Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5607 svör fundust

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í janúar 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör janúarmánaðar á Vísindavefnum árið 2013 þessi hér: Ber Íslendingum skylda til að sýna skilríki þegar lögregla biður um það? Er bannað að borða sitt eigið hold? Af hverju koma flensurnar alltaf í janúar og febrúar eða um það leyti? Af hverju lét Júlíus S...

Nánar

Hver var Maurice Wilkins?

Maurice Hugh Frederick Wilkins fæddist 16. desember 1916 í Pongaroa í Wairarapa á Nýja-Sjálandi. Foreldrarnir voru af írskum ættum en fjölskyldan fluttist til Englands þegar Maurice var sex ára. Hann nam eðlisfræði í Cambridge og víðar á Englandi, starfaði á árum síðari heimsstyrjaldar að þróun ratsjártækni í Birm...

Nánar

Hver var Aristarkos frá Samos og hvert var framlag hans til vísindanna?

Aristarkos frá Samos var forngrískur stjörnufræðingur sem er frægastur fyrir að hafa sett fram sólmiðjukenningu. Hann fæddist á eynni Samos um 320 eða 310 f.Kr. en lærði í Aþenu hjá aristótelíska heimspekingnum Stratoni frá Lampsakos. Straton stýrði skólanum Lýkeion, sem Aristóteles stofnaði, á árunum 286-268 f.Kr...

Nánar

Eru til rök fyrir því að ég sé ekki sveppur?

Vísindavefnum berast ósjaldan tilvistarspurningar frá lesendum. Kjarni flestra þeirra er spurningin: Hver er ég? Sumir eru reyndar áttavilltari en aðrir og vilja fá aðstoð Vísindavefsins við að svara spurningunni Hvar á ég heima? Angistarfyllstu lesendurnir kalla einfaldlega: Hvar er mamma? Öllum þessum spurningum...

Nánar

Hvernig voru föt víkinga?

Þar sem mun minna framboð var á efnum í fatnað á víkingatímanum notuðu víkingarnir það sem hendi var næst, aðallega ull. Konurnar ófu fatnaðinn úr ullinni og bjuggu til buxur og síðar skyrtur fyrir karlmennina en konurnar gengu í síðum kjólum. Auk þess gengu víkingarnir í leðurskóm og með skikkju. Þegar víkingarni...

Nánar

Er orðið „mæma“ til í íslensku?

Þessari spurningu er erfitt að svara annaðhvort játandi eða neitandi. Að baki liggur enska sögnin mime sem borin er fram /maIm/ í merkingunni ‛leika látbragðsleik, herma eftir’. Sögnin mæma er löguð að henni, rituð samkvæmt íslenskum ritvenjum og borin fram með íslenskum sérhljóðum. Sumir telja án efa að hún...

Nánar

Hver er þyngd róteindar á yoktó-mælikvarða?

Yoktó er minnsta einingin í alþjóðlega einingakerfinu (SI-kerfinu), einnig kallað metrakerfið (e. metric system), en eitt yoktó er 10-24 af sérhverri SI-grunneiningu. Alþjóðlega einingin fyrir massa er gramm og því er hlutur sem vegur eitt yoktógramm einungis 10-24 gramm. Hlutur sem vegur eitt gramm er þá 1024 yok...

Nánar

Hver er uppruni orðsins „laukur“ og hver er upprunaleg merking þess?

Orðið laukur hefur verið rakið til indóevrópskrar rótar (*leug-) sem merkir að 'beygja'. Orðið er til í grannmálunum, sbr. nýnorsku lauk, sænsku lök, dönsku løg, færeysku leykur. Í öðrum germönskum málum má nefna fornensku léac, nútímaensku leek, fornháþýsku louh, nútímaþýsku Lauch í merkingunni 'púrra, blaðlaukur...

Nánar

Hvað er þúsundfætla með marga fætur?

Þúsundfætlur hafa allt að 200 pör af fótum. Tvö pör eru á hverjum lið fyrir utan fyrsta liðinn (höfuðið), sem er fótalaus, og næstu þrjá liði, sem eru með eitt par af fótum hver. Einnig er hver liður (fyrir utan fyrstu fjóra) með tvö pör af innri líffærum, svo sem tvö pör af taugahnoðum og tvö pör af slagæðum...

Nánar

Hvad heitir stjörnuþokan sem er næst okkur?

Stjörnuþokan sem er næst okkur skiptist í tvær þokur sem kallast Stóra Magellansskýið og Litla Magellansskýið. Stóra Magellansskýið er í 16.000 ljósára fjarlægð frá jörðnni en Litla Magellansskýið í 20.000 ljósára fjarlægð. Stjörnuþokurnar eru nefndar eftir portúgölskum landkönnuði, Ferdinand Magellan (1480-...

Nánar

Er Kóraninn til á íslensku?

Kóraninn kom út í íslenskri þýðingu Helga Hálfdanarsonar árið 1993 og endurskoðuð þýðing var gefin út tíu árum síðar. Kóraninn er víða til í enskum þýðingum á Netinu. Á síðunni Hypertext Qur'an er til að mynda hægt að lesa hann í tveimur mismunandi enskum þýðingum og einnig á frummálinu sem er arabíska. Hér...

Nánar

Hvernig er tilraun Millikans framkvæmd?

Árið 1909 gerði bandaríski eðlisfræðingurinn Robert Andrews Millikan (1868-1953) tilraun í þeim tilgangi að ákvarða rafhleðslu rafeindar. Hann uppgötvaði um leið að sú hleðsla væri smæsta eining hleðslu, það er að segja að hleðslur væru skammtaðar. Það þýðir að sérhver rafhleðsla er heilt margfeldi af einingarhleð...

Nánar

Fleiri niðurstöður