Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHagfræði

Væri krónan ekki búin að lagast ef stýrivextir lækkuðu í 2% eða minna?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Væri ekki krónan búin að lagast að stórum hluta ef stýrivextir lækkuðu í 2% eða minna? Ekki er ljóst hvað fyrirspyrjandi á við með að krónan sé í lagi eða að hún lagist. Hér er gengið út frá að átt sé við stöðugt nafngengi. Eins og kemur fram í svari við spurning...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ef svartir albínóar verða hvítir af hverju verða þá ekki hvítir albínóar svartir?

Húðlitur okkar, og reyndar háralitur líka, ræðst af litarefni sem kallast melanín. Því meira litarefni sem er í húðinni því dekkra er fólk á hörund. Albínismi stafar af gölluðu víkjandi litargeni. Eðlilega litargenið stuðlar að myndun melaníns í húð, hári og augum. Hafi einstaklingur erft albínóagenið frá báðu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Menga rafbílar og hvers vegna er rafbíllinn ekki vinsælli en bensín- og dísilbílar?

Margir halda því fram að þegar búið er að framleiða rafbíl, flytja hann á milli landa og koma honum til eigandans sé heildarmengun rafbíls meiri en bíls sem er einfaldari í framleiðslu og gengur fyrir bensíni eða dísil. Svo er þó ekki. Þá hefur einnig verið töluvert rætt um framleiðsluna á rafmagni fyrir rafbílana...

category-iconHagfræði

Ef það kemur kreppa af hverju eru þá ekki bara prentaðir fleiri peningar?

Í fljótu bragði mætti ætla að þetta væri góð lausn á peningavandræðum fólks en ástæðan fyrir því aukin prentun peninga leysir ekki vandamál sem skapast í kreppu er sú að peningar eru í sjálfu sér gagnslausir. Það er til dæmis ekki hægt að borða þá eða nota þá í staðinn fyrir fötin sem við klæðumst vanalega. Penin...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju var Finnur kallaður Stikilberja-Finnur, er það ekki ruglingur á berjum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju var Finnur kallaður Stikilberja-Finnur? Eru stikilber ekki allt önnur ber en huckleberries? Þarna virðist spyrjandi hafa ratað á eina af ráðgátum íslenskrar þýðingasögu. Stikilsber, eins og þau eru jafnan kölluð nútildags, eru nefnilega ekki það sama og „hu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við með málshættinum „Ekki má kasta svartri konu úr sæng“?

Öll spurningin hljóðaði svona: Í málsháttasafni Nönnu Rögnvaldardóttur er setning sem hljómar svona: "Ekki má kasta svartri konu úr sæng." Það hlýtur að vera að þetta þurfi ekki túlka bókstaflega - en hver er uppruni málsháttarins og hvað þýðir hann í rauninni? Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans...

category-iconLögfræði

Hvers vegna má ekki sökkva skipum við Ísland sem gætu orðið áhugaverðir köfunarstaðir?

Sú háttsemi sem spyrjandi lýsir hér er skilgreint sem varp í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda. Með varpi er átt við það þegar skipum eða öðrum hlutum er fleygt í hafið, vísvitandi án lögmæts tilgangs. Varp nær einnig yfir það þegar fljótandi efnum er hellt í sjó. Varp er almennt óheimilt skv. 9. gr. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segjum við að klukkan sé fjögur en ekki klukkan er fjórar?

Þegar við tilgreinum tímasetningu notum við töluorð í hvorugkyni – segjum klukkan er eitt / tvö / þrjú / fjögur. Við sem eigum íslensku að móðurmáli tökum yfirleitt ekki eftir því að þetta sé neitt skrítið en það veldur oft heilabrotum hjá þeim sem eru að læra íslensku sem annað mál. Lýsingarorð og beygjanleg töl...

category-iconFélagsvísindi

Væri hægt að lögsækja miðla fyrir að bjóða falsaða vöru?

Almennt er hægt að höfða mál gegn miðlum, eins og öðrum og það sama gildir um slíka málsókn og aðrar málsóknir, að ef sannanir eru fyrir hendi þá er líklegt að málsóknin beri árangur. Þó verður að gera greinarmun á tvennu varðandi starfsemi miðla. Annars vegar getur komið til að þær forsendur sem viðskiptavinur...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna er alltaf sagt að líf geti ekki þrifist á öðrum hnöttum nema þar sé vatn? Gætu ekki verið til lífverur sem geta lifað án vatns og sólar?

Það er deginum ljósara að líf eins og við þekkjum það á jörðinni þarfnast vatns. Líf jarðarinnar hefur þróast í vatni og með vatni og lífverur hafa lært að nýta sér hina sérstöku eiginleika þessa vökva. Vatn, ásamt vetnis- og hydroxyljónum sem myndast við sundrun þess, ráða að verulegu leyti byggingu og líffræðile...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig veit maður hvort maður sé með krabbamein?

Við getum byrjað á að skipta spurningunni svolítið upp: 1. Getur hraustur maður sem hvergi finnur til verið með dulið krabbamein og er unnt að finna það? Svarið við þessu er að þetta getur vissulega komið fyrir og krabbameinsleit eins og hún hefur tíðkast í mörg ár hérlendis hjá Leitarstöð Krabbameinsféla...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju stafar þunglyndi?

Hér er einnig að finna svör við spurningunum Hverjar eru algengustu orsakir þunglyndis? frá Baldri Þórssyni og Er þunglyndi andlegur eða líkamlegur sjúkdómur? frá Gunnari Aroni Ólasyni. Ekki er vitað með vissu hvað það er sem veldur þunglyndi. Greina má ætlaðar orsakir gróflega í 3 flokka: Líffræðilega þætti, sál...

category-iconMálvísindi: íslensk

Finnst kóngafólk í íslenskum örnefnum?

Langt er nú umliðið síðan kóngur og drottning áttu ríki sitt á Íslandi. Síðustu konungshjónin yfir landinu voru Kristján X. Danakonungur (hét fullu nafni Christian Carl Frederik Albert Alexander Vilhelm) og Alexandrine drottning. Formlegu konungssambandi þeirra við Ísland lauk 17. júní 1944 enda þótt það hefði þá ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geturðu sagt mér um þróun apa?

Frá sjónarhóli þróunarfræðinnar eru prímatar eða mannapar afar ungur hópur spendýra. Talið er að fyrstu "sönnu" prímatarnir hafi komið fram á miðju Paleósen-tímabilinu fyrir um 60 milljónum ára eða stuttu eftir að risaeðlurnar dóu út. Þessir forfeður apa nútímans líktust frekar íkornum en öpum því þeir voru mjög l...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru villihestar til nú á dögum?

Svarið við þessari spurningu er einfaldlega já. Rétt er í upphafi að útskýra að til eru nokkrar tegundir af ættkvísinni Equus í heiminum, þeirra á meðal sebrahestar, asnar og auðvitað hesturinn (Equus caballus). Hjarðir hesta af hinni tömdu deilitegund, Equus caballus caballus, finnast víða villtar um heim....

Fleiri niðurstöður