Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 204 svör fundust

Hvað kom út úr rannsóknum á steingervingum sem fundust í Burstarfellsfjalli í Vopnafirði og voru taldir vera af hjartardýri?

Fyrstu niðurstöður rannsókna á beinaleifunum úr Burstarfelli í Vopnafirði birtust í stuttri grein í Náttúrufræðingnum árið 1990, 59. árg., bls.189-195. Þar var því haldið fram að um væri að ræða bein úr einhverju hjartardýri eða dýri af hjartarætt, Cervidae. Stærsta beinið er að því er virðist hluti úr hægra h...

Nánar

Hvenær fæddist og dó Claude Monet?

Oscar-Claude Monet var franskur myndlistamaður og einn af forsprökkum impressjónismans, listastefnu sem fram kom á seinni hluta 19. aldar. Á myndum í anda impressjónisma er lögð áhersla á að sýna samspil ljóss og lita. Claude Monet fæddist 14. nóvember árið 1840 í París, Frakklandi. Fjölskylda hans flutti til ...

Nánar

Hvað tekur um það bil langan tíma að fljúga frá Íslandi til Frakklands?

Þegar ferðatími flugfélaga frá Keflavík til Parísar, höfuðborgar Frakklands, er skoðaður sést að það tekur tæplega 3 klukkustundir og 30 mínútur að fljúga þar á milli. Einnig er hægt að skoða hve langt er á milli Keflavíkur og Parísar og hve hratt farþegaflugvélar fljúga. Hér verður þó að hafa í huga að flugvé...

Nánar

Hvenær varð fyrsta bílslysið?

Árið 1769 smíðaði franskur vélfræðingur að nafni Nicolas Joseph Cugnot (1725 - 1804) farartæki sem margir telja vera fyrstu bifreiðina. Ökutækið var gufuknúið og franski herinn notaði það til að draga fallbyssur. Farartæki Cugnot var þungt og klunnalegt og náði ekki nema sex kílómetra hraða á klukkustund. Ekki var...

Nánar

Hvaða mannvirki á jörðinni sjást með berum augum úr geimnum?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er Kínamúrinn gamall og langur? Sést hann frá tunglinu? sést Kínamúrinn ekki með berum augum frá tunglinu. Neil Armstrong sem fyrstur steig fæti á tunglið sagðist ekki hafa séð múrinn frá tunglinu. En Kínamúrinn sést engu að síður úr geimnum. Geimfarar sem e...

Nánar

Hvenær komst sú hefð á að flytja þjóðsöngva fyrir landsleiki?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur sú áralanga hefð að syngja þjóðsöngva landa fyrir landsleiki? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvenær var þjóðsöngur fyrst fluttur við íþróttaleik? er flutningur söngsins Hen Wlad Fy Nhadau á Cardiff Arms Park í Wales árið 1905 fyrsta þekkta dæm...

Nánar

Fyrir hvað stendur FIFA? Hvenær og hvar var það stofnað?

FIFA stendur fyrir Fédération Internationale de Football Association en á íslensku kallast það Alþjóða knattspyrnusambandið. Það var stofnað í París í Frakkland 21. maí 1904 og var fyrsti forseti þess Frakkinn Robert Guétin. FIFA hefur verið með höfuðstöðvar í Zürich í Sviss frá árinu 1932. Við stofnun FIFA vor...

Nánar

Hver var heilagur Tómas af Aquino?

Lífshlaup Tómasar Tómas af Aquino var merkasti heimspekingur miðalda og raunar einn af mestu heimspekingum Vesturlanda. Kaþólska kirkjan tók hann í dýrlingatölu og þess vegna er oft einnig vísað til hans sem „heilags“ Tómasar. Tómas fæddist árið 1225 í kastala nokkrum að nafni Roccasecca sem liggur miðja ve...

Nánar

Hver var Averroes og hvert var framlag hans til fræðanna?

Ibn Rushd (1126–1198) eða Averroes, eins og hann nefndist á latínu eftir spænskum miðaldaframburði (Aven Ruiz), var læknir, dómari og heimspekingur í borginni Cordoba á Spáni og var uppi á 12. öld. Cordoba tilheyrði þá arabískumælandi ríki sem nefndist Al-Andalus og var á fyrri hluta aldarinnar undir stjórn fursta...

Nánar

Er hægt að skunda af stað á bíl?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Er hægt að nota orðið skunda af stað ef maður fer í bíl eða er það alltaf þegar maður hraðar sér áfram fótgangandi? Sögnin að skunda merkir að ‘hraða ferð sinni, flýta sér’. Elst dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Postulasögunni (22:18) í Nýjatestamentisþýðingu ...

Nánar

Er vörumerkið Nike nefnt eftir grísku gyðjunni Níke?

Já, vörumerkið er nefnt eftir sigurgyðjunni Níke en nafn hennar merkir einfaldlega "sigur" á grísku. Ástæðan er einföld: í íþróttum er keppt til sigurs. Níke er hvergi getið í kviðum Hómers en skáldið Hesíódos (uppi á seinni hluta 8. aldar f.Kr.) segir að sigurgyðjan hafi verið dóttir Pallasar og Styx, dóttur ...

Nánar

Á hvaða snoðir komast menn?

Spurnining í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaðan er orðið "snoðir" í samhenginu "að komast á snoðir um eitthvað" komið og hvað merkir það? Nafnorðið snoðir, sem notað er í kvenkyni fleirtölu, þekkist allt frá 18. öld í merkingunni ‘ávæningur, pati, leynilegar menjar einhvers’. Orðasambandið að komast á snoð...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Már Jónsson stundað?

Már Jónsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa beinst að íslenskri sögu frá síðari hluta 13. aldar til loka 19. aldar, í fyrstu með áherslu á siðferði og samskipti kynjanna en síðar einkum á menningarsöguleg atriði og lífskjör alþýðu. Árið 1998 gaf hann út ævisögu Árna Magnússonar (...

Nánar

Fleiri niðurstöður