Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 137 svör fundust

Hvað er eitt áratog langt?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvernig er áratog mælt og hversu langt er það? Mælieining á vegalengd, hefur með árabáta að gera. Eitt áratog er ekki föst vegalengd heldur er orðið notað yfir „það að toga í árarnar, róa með árum“[1]. Eitt áratog er því sú vegalengd sem farin er þegar þessi aðgerð er framkvæmd...

Nánar

Hvernig kom bærinn Dunkerque við sögu í seinni heimstyrjöldinni?

Dunkerque (franska, Dunkirk á ensku) er hafnarbær í Norður-Frakklandi, rétt sunnan við landamærin við Belgíu. Í lok maí og byrjun júní 1940 var borgin sögusvið atburða sem reyndust afdrifaríkir fyrir framgang seinni heimsstyrjaldarinnar. Í kjölfar innrásar Þjóðverja í Pólland í byrjun september 1939 lýstu Fra...

Nánar

Er stéttaskipting á Íslandi?

Upphaflegu spurningarnar hljóðuðu svona: Eru til upplýsingar eða rannsóknir um stéttaskiptingu á Íslandi? Er ríkjandi stéttaskipting/lagskipting á Íslandi? Stéttagreining er fræðilegt sjónarhorn sem byggir á rannsóknum á birtingarmyndum stéttaskiptingar. Rannsóknir sýna að stéttaskipting mótar tilveru og afdr...

Nánar

Af hverju ætti ég að virða tveggja metra regluna ef aðrir gera það ekki?

Einfalda svarið við spurningunni er að þótt aðrir fylgi ekki tveggja metra reglunni getur það haft jákvæð áhrif á þína eigin heilsu ef þú gerir það. Það breytir þó litlu fyrir samfélagið í heild sinni ef „enginn“ nema þú virðir tveggja metra regluna. Þegar COVID-19-faraldurinn skall á veturinn 2020 snerust viðb...

Nánar

Hvaða máli skiptir votlendi?

Votlendi sem er stærra en tveir hektarar hefur notið sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd frá árinu 2013.[1] Samkvæmt lögunum er óheimilt að raska því nema brýna nauðsyn beri til. En hvers vegna nýtur votlendi þessarar sérstöku verndar, hvað er svona sérstakt við það? Votlendi er mikilvægt búsvæði ...

Nánar

Hvað var Gestapo og hvað gerðu menn þar?

Gestapo er stytting fyrir Geheime Staatspolizei sem þýðir Leynilögregla ríkisins. Hún var upphaflega mynduð innan prússnesku lögreglunnar, sem var sjálfstæð stofnun innan samnefnds héraðs í Þýskalandi fyrir stríð, og var henni ætlað að rannsaka og beita sér gegn andstæðingum nasista og Þriðja ríkisins. Síðar var s...

Nánar

Hvernig er hvítblæði meðhöndlað?

Í svari við spurningunni Hvað er hvítblæði og hver eru einkennin? er fjallað almennt um hvítblæði, mismunandi tegundir þess og einkenni. Það getur verið ágætt að kynna sér það svar áður en lengra er haldið. Til að greina hvítblæði er nákvæm sjúkrasaga og skoðun mikilvæg. Eftir að hafa fengið greinargóðar upplý...

Nánar

Hafís í blöðunum 1918. II. Febrúar til áramóta

Þessi pistill er annar í röðinni af sex þar sem birtar eru fréttir um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Þær eru að mestu úr blöðum hér heima á Fróni en stöku frétt úr vestur-íslenskum blöðum er birt til fróðleiks. Þá eru birtar greinar og frásagnir úr blöðunum, eða glefsur úr slíkum, þar sem ...

Nánar

Hver er áhrifamesta ljósmynd sögunnar?

Upprunalega spurningin var: Hver er áhrifamesta ljósmynd sem tekin hefur verið? Er einhver leið til að meta það? Í raun er engri vísindalegri aðferð beitt til að meta áhrif ljósmynda á einstaklinga, almenningsálitið, stjórnmálamenn eða aðra sem völd hafa í samfélaginu, en nokkrar myndir hafa náð það mikill...

Nánar

Hver var Charles Babbage og hvers vegna er hann kallaður faðir tölvunnar?

Charles Babbage var nítjándu aldar stærðfræðingur og uppfinningamaður. Hann hannaði reiknivélar og tölvu, en því miður voru þær aldrei smíðaðar meðan hann lifði. Hann var sá fyrsti sem hannaði forritanlega tölvu. Babbage hannaði þrjár mismunandi stórar vélrænar reiknivélar til nokkuð almennra nota auk þess sem ...

Nánar

Hvernig kom Leníngrad við sögu í seinni heimsstyrjöldinni?

Leníngrad var glæsilegasta borg Sovétríkjanna og ein sú fjölmennasta fyrir seinni heimsstyrjöldina, en talið er að borgarbúar hafi þá verið tæpar 3,2 milljónir. Í stríðinu sátu herir Þjóðverja og Finna um borgina í nærri 900 daga. Fyrstu mánuði umsátursins sultu borgarbúar heilu hungri og ef Sovétmönnum hefði ekki...

Nánar

Fleiri niðurstöður