Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hver er eðlilegur líkamshiti manns?
Eðlilegur líkamshiti, og þar af leiðandi sótthiti, er nokkuð einstaklingsbundinn hjá börnum og fullorðnum. Fyrir rúmum 120 árum gerði þýskur vísindamaður að nafni Carl Reinhold August Wunderlich (1815-1877) rannsókn á líkamshita manna og komst að þeirri niðurstöðu að eðlilegur líkamshiti væri 37 °C. Þetta er þó ek...
Er „af því bara“ svar?
Orðin „af því bara“ geta verið svar ef sá sem segir þau er að bregðast við spurningu, í flestum tilvikum væri það spurning um af hverju eitthvað er einhvern veginn. Aftur á móti má segja að þau séu ekki mjög gott svar. Oftast spyrjum við spurninga í þeim tilgangi að biðja um upplýsingar eða útskýringar af einhv...
Hvað búa margir í geimförum?
Í þeim skilningi að orðið búa merki varanleg búseta þá er svarið við spurningunni sú að enginn maður býr í geimnum. Það er því líklega betra að spyrja hversu margir dvelja í geimnum á hverjum tíma. Í dag er pláss fyrir þriggja manna áhöfn í alþjóðlegu geimstöðinni en gert er ráð fyrir að sex geti dvalið þar í...
Hvað er strandgróður?
Strandgróður er, eins og nafnið gefur til kynna, gróður sem vex meðfram ströndum. Samanborði við gróður sem vex inn til landsins má segja að gróðursamfélag við strendur landsins sé fáskrúðugt og ósamfellt enda býður jarðvegurinn ekki upp á mikla grósku þar sem hann er mestmegnis möl og sandur. Strandgróður er...
Hvað samdi Anton Bruckner margar sinfóníur?
Anton Bruckner (1824-96) var eitt af helstu sinfóníutónskáldum Vínarborgar á síðustu áratugum 19. aldar. Hann samdi 11 sinfóníur, en tvær hinar elstu voru ekki gefnar út fyrr en að honum látnum. Þar sem ekki þótti við hæfi að gefa þeim númerin 10 og 11 eru þær almennt kallaðar sinfóníur nr. 0 og nr. 00. Bruckn...
Hvernig virkar rafhlaða og hvernig var hún fundin upp?
Áður en rafalar og raforkukerfið kom til sögunnar var rafmagn aðallega fengið frá rafhlöðum (e. battery). Árið 1780 krufði ítalski eðlis- og efnafræðingurinn Luigi Galvani (1737-1798) frosk sem var fastur við koparkrók. Þegar hann snerti fótinn á frosknum með járnhníf kipptist froskurinn til. Galvani trúði að orka...
Hvert er öflugasta eldfjall sólkerfisins?
Loki Patera er um 200 km breið skeifulaga hrauntjörn, rétt norðan miðbaugs Íó, fylgitungls Júpíters. Eldfjallið er nefnt eftir norræna jötninum Loka Laufeyjarsyni. Loki reyndist vera virkt eldfjall á myndum sem Voyager 1 tók af tunglinu er það þaut fram hjá Júpíter árið 1979. Síðar kom í ljós að það er öflugast...
Er það satt að maður veikist frekar í kulda en þegar heitt er?
Heilbrigt fólk sem klæðir sig vel er ekki í sérstakri hættu í köldu veðri. Undirstúka í heila stjórnar viðbrögðum við hitabreytingum og miðar að því að halda helstu líffærum gangandi. Aldur, líkamsástand og undirliggjandi sjúkdómar hafa áhrif á það hvernig fólk bregst við kulda. Helstu viðbrögð líkamans við kulda ...
Er hægt að sjá í gegnum málma með röntgengeislum?
Já, það er vel hægt! Röntgengeislar eru í eðli sínu þannig að þeir smjúga í gegnum efni og í raun geta þeir smogið í gegnum hvaða efni sem er. Þeir dofna samt alltaf á leið sinni um efni, en dofnunin getur verið frá því að vera nánast engin, til dæmis í lofti, upp í að vera mjög mikil, til dæmis í blýi. Það hve...
Hver var heimsmynd ásatrúarmanna?
Margt er á huldu um heimsmynd norrænna manna en þó bendir ýmislegt til þess að þeir hafi talið jörðina vera hnöttótta. Samkvæmt norrænu goðafræðinni var jörðin sköpuð af goðunum Óðni, Víla og Vé úr líkama jötunsins Ýmis. Í upphafi var ekkert nema Ginnungagap en um það segir í Völuspá: Ár var alda, það er ekk...
Af hverju stækka og minnka augasteinarnir?
Það sem lítur út fyrir að vera lítill svartur stein í miðju augnanna er í raun alls ekki stein, heldur sjáaldur sem er op. Augasteinninn er inni í augnknettinum sjálfum og er glær, hörð kúla, sem sagt alvöru “steinn”. Hann er augnlinsan og sjáaldrið er ljósopið sem hleypir ljósi inn í augað á sjónuna aftast í augn...
Af hverju er Plútó ekki reikistjarna?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Af hverju er Plútó ekki lengur reikistjarna? Ég skoðaði sem þið skrifuðuð um hann en ég vil fá gott svar! Þegar Plútó uppgötvaðist árið 1930 töldu flestir að þar hefði fundist níunda reikistjarna sólkerfisins. Stjörnufræðingar komust þó fljótt að því að Plútó er talsver...
Hafa refir einhvern tíma verið í Færeyjum og þá af hvaða stofni?
Eftir því sem best er vitað hafa villtir refir aldrei lifað í Færeyjum. Talið er að þegar fyrstu landnámsmennirnir komu til eyjanna hafi þar ekki verið nein landspendýr. Einu hryggdýrin voru fuglar en fuglalíf eyjanna er afar fjölskrúðugt og hefur einnig verið svo fyrir um 1.400 árum þegar menn komu til eyjanna. ...
Hvaða rannsóknir hefur Ástráður Eysteinsson stundað?
Ástráður Eysteinsson er prófessor í almennri bókmenntafræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við stefnur og strauma í nútímabókmenntum Vesturlanda, með áherslu á bókmenntir innan málsvæða ensku, þýsku og íslensku, en jafnframt rannsakað alþjóðlega virkni og vægi lykilhugtaka eins og módernism...
Eru sprettharðir langhlauparar fljótari en spretthlauparar?
Upprunalega spurningin var: Hvor er fljótari, Mo Farah eða Usain Bolt? Stutta svarið er að sprettahlaupari eins og Usain Bolt er mikið fljótari en langhlaupari eins og Mo Farah. En það eru hins vegar ýmsir þættir sem þarf að skoða þegar spurningunni er svarað. Fyrst þarf að skilgreina hvað er vera fljótur....