Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 89 svör fundust

Hvaða dýr lifa í laufskógum?

Laufskógar eru ríkjandi á tempruðum og frjósömum svæðum jarðar þar sem sumrin eru venjulega hlý og rök og vetur mildir. Helstu einkenni þeirra eru sumargræn tré sem fella lauf á haustin eftir að hafa skartað fallegum haustlitum. Helstu trjátegundir laufskóganna eru eik, askur, beyki og hlynur. Laufskógabeltið ...

Nánar

Hver er útbreiðsla úlfa?

Heimsstofn úlfsins (Canis lupus) er nú um 400 þúsund einstaklingar. Áður fyrr voru úlfar útbreiddir um mestan hluta norðurhvels, um Norður-Ameríku frá nyrstu héruðum Alaska að jaðri regnskóganna í Mið-Ameríku og í Evrasíu frá túndrusvæðum Rússlands suður til Arabíuskagans. Menn hafa hins vegar veitt úlfa í stórum ...

Nánar

Hvað nákvæmlega er hrossaþari og hvar vex hann?

Hrossaþari (Laminaria digitata) er brúnþörungur af ættinni Laminariaceae en brúnþörungar eru stærstir og mest áberandi af öllum botnþörungum. Hrossaþari vex neðst í fjöru og út í sjó, allt niður á 20 metra dýpi. Hann getur myndað þaraskóg neðansjávar þar sem ýmsar smærri þörungategundir og fjölbreytt dýralíf fær þ...

Nánar

Hvernig er dýralífið í Botsvana?

Botsvana í sunnanverðri Afríku er um 6 sinnum stærra að flatarmáli en Ísland og mjög strjálbýlt. Kalaharí-eyðimörkin þekur stærstan hluta landsins en þar er þurrt og heitt og dýralíf fjölbreytilegt. Stór hluti hennar hefur nú verið friðlýstur en margir bestu þjóðgarðar Afríku eru innan landamæra Botsvana. Í Bot...

Nánar

Hvernig er gróður- og náttúrufar í Egyptalandi?

Egyptaland, „landið við fljótið“ eða „gjöf Nílar“ eins og þetta forna menningarsvæði hefur verið kallað, er að langmestu leyti eyðimörk og því er náttúra landsins á engan hátt eins fjölbreytt og þekkist sunnar í Afríku. Egyptaland er 995.450 km2 á stærð og þekja eyðimerkur stærstan hluta landsins. Vinjar finnast v...

Nánar

Eru mörgæsir með kalt blóð?

Í stað þess að tala um 'heitt' eða 'kalt blóð' nota líffræðingar hugtökin jafnheitt blóð (e. endothermic) og misheitt (e. exothermic). Um dýr sem hafa jafnheitt blóð gildir að mjög litlar sveiflur verða á líkamshita þeirra. Þetta á til að mynda við um menn. Hitasveiflur hjá dýrum með misheitt blóð eru hins vegar m...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um dýralífið í Namibíu?

Namibía er eitt þurrasta land í Afríku sunnan Sahara. Engu að síður er þar fjölbreytt vistkerfi, allt frá eyðimörkum til gresjusvæða og votlendis. Dýralíf í landinu ber að mörgu leyti svipmót dæmigerðrar fánu suðurhluta Afríku en þar finnast óvenju margar einlendar tegundir (e. endemic), það er tegundir sem finnas...

Nánar

Hvaða dýr búa í Kongó?

Þegar lýðveldið Kongó (áður Zaire) er nefnt dettur sennilega flestum í hug dimmir regnskógar í svörtustu Afríku. Þetta er ekki fjarri lagi þar sem stærstur hluti þessa stóra lands (rúmlega 2,3 miljónir km2) er þakinn ógreiðfærum regnskógi. Þessir miklu og ógreiðfæru regnskógar hafa þó ekki alltaf verið til stað...

Nánar

Hvað getur þú sagt mér um dýralíf í Svíþjóð?

Dýralíf Svíþjóðar líkt og annarra landa Skandinavíu tilheyrir hinni útbreiddu barrskógafánu. Í langflestum tilvikum nær útbreiðslusvæði tegundanna sem búa þar langt austur til Síberíuhásléttunnar. Alls eru 65 tegundir landspendýra í Svíþjóð og er engin þeirra einlend (e. endemic) í landinu. Af spendýrategundum...

Nánar

Hvar eru helstu frumskógar Evrópu?

Á íslensku er hugtakið frumskógur notað um óræktaðan þéttvaxinn skóg. Helstu einkenni frumskóga eru meðal annars aldagömul og stórvaxin tré og á skógarbotninum liggja oft fallnir trjábolir (e. snags). Frumskógar finnast víða í hitabeltinu en einnig í öðrum loftslagsbeltum, til dæmis í Evrópu. Lítið er þó eftir af ...

Nánar

Getið þið sagt mér hvernig dýralíf á Nýja-Sjálandi er?

Dýralíf á Nýja-Sjálandi á sér mjög sérstaka og merkilega sögu því fyrir landnám manna á eyjunum fyrir tæpum 700 árum fundust þar engin landspendýr. Vissulega voru þó sjávarspendýr viðloðandi eyjarnar í þúsundir ára, svo sem selir (Phocidae) og sæljón (Otariidae). Auk þess tilheyra þrjár tegundir leðurblaka (Chirop...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um náttúru og dýralíf á Filippseyjum?

Filippseyjar samanstanda af 7641 eyjum og eru margar þeirra mjög smáar. Samtals er flatarmál þeirra um 300 þúsund km2 eða tæplega þrisvar sinnum stærð Íslands. Talið er að í upphafi 20. aldar hafi um 70% af eyjunum verið skógi vaxið, en undir lok aldarinnar hafi skóglendi verið um 20%. Mikið hefur því verið gengið...

Nánar

Hvaða dýrategundir lifðu á Íslandi fyrir landnám?

Ekki er vitað fyrir víst hvaða dýr voru hér við landnám, fyrir rúmum 1.000 árum, en sennilega er dýralífið að sumu leyti áþekkt því sem það er í dag, þó dreifing og fjöldi einstaklinga þessara dýrategunda hafi breyst með landnámi manna. Gróðurfar hefur breyst mikið frá landnámi og fræg er lýsing Ara fróða í Ís...

Nánar

Fleiri niðurstöður