Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Býr einhver í Tjernobyl í dag?

Þann 26. apríl 1986 urðu sprengingar í einum ofni í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu í Úkraínu sem þá var hluti Sovétríkjanna. Afleiðingarnar urðu þær að gríðarmikið magn geislavirkra efna gaus út í andrúmsloftið og dreifðist víða um lönd. Um þetta má lesa í svari Arnar Helgasonar við spurningunni: Hver urðu eftirköst T...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er svínainflúensa?

Svínainflúensa er bráð sýking í öndunarvegum svína af völdum inflúensu A-veiru. Dánartíðnin er lág í svínum og þau ná sér venjulega á 7–10 dögum frá upphafi veikinda. Þessar veirur er einnig að finna í villtum fuglum, fiðurfé, hestum og mönnum. Svínainflúensa berst afar sjaldan milli dýrategunda. Fram til þessa ha...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Fjall í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi er ýmist nefnt Gunnólfsfell, Gunnúlfsfell, eða Gunnungsfell. Getið þið skorið úr um rétt nafn?

Þessi nöfn koma ekki fram í miðaldaritum, en talið er að fjall sem nefnt er Kolssonafjall í Landnámabók geti átt við þetta fjall (Íslenzk fornrit I:120-121). Elstu tiltækar heimildir um nöfnin eru sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags um Setbergssókn, önnur frá 1840 eftir sr. Einar Sæmundsson, hin frá 18...

category-iconHugvísindi

Er vitað hve mörg prósent þjóðarinnar horfir á Eurovision?

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eða Evróvisjón (e. Eurovision) hefur löngum þótt afar gott sjónvarpsefni á Íslandi en fáir sjónvarpsviðburðir hafa notið jafn mikilla vinsælda í gegnum árin. Íslendingar hafa tekið þátt í keppninni frá árinu 1986, en það ár var Icy-hópurinn fulltrúi landsmanna með lagið Gleði...

category-iconFélagsvísindi almennt

Gæti Grænland orðið fjölmennara en Ísland í framtíðinni?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Á Grænland raunhæfan möguleika á að verða fjölmennara en Ísland í framtíðinni? Í stuttu máli sagt er afar ólíklegt að Grænland verði fjölmennara en Ísland í fyrirsjáanlegri framtíð nema eitthvað stórkostlegt gerist sem veldur mjög mikilli fólksfækkun á Íslandi eða mjög...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær kemur glæpon í íslenskt mál?

Nafnorðið glæpon er ekki gamalt í málinu. Eftir því sem næst verður komist fór það að skjóta upp kollinum í íslensku rétt fyrir miðja 20. öldina. Þá, eins og nú, merkti það 'glæpamann' eða 'bófa' en það hefur yfir sér óformlegan eða slangurkenndan blæ sem trúlega hefur dregið úr líkum á því að það birtist oft á pr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar „brögð“ eru í orðinu trúarbrögð?

Upprunalega spurningin hljómaði svona: Hvaðan kemur orðið „trúarbrögð“. Brögð hljómar eins og það séu einhver töfrabrögð eða galdrar. Af hverju varð þetta orð til á Íslandi. Orðið „trú“ hljómar virðulegra en þegar búið er að bæta við orðinu „brögð“. Orðmyndirnar trúbrögð og trúarbrögð þekkjast þegar í fornu ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er nýyrðið hlaðvarp hugsað?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég er að velta fyrir mér til hvers er verið að vísa í orðinu hlaðvarp. Er verið að vísa í hlað líkt og bæjarstæði eða er verið að vísa í hleðslu líkt og hlaðinn vegg og garð í kringum hús? Íslenska orðið hlaðvarp er myndað sem samsvörun við enska orðið podcast. Fyrri hlutinn...

category-iconLífvísindi: almennt

Úr hvaða tveimur ávöxtum er kívíávöxtur búinn til?

Kívíávöxtur eða loðber (Actinidia deliciosa eða Actinicia chinensis) er ekki búinn til úr öðrum ávöxtum heldur er hann sjálfstæð tegund. Loðberið er ávöxtur klifurfléttu og upprunaleg heimkynni þess eru í Kína. Ávöxturinn tók að berast til annarra landa á 19. öld og ræktun hans hófst að einhverju leyti á fyrstu ár...

category-iconVísindi almennt

Hvenær var smokkurinn fundinn upp?

Óvíst er hvenær smokkurinn var fyrst fundinn upp. Þó er víst að ýmsir hlutir hafa verið notaðir í aldanna rás til að þekja getnaðarlimi í þeim tilgangi að vernda gegn þungun og sýkingum og til skrauts og örvunar. Nokkurs konar slíður til að setja á getnaðarlim var notað af egypskum karlmönnum um 1350 fyrir Krist. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fer könguló að því að festa þráð nánast lárétt milli tveggja stoða?

Köngulær sem spinna vef hefja yfirleitt verkið á því að strengja láréttan þráð á milli tveggja greina, stráa eða steina. Þegar könguló byrjar á nýjum vef spinnur hún grannan og léttan þráð sem er eins konar fyrirrennari stoðþráðar. Granni þráðurinn, sem er sennilega sá sem spyrjandi á við, er það léttur að hægu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju gjósa eldfjöll?

Eldgos eru leið jarðarinnar til að kæla sig og þau eru í raun merki um að jörðin okkar er við hestaheilsu! Jörðin er enn þá heit og kröftug pláneta og við kólnun hennar leitar varminn til yfirborðsins aðallega á tvo vegu. Annars vegar með leiðni varma í gegnum alla jarðskorpuna; þessi varmaleiðni er afar hægfar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru köngulær til?

Stutta svarið við þessari spurningu er: Að því bara! Örlítið lengra svar er vegna þess að þetta er hópur lífvera sem hefur komið sér fyrir á ákveðnum stað í fæðuvef lífríkisins. Af hverju þetta eru köngulær en ekki annar hópur dýra má rekja til mjög flókinnar atburðarásar þróunar- og lífssögu jarðar. Köngu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru fuglar með eyru?

Já, fuglar hafa eyru og reyndar eru margar tegundir með nokkuð góða heyrn. Mesti munurinn á líffærafræði eyrna fugla og spendýra er sú að þeir fyrrnefndu hafa ekki ytri eyru líkt og á við um flest landspendýr. Séð utan frá eru eyrun himnuklætt svæði á höfðinu. Svæðið er ekki sýnilegt þar sem fíngert fiður þekur...

category-iconHugvísindi

Hverjir hafa fengið friðarverðlaun Nóbels og þá fyrir hvað?

Þegar þetta er skrifað (árið 2002) eru 101 ár síðan friðarverðlaun Nóbels voru veitt í fyrsta sinn. Að vísu hefur það gerst 19 sinnum að verðlaunin væru ekki veitt, en á móti kemur að 25 sinnum hefur þeim verið skipt á milli tveggja og einu sinni milli þriggja. Alls eru því 109 aðilar sem hafa fengið þau í tímans ...

Fleiri niðurstöður