóð?
Já, gíraffar gefa frá sér hljóð. Þau eru hinsvegar lág, mynduð í kokinu, og heyrast varla og því hefur löngum verið haft fyrir satt að gíraffar væru hljóðlausir. Kálfarnar jarma líkt og lömb. Gíraffar eru hæstu dýr jarðarinnar. Karldýrin geta orðið rúmlega 4 metra há (20 fet). Hæðina má þakka löngum fótum gíraf...
Hver fann upp dósaopnarann?
Dósaopnarinn var fundinn upp mörgum árum seinna en dósin sjálf. Breskur kaupmaður að nafni Peter Durand, fann upp dósina árið 1810. Þá var málmurinn í dósinni svo þykkur að helst þurfti hamar og meitil til að opna hana. Dósin þynntist með árunum og þá var hægt að opna hana á þægilegri hátt. Árið 1858 fékk Banda...
Hver er tíðni og nýgengi hinna ýmsu krabbameinstegunda?
Árlega greinast um 1.100 einstaklingar með krabbamein á Íslandi eins og lesa má um í öðru svari sama höfundar. Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengast meðal karla og krabbamein í brjóstum er algengast hjá konum. Lungnakrabbamein er með næst hæst nýgengi hjá báðum kynjum og í þriðja sæti er krabbamein í rist...
Af hverju eru gíraffar með doppur?
Það er ekki tilviljun ein sem ræður útliti gíraffans heldur hefur það mótast fyrir tilstilli þróunar. Hægt er að lesa um þróun og þróunarkenninguna meðal annars í svari við spurningunni Hvernig urðu litlu frumurnar í sjónum að mönnum og dýrum? Útlit gíraffans gagnast honum vel þegar hann leitar að fæðu á hitabe...
Hvaða árgangur Íslendinga er stærstur?
Á vef Hagstofunnar má sjá að árið 2009 fæddust 5.026 lifandi börn á Íslandi og er það fjölmennasti árgangur Íslandssögunnar, að minnsta kosti til þessa. Næstflest fæddust árið 1960 eða 4.916. Nýfætt barn. Talsverðar sveiflur eru í barnsfæðingum en þeim hefur heldur fækkað undanfarin ár. Árin 2008-2010 fæddu...
Hversu djúpt er Lagarfljót?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvert er lengsta vatn Íslands? Í svari við spurningunni Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi? kemur fram að Lögurinn er sjötta dýpsta stöðuvatn landsins, 112 metra djúpt, og nær um 90 m niður fyrir sjávarmál. Flatarmál vatnsins er alls um 53 km2 sem skipar því í þriðja sæti...
Getið þið sett fram lista um stærðir í tölvum, til dæmis hvað eru mörg b í kb?
Því sem næst sömu reglur gilda um heiti forskeyta á stærðum í tölvum og í metrakerfinu að öðru leyti. Þannig er talað um kíló- fyrir þúsund, mega- fyrir milljón og svo framvegis. Þó ber að hafa tvennt í huga. Í fyrsta lagi eru tölvur byggðar upp á tvíundakerfi og því kemur talan 1024 í stað 1000, en 1024 er ei...
Hvað eru til margar tegundir af kvefi?
Vitað er um meira en tvö hundruð veirur sem geta valdið kvefeinkennum enda er kvef einn algengasti smitsjúkdómur heims. Ekki er óalgengt að börn fái kvef 6-10 sinnum á ári og fullorðnir að meðaltali um 4 sinnum á ári. Það hversu margar veiru valda kvefi gerir það að verkum að við verðum ekki ónæm fyrir því eins o...
Svar birt: Hvernig kemst Lísa í Undralandi út um dyrnar?
Lísa í Undralandi mátti þola ýmislegt meðan hún dvaldist þar í landi. Hún lenti meðal annars í klónum á hjartadrottningunni viðskotaillu, sem hótaði sífellt að gera fólk höfðinu styttra og fleygði Lísu í dýflissu í kastalanum sínum. Hjartadrottningin hafði mjög gaman af gátum og taldi sig slyngan gátusmið. Á me...
Hvað eru til margir menn og konur í heiminum?
Á síðu Manntalsskrifstofu Bandaríkjanna er teljari sem sýnir áætlaðan mannfjölda í heiminum. Þar kemur fram að þegar þetta svar er endurskoðað (28. júní 2019) er áætlaður mannfjöldi í heiminum:7.581.592.200eða rétt rúmur sjö og hálfur milljarður. Okkur er ekki kunnugt um síðu á vefnum þar sem konur og karlar ...
Hverjir eru tartarar og hvar eru þeir núna?
Tatarar, einnig kallaðir tartarar, eru hópur fólks sem talar tungumál af tyrkneska málastofninum, en til þessa stofns má telja um 30 tungumál. Á síðari hluta 20. aldar voru tatarar yfir 10 milljónir. Þeir búa flestir í Austur-Evrópu og Mið-Asíu, þar á meðal í Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Búlgaríu, Kína, Rúmeníu o...
Af hverju er yfirleitt talað um stiga inni hjá manni en orðið tröppur notað um sams konar fyrirbæri utandyra?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Af hverju segist maður labba upp stigann inni hjá sér en upp tröppurnar þegar þær eru utandyra?Lítill merkingarmunur er á orðunum stigi og trappa. Í Íslenskri orðabók Eddu er orðið stigi til dæmis skýrt þannig: "(gang)rið, trappa til að ganga (klifra) upp (niður)" (2002:1470)....
Hvað þýðir orðið séra?
Orðið séra er nú einungis notað sem titill prestvígðra manna. Eldri mynd orðsins er síra. Það þekkist þegar í fornu máli og var merkingin þá 'herra', og orðið notað um kirkjunnar menn. Páfar og kardínálar voru til dæmis ávarpaðir: "feður mínir og sírar", samanber latínu "patres mei et domini". Stundum var síra ein...
Hverjir voru rómversku guðirnir Janus og Quirinus?
Janus er guð upphafs og einn af elstu rómversku guðunum en hann á sér ekki hliðstæðu í grískri goðafræði. Hann hafði tvö andlit og leit eitt áfram en hitt aftur. Sagan segir að fljótguðinn Tíber hafi verið sonur Janusar. Rómverjar töldu að Janus hafi ríkt sem konungur í Latíum aftur í grárri forneskju og hafi bygg...
Hvað þýðir orðið simsalabim og hvaðan er það upprunnið?
Orðið simsalabim er sennilega upprunnið í þýsku. Fleiri en ein skýring er á tilurð þess. Sumir álíta það eiga rætur að rekja allt aftur til síðmiðalda. Kristnir menn hafi talið múslima eins konar töframenn. Upphafsorð við ýmiss konar athafnir „bismi allah rahman i rahim“ (‛í nafni guðs hins algóða’) hafi afb...