Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1472 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju eru langflestir byggðakjarnar á Íslandi við ströndina?

Sú staðreynd að stærstur hluti byggðar á Íslandi er við ströndina á sér vissulega landfræðilegar skýringar þar sem aðstæður til þéttbýlismyndunar fjarri sjó eru ekki sérlega ákjósanlegar á mörgum svæðum, til dæmis í þröngum fjörðum með lítið undirlendi, eins og víða bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum. Byggðamynstur...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er á merki Háskóla Íslands?

Konan á merki Háskóla Íslands er gríska gyðjan Pallas Aþena sem gegndi til forna meðal annars hlutverki mennta- og viskugyðju. Aþena var dóttir Seifs og viskugyðjunnar Metisar en hana gleypti Seifur áður en gyðjan varð léttari. Nokkru síðar fékk Seifur ægilegan höfuðverk og þegar guðirnir gerðu gat á hauskúpu hans...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Hreinn Benediktsson og hvert var hans framlag til fræðanna?

Hreinn Benediktsson fæddist 10. október 1928 í Stöð í Stöðvarfirði og lést í Reykjavík 7. janúar 2005. Hann var sonur hjónanna Benedikts Guttormssonar, kaupfélagsstjóra á Stöðvarfirði og bankastjóra á Eskifirði, síðar bankafulltrúa í Reykjavík, og Fríðu Hallgrímsdóttur Austmann, húsfreyju á Stöðvarfirði, Eskifirði...

category-iconDagatal vísindamanna

Hver var Kurt Martin Hahn og hvert var hans framlag til skólamála?

Þýska skólamanninum Kurt Martin Hahn hefði ekki líkað við þá óvirku athöfn að glápa á síður veraldarvefsins í tíma og ótíma. Hann vildi að ungt fólk væri virkt, skapandi og áræðið. Hahn fæddist í Berlín 5. júní 1886. Hann var þýskur gyðingur, undir sterkum áhrifum af Ríkinu eftir Platon og hafði mikil áhrif á skól...

category-iconHagfræði

Hafa nýir risaflugvellir áhrif á verð í millilandaflugi?

Spyrjandi spurði sérstaklega um hvort og þá hvernig nýir risaflugvellir í Kína og Tyrklandi geti haft áhrif á verð á millilandaflugi í heiminum? Flugvellirnir tveir sem um ræðir eru nýi alþjóðaflugvöllurinn í Istanbúl og Daxing-flugvöllurinn í Beijing. Framboð á flugvöllum Flugvellir eru flókin fyrirbæri sem t...

category-iconLæknisfræði

Hvað er ósæðalokuþrengsl og hvaða nýjungar eru í meðferð?

Ósæðarlokuþrengsl eru algengasti hjartalokusjúkdómurinn á Vesturlöndum og þriðji algengasti hjarta- og æðasjúkdómurinn á eftir háþrýstingi og kransæðasjúkdómi.[1] Á Íslandi er algengi ósæðarlokuþrengsla samkvæmt hjartaómun 4,3% hjá einstaklingum yfir sjötugt en samhliða hækkandi aldri þjóðar má gera ráð fyrir að f...

category-iconLífvísindi: almennt

Úr hvaða afbrigði varð ómíkron til?

Spurningin öll hljóðaði svona: Úr hvaða afbrigði varð ómíkron til og hvað getur það sagt okkur um þróun faraldursins? Veiran sem veldur COVID-19 þróaðist í nokkur ólík afbrigði og framan af voru alfa, beta og delta þeirra þekktust. Nýtt veiruafbrigði fannst síðla árs 2021 og var það nefnt ómíkron. Samanbur...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er Talmúð?

Orðið Talmúð þýðir „að læra“ á hebresku en vísar yfirleitt til safnrits margra bóka með lögum og margvíslegum túlkunum og útskýringum á ýmsum laga- og ritningargreinum. Næst á eftir Biblíunni, sem hjá gyðingum tekur aðeins til Gamla testamentisins, er Talmúð mikilvægasta rit gyðingdóms. Þetta mikla safnrit innihel...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða áhrif hefur minkur á íslenskt vistkerfi?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna eru stundaðar skipulegar veiðar á mink á Íslandi? Er hann svona mikill skaðvaldur? Að hvaða leyti?Lesa má um veiðar á mink í svari sömu höfunda við spurningunni: Hvernig er minkaveiðum háttað á Íslandi? Almennt gildir að möguleikar rándýrs til að hafa á...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er gen?

Upphafsmaður erfðafræðinnar, Gregor Mendel (1822-1884), rannsakaði erfðir vissra einkenna hjá baunaplöntum (Pisum sativum). Hann skýrði niðurstöður tilrauna sinna með því að einkennin væru ákvörðuð af eindum sem erfðust með reglubundnum hætti. Mendel skrifaði á þýsku og nefndi þessar eindir einfaldlega Elemente. N...

category-iconHugvísindi

Hvað var Gestapo og hvað gerðu menn þar?

Gestapo er stytting fyrir Geheime Staatspolizei sem þýðir Leynilögregla ríkisins. Hún var upphaflega mynduð innan prússnesku lögreglunnar, sem var sjálfstæð stofnun innan samnefnds héraðs í Þýskalandi fyrir stríð, og var henni ætlað að rannsaka og beita sér gegn andstæðingum nasista og Þriðja ríkisins. Síðar var s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um sléttuúlfa?

Sléttuúlfar (Canis latrans) nefnast á ensku coyote eða praire wolf. Þessa nafngift má líklega rekja til upprunalegra heimkynna þeirra á sléttum Norður-Ameríku. Orðið coyote kemur hins vegar af orðinu couytl í máli Nahutl-indjána sem bjuggu á svæðum sem tilheyra í dag Mexíkó. Latneska heiti þeirra merkir hins vegar...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Nær maður að taka inn eitthvað af steinefnum eftir hálftíma bað í steinefnabættu vatni?

Húð landspendýra eins og mannsins virkar sem varnarmúr og kemur í veg fyrir að of mikið af vatni og lífsnauðsynlegum steinefnum tapist út í umhverfið. Húðin er samsett úr tveimur lögum; leðri (dermis) og yfirhúð (epidermis). Yfirhúðin er lagskipt en ysta lagið, hornlag (stratum corneum) er langsamlega þéttast og á...

category-iconHeimspeki

Hvað eru kristileg gildi og hver er munurinn á þeim og gildum annarra trúarbragða?

Þegar ræða á hver sé munurinn á kristilegum gildum og gildum annarra trúarbragða vakna ýmsar aðrar spurningar. Hvað eru kristileg gildi? Eru til einhver sérstök kristileg gildi? Eru þau frábrugðin gildum annarra trúarbragða? Í viðleitni okkar til að svara þessum spurningum er gott að hafa hugfast að siðakenning...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur fólk verið af millikyni?

Í stuttu máli er svarið já, því bæði er til fólk með útlitseinkenni beggja kynja og tvíkynja einstaklingar með fullþroskaða kynkirtla beggja kynja. Hins vegar er ekki víst að rétt sé að tala um millikyn heldur er frekar hægt að segja að vísindamenn séu að átta sig á því að mörkin sem við höfum hingað til dregið mi...

Fleiri niðurstöður