Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1825 svör fundust
Hver er ástæðan fyrir því að danska talnakerfið er svo frábrugðið því sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum?
Danska talnakerfið fer ekki að öllu leyti sínar eigin leiðir. Það á það sameiginlegt til dæmis með þýsku að byrja á tölunum frá einum og upp í níu þegar komið er yfir tuttugu. Til dæmis er í dönsku sagt en og tyve, to og tredive, tre og fyrre en í þýsku ein und zwanzig, zwei und dreißig, drei und vierzig. Í fornís...
Hvað þýðir að taka einhvern í bakaríið og hvaðan kemur orðasambandið?
Þetta orðasamband er ekki gamalt í íslensku. Þess er getið í Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál sem gefin var út 1982. Þar er merkingin sögð ‛ávita e-n, skamma’. Það er ekki að finna í Íslenskri orðabók frá 1983 en í útgáfunni frá 2002 er merkingin sögð 'ávíta e-n duglega' og notkunin...
Hvað merkir nafnið á fossinum Glanna?
Örnefnið Glanni er að minnsta kosti á tveimur stöðum á Vesturlandi, annars vegar foss í Norðurá í Mýrasýslu, suður undan Hreðavatni. Hann hét áður Glennrar (máldagi 1306) eða Glennunarfoss (1397) (Íslenskt fornbréfasafn IV:122; Glunnrarfoss í nafnaskrá). Í sóknarlýsingu eftir sr. Jón Magnússon frá 1840 er talað um...
Hvaðan kemur orðið dýflissa?
Upprunalega spurningin var:Hvaðan kemur orðið dýflissa og hver er réttur framburður þess? Orðið dýflissa 'fangelsi, svarthol' er tökuorð úr miðlágþýsku og var rithátturinn dyblissa, dyflissa, dybliza, dyfliza. Í miðlágþýsku er orðið fengið úr slavnesku, samanber fornslavnesku timinica, rússnesku temniza 'fangel...
Hvers konar vöttur er í götunni Vattarás?
Spurningin í heild hljóðaði svona: Sæl, rakst á götuheitið Vattarás og hef ekki hugmynd um af hverju það er dregið eða hvað það þýðir. Nafnorðið vöttur merkir ‘hanski, vettlingur’ og þekkist þegar í fornu máli. Það kemur einnig fyrir sem eiginnafn í Ynglinga sögu í Heimskringlu. Það bar Vöttur, einn jarla Fróð...
Hvað er átt við með orðinu endemi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er endemi og eru þarna einhver tengsl (eða jafnvel ruglingur) við ein(s)dæmi? Orðið endemi hefur fleiri en eina merkingu. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:153) eru merkingarnar ‘e-ð dæmalaust eða fáránlegt; for, saurindi’ en fyrsta merking...
Af hverju eru farangursbox ofan á bílum kölluð tengdamömmubox?
Orðið tengdamömmubox er ekki gamalt í málinu. Sjá má á Tímarit.is að það kemur nær eingöngu fyrir í auglýsingum um sérstök box undir farangur, farangursbox, sem hægt er að festa á þak bifreiðar til þess að hafa rúm fyrir farangur sem ekki kemst fyrir í farangurshólfinu (skottinu) á bílnum. Elsta auglýsingin er frá...
Hvað er „enska öldin“ og hvað einkenndi hana á Íslandi?
Þegar talað er um „ensku öldina“ á Íslandi er átt við tímabilið frá því skömmu eftir 1400 til um 1500, þá var Ísland á áhrifasvæði Englendinga og stundum réðu þeir hér lögum og lofum. Grundvöllur Íslandssiglinga Englendinga voru tækniframfarir í skipasmíðum og siglingatækni. Skip Englendinga voru tví- og jafnve...
Hver var Hreinn Benediktsson og hvert var hans framlag til fræðanna?
Hreinn Benediktsson fæddist 10. október 1928 í Stöð í Stöðvarfirði og lést í Reykjavík 7. janúar 2005. Hann var sonur hjónanna Benedikts Guttormssonar, kaupfélagsstjóra á Stöðvarfirði og bankastjóra á Eskifirði, síðar bankafulltrúa í Reykjavík, og Fríðu Hallgrímsdóttur Austmann, húsfreyju á Stöðvarfirði, Eskifirði...
Hvaða tölva er öflugust eins og er og hve öflug er hún?
Samkvæmt lista sem Mannheim- og Tennessee-háskólarnir gefa út er bandarísk tölva sem nefnist ASCI Red öflugasta tölva heims í júní 2000. Hún er með 9632 stykki af Pentium II Xenon 333 MHz örgjörvum, 606 GB innra minni og 12,5 TB diskpláss. Mannheim-háskóli og Tennessee-háskóli gefa út tvisvar á ári lista ...
Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikarnir haldnir? Hvers vegna? Hvaða íþróttir voru þá?
Ólympíuleikarnir eru grískir að uppruna og voru meðal fjögurra stórra íþróttakappleikja sam haldnir voru reglubundið í Grikklandi til forna. Elsti skráði sigurvegari á Ólympíuleikum er kokkurinn Kóróbeus frá Elís, sem vann kapphlaup árið 776 fyrir Krist. Almennt er talið að þá hafi leikarnir verið hið minnsta 500 ...
Af hverju man fólk með Alzheimer hvað það gerði fyrir 50 árum, en ekki hvað það borðaði í morgunmat?
Alzheimers-sjúkdómur er algengasti heilahrörnunarsjúkdómurinn, en þeir eru allmargir. Eitt aðaleinkenni hans er skert minni og virðist það einkum koma fram í nærminni eða með öðrum orðum hæfileikanum til að leggja nýja hluti eða nýliðna atburði á minnið. Þegar nánar er að gáð, til dæmis með beinum spurningum um fj...
Hvert er elsta knattspyrnufélag í heimi?
Elsta fótboltalið í heimi er hið enska Sheffield FC sem var stofnað 24. október árið 1857 í Sheffieldborg. Sheffield FC hafði mikil áhrif á þróun knattspyrnunnar og meðal nýjunga sem félagar þess tóku upp og reyndust farsælar, má nefna hornspyrnur, aukaspyrnur og þverslár – áður hafði aðeins verið strengt reipi, e...
Hvað er hlaupastingur og hvernig er hægt að losna við hann?
Þetta er mjög vinsæl spurning eins og sést á því hversu margir hafa spurt Vísindavefinn um hlaupasting. Aðrir spyrjendur eru: Árni Haraldsson, Ellen Helga Steingrímsdóttir, Emilía Sigurðardóttir, Ásdís Ágústsdóttir, Eydís Daníelsdóttir, Ása Einarsdóttir, Davíð Stefánsson, Stefán Gunnarsson, Steinunn Sigurðardóttir...
Hvað eru freknur?
Freknur eru litlar skellur af litarefninu melaníni í húðinni. Þær eru mjög mismunandi á stærð, oftast álíka stórar og títuprjónshaus en geta runnið saman og þá orðið stærri. Freknur myndast við sams konar ferli og þegar við verðum sólbrún (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvers vegna verðum við brún af því ...