Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2865 svör fundust
Hverjar eru algengustu villurnar í talaðri íslensku?
Ýmislegt má tína til þegar spurt er um algengar villur en sumar virðast þó algengari en aðrar. Sennilega er ein hin algengasta að nota myndina vill af sögninni að vilja í fyrstu persónu eintölu, ég vill í stað ég vil. Þar er um að ræða áhrif frá þriðju persónu hann/hún vill. Algengt er að benda á sagnirnar lang...
Vaxa plöntur á suðurpólnum?
Eins og fram kemur í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hvort er kaldara á suður- eða norðurpólnum? var meðalhitastigið á suðurpólnum árin 1957-2001 -45°C. Plöntur geta ekki ljóstillífað við svo lágt hitastig og því þrífast þær ekki á suðurpólnum sjálfum en öðru máli gegnir um Suðurskautsland...
Geta dýr skynjað jarðskjálfta áður en þeir verða?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Er það ekki satt að dýr skynji jarðskjálfta áður en þeir fara alveg á fullt? Og hvernig bregðast þau við þeim?Fjölmörg dæmi eru þekkt um einkennilega hegðun dýra rétt fyrir jarðskjálfta. Í bænum Santa Cruz í Bandaríkjunum faldi heimilishundur sig undir rúmi sex klukkustundum fy...
Hver eru sjálfstjórnarhéruðin í Kína?
Hér er einnig svarað spurningunni:Er Tíbet land? Sjálfstjórnarhéruðin (eða fylkin) í Kína eru alls fimm:Guangxi ZhuangzuInnri-Mongólía (Nei Monggol)Ningxia HuizuTíbet (Xizang)Xinjiang Uygur Kína skiptist í 33 stjórnunareiningar, sjálfstjórnarhéruðin fimm, 22 sýslur (sheng), fjórar borgarsýslur auk tveggja borga ...
Hvað er eyrnabólga barna?
Miðeyrnabólga, sem í daglegu tali kallast eyrnabólga, er bólga í slímhimnu miðeyrans af völdum bakteríusýkingar og er hún mun algengari hjá börnum en fullorðnum. Miðeyrað er loftfyllt holrúm á milli hljóðhimnunnar og innra eyrans. Kokhlustin er loftrás sem liggur á milli miðeyrans og nefkoksins og sér til þe...
Hvers vegna dó flökkudúfan út?
Flökkudúfur (Ectopistes migratorius, e. Passenger Pigeon) áttu heimkynni sín í Norður-Ameríku. Varpstöðvar þeirra voru í skóglendi um mitt og austanvert Kanada og í austurhluta Bandaríkjanna en á haustin héldu þær í suðurátt, jafnvel alla leið til Mexíkó og Kúbu. Talið er að þegar Evrópumenn settust að í Norðu...
Til hvers eru gervitauganet notuð og hvernig eru þau ólík raunverulegum tauganetum?
Í heilanum eru kerfi samtengdra taugafrumna sem nefnast einu nafni tauganet (e. neural networks). Hægt er að lesa um virkni taugafrumna í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Hvað eru taugaboð og hvernig verka þau? og í svarinu Geturðu útskýrt fyrir mér boðspennu í frumum? eftir Jón Má Halldórsson. ...
Hvernig stofnar maður félag, til dæmis rithöfundafélag?
Félagafrelsið er verndað í mannréttindasáttmála Evrópu og einnig er fjallað um það í stjórnarskránni en þar segir:Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Ba...
Hvaða dýr lifa á Suðurpólnum?
Dýralíf á Suðurpólnum er ekki sérlega fjölskrúðugt sökum erfiðra lífsskilyrða, svo sem mikils kulda. Þar lifa samt allnokkur dýr, bæði á landi og í sjó. Suðurpóllinn, eða Suðurskautslandið réttara sagt, er hvað þekktast fyrir að vera heimkynni mörgæsa. Almennur misskilningur er að þær lifi hvergi annars staðar...
Sjá kettir liti í myrkri, ef já hvernig liti?
Eins og fram kemur í öðrum svörum hjá okkur, þá hafa hlutir enga liti í myrkri. Það að einhvers staðar sé myrkur þýðir samkvæmt orðanna hljóðan að alls ekkert ljós er þar á ferð frá neinum ljósgjöfum. Þar er því ekkert að sjá, hvorki liti né annað. Hitt er svo annað mál sem einnig kemur fram í fyrri svörum að s...
Hvað er landafræði?
Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að ýmist er notað orðið landafræði eða landfræði. Almenningi er sjálfsagt tamara að nota hið fyrrnefnda en innan Háskóla Íslands er greinin kölluð landfræði og sá sem útskrifast þaðan hefur titilinn landfræðingur. Í þessu svari verður orðið landfræði notað. Hið alþjóðl...
Hvaða land í Norður-Evrópu er bæði stærst og fjölmennast? En í Evrópu allri?
Það er ekki eitt og sama landið sem er bæði stærst og fjölmennast í Norður-Evrópu. Á Wikipediu er sjálfstæð ríki Norður-Evrópu sögð vera 10 og þar stuðst við svæðaskipting frá Sameinuðu þjóðunum. Þau eru Norðurlöndin fimm: Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð; Eystrasaltslöndin þrjú: Eistland, Lettlan...
Er það satt að ef fólk sem er skylt eignast börn þá geti börnin orðið þroskaheft eða fötluð?
Það er sama saga með arfgenga sjúkdóma eða kvilla og annað sem við fáum í arf frá foreldrum okkar. Meiri líkur er á að ákveðin einkenni, hvort sem um er að ræða rautt hár, stórt nef eða sjúkdóma tengda genagöllum, erfist til afkvæma ef genin finnast í fjölskyldum beggja foreldra en ef þau eru aðeins í fjölskyldu a...
Af hverju er manni stundum kalt þegar maður er með hita?
Í raun verður manni ekki kalt þegar maður er kominn með hita heldur rétt áður en líkamshitinn hækkar. Í undirstúku heilans er hitastillistöð sem sér um að viðhalda líkamshita okkar við um það bil 37° C við eðlilegar kringumstæður. Við getum orðað það þannig að hitastillir okkar er stilltur á 37° C. Við getum fe...
Í skandínavískri þjóðtrú koma fyrir verur sem kallast nisse eða tomte. Eru til samsvarandi verur í íslenskri þjóðtrú?
Nissarnir eru afar vinsæl fyrirbæri í skandínavískri þjóðtrú og tengjast sérstaklega jólunum. Þeir eru eins konar húsálfar sem halda aðallega til í útihúsum á bændabýlum og gæta búsins sé vel við þá gert. Þess vegna þarf til dæmis alltaf að gefa þeim jólagraut á jólum. Nissinn með jólagrautinn sinn er orðinn eitt ...