Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1529 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Á hvern hátt er Úranus frábrugðinn hinum reikistjörnunum?

Úranus er sjöunda reikistjarnan frá sólu og braut hennar liggur að meðaltali í um 2,9 milljarða kílómetra fjarlægð frá sólinni eða 19,22 AU. Að þvermáli er Úranus 51.800 km um miðbaug og er því þriðja stærsta reikistjarna sólkerfisins, fjórum sinnum stærri og 14,5 sinnum massameiri en jörðin. Þvermál Úranusar er...

category-iconMannfræði

Hvernig eru jólin haldin í Bretlandi?

Við sendum þessa spurningu til mannfræðings sem hefur dvalist á Bretlandi í nokkur ár. Eins og sönnum mannfræðingi sæmir hefur hann gert ýmsar athuganir á umhverfi sínu og lýsir niðurstöðum þeirra á skemmtilegan og umhugsunarverðan hátt hér á eftir. Hins vegar þarf að hafa í huga að hann er fyrst og fremst að lýsa...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju eru sumir örvhentir en aðrir ekki?

Spurningar um örvhenta og rétthenta virðast brenna á mörgum, að minnsta kosti streyma þær inn til Vísindavefsins. Meðal tengdra spurninga sem okkur hafa borist má nefna: Ef báðir foreldrar eru örvhentir hverjar eru þá líkurnar á því að barnið þeirra verði örvhent? Hvernig stendur á því að ég er örvhentur en rétt...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er átt við með sviðshugtakinu í eðlisfræði? Hvernig er hægt að setja það fram án þess að lenda í hring?

Spyrjandi bætir einnig við:Að hvaða leyti er sviðshugtakið spor fram á við miðað við fjarhrifshugmyndir, til dæmis þær sem Newton setti fram?Allt frá því um miðbik nítjándu aldar hafa eðlisfræðingar talað um rafsvið (electric field) og margir kannast sjálfsagt einnig við hliðstæðu þess, segulsviðið (magnetic field...

category-iconMannfræði

Hvers konar menning er í Mósambík? Hver er saga landsins?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvenær lauk borgarastríðinu í Mósambík? Grunnupplýsingar Mósambík er sjálfstætt lýðveldi í Suðaustur-Afríku og liggur austurströnd þess að Indlandshafi. Landamæri Mósambíkur liggja að Tansaníu norðan megin, Suður-Afríku og Svasílandi sunnan og suðvestan megin, og að Simbabve, Sa...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig gátu stærðfræðingar fornaldar eins og Pýþagóras og fleiri reiknað og fundið allar formúlurnar sínar?

Í stuttu máli má segja að formúlurnar hafi sjaldnast verið uppgötvaðar af einum manni heldur hafi vitneskjan þróast árum og öldum saman þar til hún fékk þá einföldu og fáguðu mynd sem birtist í nútíma stærðfræðibókum. Um miðja þúsöldina fyrir Krists burð hófst blómaskeið stærðfræði á grískumælandi menningarsvæ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Viltu segja mér allt um merði?

Merðir eða marðardýr (Mustelidae) er stærsta ættin innan ættbálks rándýra. Núlifandi marðardýrum er skipt í fimm undirættir; otra (Lutrinae), greifingja (Melinae), hunangsgreifingja (Mellivorinae), merði (Mustelinae) og sléttugreifingja (Taxidiinae). Þessar undirættir skiptast síðan í 24 ættkvíslir og 56 tegundir....

category-iconSálfræði

Hvað er tilfinningagreind? Er hún mikilvæg?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvernig nýtist tilfinningagreind stjórnendum fyrirtækja? (Sigrún Grímsdóttir) Aðrir spyrjendur eru: Ingimar Guðmundsson, Davíð Þorgeirsson, Silja Baldursdóttir og Þórður Grímsson. Tilfinningagreind (e. emotional intelligence) er hugtak sem á rætur sínar að rekja til starf...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er munurinn á heila karla og kvenna?

Karlar og konur eru ólík á ýmsan hátt, bæði í útliti og hegðun. Þar sem öll hegðun er afleiðing af virkni taugakerfisins hlýtur ólík hegðun kynjanna að eiga sér rætur í ólíkri gerð og starfsemi heila karla og kvenna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að slíkur munur er til staðar þótt ekki sé enn að fullu ljóst hvað vel...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig virkar vaxtarhormón?

Vaxtarhormón manna (e. human growth hormone, HGH) myndast í heiladingli okkar alla ævi. Seyti þess nær hámarki á unglingsárunum þegar fólk tekur vaxtarkipp en fer minnkandi eftir það. Allar frumur líkamans hafa viðtaka fyrir vaxtarhormón. Hormónið örvar flutning amínósýra inn í frumurnar og myndun prótína úr þ...

category-iconSálfræði

Hversu mikill hluti heilans er enn órannsakaður?

Upphaflegar spurningar voru: Hvernig vitið þið að sjónin er aftan á heilanum en ekki framan á eða á hliðunum? Hversu mikill hluti heilans er enn órannsakaður? Enginn hluti heilans er algjörlega órannsakaður, en ekki er þar með sagt að allt sé vitað um hann – þvert á móti! Heilinn er sérlega spennandi rannsó...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um pöndur?

Risapandan (Ailuropoda melanoleuca), eða bambusbjörn eins og hún hefur einnig verið kölluð, er digurvaxinn og kraftalegur björn að meðalstærð. Feldurinn er þéttur og með sérkennilegu hvítflekkkóttu mynstri. Fullorðin panda vegur á bilinu 80 til 120 kg og er um 150 til 180 cm á hæð. Flokkun og lifnaðarhættir Þó...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver eru helstu einkenni kynþroskaskeiðs?

Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis: Af hverju fær maður hár á kynfærin? Hvers vegna vaxa punghárin? Fara stelpur í mútur? Getur röddin í stelpum breyst? Hvenær fara strákar í mútur? Breytist hárvöxtur á leggjum ungra kvenna við kynþros...

category-iconHugvísindi

Hvernig eru reglurnar með stúdentahúfur? Hvenær eiga þær að vera svartar?

Sá siður að skólanemendur (hér áður fyrr einkum skólapiltar) klæði sig með einkennandi hætti og beri þá meðal annars sérstök höfuðföt á sér rætur allt aftur til miðaldaskólanna í Evrópu og jafnvel mætti fara enn aftar í söguna. Oftar en ekki dró þessi einkennisklæðnaður dám af fatatísku embættismanna og yfirstétta...

category-iconHugvísindi

Hvað borðaði Jesús?

Jesús var veislumaður, en hvers konar mat borðaði hann? Hvernig voru veislur Ísaks eða kónganna Davíðs, Salómons og Heródesar? Vitum við eitthvað um mat Biblíunnar? Já, í öllum ritum hennar er eitthvað vikið að borðhaldi eða fæðutengdum efnum. Rannsóknir á Biblíunni, fornleifum og heimildum þessa tíma hefur fært o...

Fleiri niðurstöður