Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hve hratt fer flugvélin Fokker 50?

Dæmigerður flughraði Fokker 50 vélanna er um 450 km/klst en hámarkshraðinn er 532 km/klst. Hér að neðan má svo sjá ýmsa eiginleika vélanna. Upplýsingarnar eru þó nokkuð mismunandi eftir flugfélögum og því ná tölurnar oft yfir nokkuð stórt bil. Lengd25 mVænghaf29 mHæð8,5 mFlugþol1300-2250 kmFarþegafjöldi46-5...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna notar fólk í prentiðnaði nær eingöngu Apple-tölvur?

Víðast hvar í heiminum notar meirihluti fyrirtækja í prentiðnaði Apple-tölvur. Ein ástæðan fyrir því er líklega sú að umbrotsforritið PageMaker, sem var í rauninni fyrsta forritið sem gerði notanda kleift að sjá hvað hann var að gera beint á skjánum, keyrir á Apple-tölvum. Einnig skiptir máli að á þeim áru...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær sást haförn fyrst á Íslandi?

Sennilega hafa menn séð haförn á Íslandi skömmu eftir landnám og hugsanlega áður en þeir tóku land. Að öllum líkindum hefur íslenski arnarstofninn þá verið mun stærri og haft meiri útbreiðslu en nú. Í dag er stofninn bundinn við norðanverðan Faxaflóa og Breiðafjörð. Þess má geta að í Noregi, þaðan sem flestir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er þjóðernisvitund? Ég finn þetta ekki í orðabók Máls og menningar.

Það er rétt hjá spyrjanda að orðið þjóðernisvitund er ekki í 3. útgáfu Íslenskrar orðabókar Eddu sem kom út árið 2002, né í 2. útgáfu Bókaútgáfu Menningarsjóðs frá 1983. Reyndar er það þannig að samsett orð finnast ekki alltaf í orðabókum enda eru ótal margar leiðir til að setja saman orð. Sumar slíkar samsetni...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er málfræðilega rétt að segja að það sé kjöt á fiski?

Upprunalega spurningin hljómaði svona: Er það málfræðilega rétt að segja að það sé kjöt á fiski? Það er að segja að þegar maður verkar fiskinn sé flakið kallað kjöt. Orðið kjöt er langoftast notað í merkingunni 'hold (einkum af spendýrum)’. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er aðeins ein heimild um að kjöt sé...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað merkir bæjarnafnið Vorsabær?

Vorsabær (Ossabær) er nafn á fjórum bæjum á Suðurlandi: Bær í Gaulverjabæjarhreppi í Árnessýslu. (Landnáma). Bær í Skeiðahreppi í Árnessýslu. Bær í Ölfusi í Árnessýslu. Bær í Austur-Landeyjum í Rangárvallasýslu. Nafnið er ýmist Vörsabær eða Ossabær í handritum Njálu, Vorsabær í Jarðabók Árna og Páls en Ossab...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er Everestfjall svona hátt?

Everestfjall er hæsta fjall jarðar, nánar tiltekið 8.850 metrar yfir sjávarmáli. Fjallið tilheyrir Himalajafjallgarðinum en hann er í 6 löndum sem heita: Bútan, Kína, Indland, Nepal, Pakistan og Afganistan. Myndun fellingafjalla getur orðið með þrennum hætti: Hafsbotnsskorpa sekkur undir aðra hafsbotnssk...

category-iconLögfræði

Hvað þýðir það ef þjóðin segir nei við Icesave?

Lagastofnun Háskóla Íslands hefur tekið saman bækling með útskýringum á nokkrum meginatriðum um þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave-samningana 9. apríl 2011. Þar er farið yfir ástæður atkvæðagreiðslunnar og hugsanlegar afleiðingar hennar. Í bæklingnum segir þetta um það ef ef meirihlutinn segir nei í atkvæ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið afleggjari og hvað merkir það?

Orðið afleggjari er notað um græðling sem skorinn eða klipptur er af plöntu, settur í vatn eða beint í mold og látinn skjóta rótum. Orðið er líka haft um veg eða vegarspotta út frá aðalbraut. Það er fengið að láni úr dönsku, aflægger, á fyrri hluta 20. aldar. Reynt var að amast við orðinu, til dæmis eftirfarandi ...

category-iconStærðfræði

Hver er villan í "sönnuninni" á 1=2?

Við höfum fengið skeyti frá lesanda sem bendir ótvírætt á villuna. Þá finnst okkur óþarft að draga lesendur lengur á svarinu. "Sönnun" Stefáns Inga, sem er starfsmaður Vísindavefsins, var svona: Látum a og b vera tvær tölur og segjum að þær séu jafnar, það er a = b. Þá fæst a = b sem er jafngilt ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á holarktískum, nearktískum og palearktískum svæðum og hvaða svæði tilheyrir Ísland?

Orðin holarktískt (holarctic), nearktískt (nearctic) og palearktískt (palearctic) eru notuð í líflandafræði og vísa til útbreiðslu lífvera. Viðfangsefni líflandafræðinnar er landfræðileg dreifing dýra og plantna og áhrif umhverfisþátta eins og veðurfars, landfræðilegra aðstæðna, jarðfræði og fleiri þátta á út...

category-iconLandafræði

Hvað heita hæsti og lægsti tindur í Aserbaídsjan?

Hæsti tindur Aserbaídsjan kallast Bazardüzü Dağı og er í Kákasusfjöllum, rétt við landamæri Aserbaídsjan og Rússlands. Þessi tindur nær upp í 4485 m hæð og er því meira en helmingi hærri en Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur Íslands. Bazardüzü Dağı nær upp í 4485 metra hæð. Það er ekki gott að s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað merkir bæjarheitið Hurðarbak?

Hurðarbak er nafn á að minnsta kosti sex bæjum á Íslandi: Bær í Villingaholtshreppi í Árnessýslu. (Hurðarbakur í landamerkjabréfi). Bær í Kjósarhreppi í Kjósarsýslu. Bær í Strandarhreppi í Borgarfjarðarsýslu. Bær í Reykholtsdal í Borgarfjarðarsýslu. Bær í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Nafn í...

category-iconHugvísindi

Af hverju kallast það að vera andvaka þegar maður getur ekki sofið?

Forskeytið and- merkti upphaflega 'gegn, á móti, (í átt) til' en það er einnig notað í merkingunni 'burt; frá'. Því er oft skeytt framan við nafnorð eða orð sem upphaflega voru leidd af nafnorði, til dæmis anddyri, andviðri, en algengara er að and- sé skeytt framan á orð leidd af sögnum, til dæmis andóf, andvígur....

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða nöfn á að nota um afbrigði SARS-CoV-2-veirunnar?

Veirur bera nöfn eins og aðrar tegundir lífvera sem hafa verið uppgötvaðar og skilgreindar. Nöfnin eru hugsuð til hægðarauka fyrir mennina, svo hægt sé að ræða og skrifa um veirurnar og eiginleika þeirra. Til að greina sundur afbrigði veirunnar SARS-CoV-2 voru búin til, eða aðlöguð, nokkur kerfi sem byggja á mismu...

Fleiri niðurstöður