Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7270 svör fundust

Hvaðan kemur orðið 'fílapensill'?

Orðið fílapensill er tökuorð úr dönsku filipens. Það orð er aftur talið ummyndun úr lágþýsku fleirtölunni finnepins (et. finnepin) sem samsett er úr finne 'nabbi í húð' og pin 'pinni'. Orðið finne var einnig tekið upp í sænsku í þeirri merkingu. Bæði í þýsku og sænsku er Finne/finne nafn á þjóðinni sem byggir Finn...

Nánar

Hvað er Atlantshafshryggurinn langur?

Atlantshafshryggurinn er hluti af miðhafshryggjakerfinu sem er um 75.000 km langt og hlykkjast um alla jörðina. Það mun vera stærsta einstaka jarðfræðifyrirbæri á yfirborði jarðar. Hryggirnir rísa yfirleitt nokkur þúsund metra yfir djúphafssléttuna og sums staðar ná eldfjöll á hryggnum upp úr sjó eða jafnvel hrygg...

Nánar

Hvar í heiminum lifir glókollur?

Glókollur (Regulus regulus) er minnstur evrópskra varpfugla, aðeins um 9 cm á lengd, með 13-15,5 cm vænghaf og vegur ekki nema 7-9 grömm. Glókollur í Fossvoginum í Reykjavík. Glókollurinn er mjög útbreiddur varpfugl í barrskógum og blönduðu skóglendi Evrasíu og virðist hann fylgja nokkurn veginn útbreiðslu þessa...

Nánar

Hvenær er þingrof réttlætanlegt?

Erfitt er að segja með tæmandi hætti við hvaða aðstæður sé réttlætanlegt að rjúfa þing. Fræðimenn hafa til að mynda bent á að ef fyrirséð er að vantrauststillaga á ríkisstjórnina verði samþykkt, ef ríkisstjórnin hefur ekki nægjanlegan þingmeirihluta til að koma áfram brýnum málum á þingi eða ef upp er kominn ágrei...

Nánar

Er mögulegt samkvæmt flekakenningunni, að Ísland verði einhvern tíma tvö lönd, Egilsstaðir öðrum megin og Ísafjörður hinum megin?

Möttulstrókurinn undir Íslandi heldur landinu uppi, ef svo má segja, og sennilega á hann sinn þátt í gliðnun Atlantshafsins. En hugsum okkur að „slökknaði á“ möttulstróknum en gliðnun héldi áfram. Þá mundi þrennt gerast:Austur- og Vesturland ræki hvort frá öðru, lítil kvika kæmi upp milli flekanna tveggja, og ...

Nánar

Hvað eru ísbjarnarhúnar stórir við fæðingu?

Ísbjarnarhúnar fæðast á vetrartíð eða frá nóvember og fram í febrúar. Þeir eru blindir við fæðingu, klæddir hvítum mjúkum feldi sem er svo fínn að nýfæddir líta húnarnir út fyrir að vera hárlausir. Við fæðingu eru húnarnir vel innan við kíló að þyngd. Stærðin er á bilinu frá 454 grömmum upp í 680 grömm (95% mæ...

Nánar

Hvað mjólka kýr lengi eftir að þær bera?

Það er breytilegt hversu lengi kýr mjólka eftir burð. Meginreglan er þó sú að kýr mjólkar nokkuð kröftuglega í um það bil sex mánuði eftir burð síðan dregur jafnt og þétt úr nytinni. Þó eru dæmi eru um að nytin falli ekki að marki fyrr en eftir 9-12 mánuði og haldist jafnvel enn lengur, en slíkt er sjaldgæft. ...

Nánar

Hver eru fimm algengustu fornöfnin í íslensku?

Samkvæmt rannsókn sem gerð var á vegum Orðabókar Háskólans og birtist í Íslenskri orðtíðnibók 1991 (bls. 606) eru fimm algengustu fornöfnin það, hann, ég, hún, þessi. Orðmyndin það veldur erfiðleikum í greiningu þar sem hún getur bæði verið persónufornafn og ábendingarfornafn í 3. persónu eintölu. Sá munur er ...

Nánar

Hvað þýðir orðið gimpi?

Orðið gimpi getur merkt ‘þéttir og grófir knipplingar’ og er þá dregið af sögninni að gimpa sem notuð er um að hekla á alveg sérstakan hátt (= gimba). Það er þá tökuorð úr gamalli dönsku gimpe ‘hekla banddregla’. En -gimpi kemur einnig fyrir sem síðari liður í samsetningunni himpingimpi, einnig ritað himpigimpi...

Nánar

Hvenær kom fyrsta tölvan til Íslands?

Fyrsta tölvan sem kom til Íslands var af gerðinni IBM 1620. Þetta var í september 1963. Ottó A. Michelsen, forstjóri fyrirtækisins Skrifstofuvélar, fékk því framgengt að tölva þessi, sem IBM var að senda til Finnlands, fékk að hafa viðkomu í Reykjavík um tíma. Var hún sett upp í húsakynnum Skrifstofuvéla á Klappar...

Nánar

Eru ósannar fullyrðingar fleiri en sannar? Er til sönn fullyrðing fyrir hverja ósanna? Er hægt að ljúga meiru heldur en segja satt?

Til sérhverrar fullyrðingar, F, svarar önnur, nefnilega fullyrðingin "Það er ekki satt að F" (eða einfaldlega "ekki-F"), sem er sönn þá og því aðeins að F sé ósönn, það er að segja ef F er sönn, þá er ekki-F ósönn, og ef ekki-F er sönn, þá er F ósönn. Því hljóta sannar fullyrðingar að vera nákvæmlega jafnmargar og...

Nánar

Hvað eru til margar tegundir af mömbum?

Mömbur (Dendroaspis eða Dendraspis) tilheyra ætt kóbraslanga (Elapidae) og eru stórir, baneitraðir og mjög árásargjarnir snákar. Lesa má meira um kóbraslöngur í svari Klöru J. Arnalds við spurningunni Hvað er kóbraslanga? Mömbur lifa í Afríka, sunnan Sahara og þær veiða meðal annars smádýr í trjám. Vitað er um...

Nánar

Hvers vegna heita þær ljósmæður?

Hér er einnig svarað spurningu Loga Helgusonar: Hver er uppruni orðsins ljósmóðir? Orðið ljósmóðir er gamalt í málinu. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er í Guðbrandsbiblíu sem gefin var út árið 1584. Þar segir í Fyrstu Mósebók (35.17): Og sem hun þiakadist meir og meir a Sængarførunne / sagde Liosmodurin til hen...

Nánar

Hvað eru fílar þungir þegar þeir fæðast?

Fílar eru stærstu landdýr jarðarinnar. Því er við því að búast að afkvæmi þeirra séu bæði stór og þung. Meðgöngutími fílskúa er mjög langur eða 18-22 mánuðir. Kálfurinn er um 100 kg við burð og er á spena í um eitt og hálft ár (18 mánuði). Til eru fjölmörg svör á Vísindavefnum um fíla, til dæmis: Hvert e...

Nánar

Fleiri niðurstöður